Gerum þetta saman.

Í tilefni þess að Sveitarfélagið Vogar er búið að skrifa undir samning við Landlækni um að vera Heilsueflandi Samfélag, ætlum við að setja á laggirnar skemmtilega áskorendakeppni á meðal íbúa.

Keppnin er sett upp til að hvetja íbúa til að stunda heilsusamlegt líferni og setja sér markmið yfir árið. Viðburðirnir verða fjölbreyttir og settir þannig upp að hver sem er getur tekið þátt, óháð aldri, líkamsburðum eða atgerfi.

Sveitarfélagið Vogar mun setja upp viðburð í hverjum mánuði ársins 2020. Þar mun öllum íbúum standa til boða að taka þátt. Vonir standa til að hægt sé að fá íþrótta- og félagasamtök sveitarfélagins með í verkefnið. Þegar íbúi kemur og tekur þátt í þeim viðburði sem er í boði þann daginn þá setur viðkomandi íbúi nafn sitt í þar til gerðan pott. Verða slíkir pottar aldursskiptir, annarsvegar fyrir fullorðna og hinsvegar fyrir ungmenni 18 ára og yngri. Hver viðburður verður svo auglýstur með að minnsta kosti fjögurra daga fyrirvara á heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum.

Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í öllum viðburðum. Lágmarksþátttaka til þess að eiga möguleika á sigri eru níu þátttökustig. Hver þátttaka gefur eitt stig.

Nánari upplýsingar veitir Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Matthías@vogar.is eða í síma: 440-6224/866-9538

  Gerum þetta saman. Heilsueflandi áskorendakeppni

Dagskrá ársins 2020. Með fyrirvara um breytingar