Nú er unnið að fullum krafti við að gera upp og breyta Hábæ í Vogum og virðist vel vandað til verka.Framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir undanfarna mánuði og eru framkvæmdir við lóð hafnar.
Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa skrifað undir samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum og virkjar sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku.
Það var virkilega góð mæting á myndakvöld í Álfagerði fimmtudagskvöldið 5.nóvember.Sesselja Guðmundsdóttir kynnti þá afrakstur vinnu sinnar við að safna gömlum myndum úr Sveitarfélaginu Vogum til skráningar og varðveislu.
Föstudaginn 30.10.2009 var haldin hönnunarkeppni Stíls 2009 sem er árlegur viðburður hjá Samfés en nú vorum við að keppa í undanúrslitum SamSuðs um hvaða lið kæmust áfram frá félagsmiðstöðvum af Suðurnesjum.
Fimmtudagskvöldið 5.nóvember verður myndakvöld í Álfagerði þar sem Sesselja mun kynna afrakstur verkefnis síns og afhenda myndasafnið formlega til varðveislu Minjafélags Vatnsleysustrandar.
Framkvæmdum við umhverfi Vogatjarnar og Aragerði er lokið, að sinni að minnsta kosti.Verkefnið hófst í sumar og lauk framkvæmdum við Aragerðið fyrir Fjölskyldudaginn.
Fjölskyldumeðferð verður helgina 7.- 8. nóvember í húsnæði Lundar að Fitjabraut 6c og byrjar kl.09Allar nánari upplýsingar gefur Erlingur í síma 772-5463 og 864-5452Skráning í síma 772-5463 og í póstfang lundur@mitt.is.
ATVINNA STRAX - KEFLAVÍKURGANGA 2009HVER ERUM VIÐ?Við erum hópur Suðurnesjamanna með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þverpólitískur hópur um velferð og uppbyggingu á Suðurnesjum.HVERS KREFJUMST VIÐ?„ATVINNU STRAX“. Suðurnesjamenn eru ekki að biðja um að stjórnvöld standi að atvinnubótavinnu, en við óskum eftir því að þau gangi í takt við okkur og greiði leiðir fyrir þeim fjölbreyttu verkefnum sem við höfum undirbúið á undanförnum árum.