Íblöndun súlfíts í heita vatnið á Suðurnesjum
Á morgun, þriðjudaginn 27. janúar, mun HS Orka ráðast í nauðsynlegt viðhald og viðgerð á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Á meðan á viðhaldinu stendur mun fyrirtækið tímabundið blanda natríumsúlfíti í heita vatnið. HS Orka afhendir HS Veitum heitt vatn á Fitjum til dreifingar til heimila og fyrirtækja í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.
26. janúar 2026
