Lestrarfélaginu Baldri, hefur borist vegleg gjöf frá Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur.Alls 16 bindi af tímaritinu Fálkanum árg.1945 - 1962. Blaðið er glæsilega innbundið af Guðlaugi Atlasyni og Ásu Árnadóttur, frá Austurkoti. Hjónin Guðrún Lovísa, oftast kölluð Lúlla, og Guðmundur Björgvin Jónsson hafa haft mikil áhrif á mannlíf í sveitarfélaginu, en þeim var margra barna auðið og búa mörg þeirra og afkomendur þeirra í Vogum.
18. desember 2009