Annar viðburður áskorendakeppninnar - Gerum þetta saman

Tíminn brunar áfram og komið er að öðrum viðburði áskorendakeppninnar Gerum þetta saman. 

Óhætt er að segja að viðtökurnar hjá íbúum við keppninni hafi verið glæsilegar. Er afskaplega jákvætt að sjá að vel er tekið í þetta framtak Sveitarfélagsins við að vekja athygli á því að heilbrigður lífstíll, hvort sem um er að ræða þegar hugað er að andlegum, líkamlegum eða félagslegum þáttum, skiptir máli. Íbúar sveitarfélagsins og aðrir hafa lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak og kom það vel fram þegar fyrsti viðburðurinn fór fram í janúar en mæting og skráning var framar vonum. Nú er komið að öðrum viðburðinum. Samkvæmt fyrirfram útgefinni dagskrá, sem birt var með fyrirvara um breytingar átti að fara fram snjókallagerð. 

En vegna óljósra veðuraðstæðna hefur verið tekin ákvörðun að fimmtudaginn 27. febrúar verði skotbolti í boði fyrir alla íbúa í íþróttamiðstöðinni kl. 20:00 - 21:30. 

Eins og áður hefur komið fram er áskorendakeppnin hugsuð fyrir alla íbúa, óháð aldri eða líkamlegri getu. Er keppnin tilvalin fyrir fjölskyldur, vini og einstaklinga að taka þátt í skemmtilegri stund. Hver veit nema ný tengsl myndist eða gömul tengsl styrkist. Einnig er aldrei að vita nema að það verði veitingasala í gangi á þessum viðburði.

Minnum svo auðvitað alla sem taka þátt að skila inn skráningarmiða í kassa sem er í afgreiðslu íþróttamiðstöðinnar.