Kvenfélagið gefur skólanum saumavélar
Enn á ný hefur Kvenfélagið Fjóla gefið rausnarlega gjöf til samfélagsins.Á samverustund í morgun kom formaður félagsins, Hanna Helgadóttir, færandi hendi er hún afhenti skólanum að gjöf sex nýjar saumavélar til afnota í textílkennslu í skólanum.
Svava Bogadóttir skólastjóri tók við gjöfinni fyrir hönd skólans.
13. nóvember 2015
