Athygli kjósenda í Sveitarfélaginu Vogum er vakin á því að kjörskrá vegna forsetakosninganna þann 25.júní næstkomandi verður lögð fram á bæjarskrifstofum þann 15.
Mennta, menningar- og afrekssjóður Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.Nemendur sem hafa lokið fjórum önnum í framhaldsskóla, á tilsettum tíma, auk þeirra sem útskrifuðust úr framhaldsskóla á haustönn 2015 og vorönn 2016, geta sótt um styrk.
Á næstunni hefjast framkvæmdir við endurgerð Iðndals milli Stapavegar og Vogabrautar.Óhjákvæmilega hafa framkvæmdirnar í för með sér nokkra röskun og truflun fyrir fyrirtæki, starfsfólk og vegfarendur meðan á þeim stendur.
Hinn árlegi sumarbæklingur félagsmiðstöðvarinnar er á leiðinni í prentun og verður hann borinn út í hús í sveitarfélaginu fljótlega.
Þar er hægt að sjá sumardagskrá félagsmiðstöðvarinnar, upplýsingar um vinnuskólann, ýmis námskeið, fréttir og tilkynningar.
Hægt að skoða hann í rafrænu formi hér (pdf)
Vertu til er vorið kallar á þig !Vorið er komið og grundirnar gróa.Þá er ráð að taka til við vorverkin í garðinum og nánasta umhverfi.
Umhverfisvika Sveitarfélagsins Voga er sem fyrr haldin undir slagorðinu ,,Vertu til er vorið kallar á þig!”, en það vísar til þess að allir íbúar sveitarfélagsins taki höndum saman um að gera fallegan bæ snyrtilegan fyrir sumarið.