Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga óskar eftir tilnefningum til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga 2020. Stefnt er að því að veita verðlaunin við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal sumardaginn fyrsta, 23. Apríl næstkomandi en það er þó háð því hvernig ástandið varðandi COVID-19 mun þróast.
Öskudagurinn var miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn. Þá fóru ýmsar verur á kreik í Vogunum og söfnuðust svo flestar saman í Íþróttamiðstöðinni en þar var haldin skemmtun um eftirmiðdaginn. Að venju var boðið upp á hoppukastala, andlitsmálningu og 10. bekkur var með kaffisölu