Heilsuleikskólinn Suðurvellir Vogum óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar.Um er að ræða hlutastarf seinnipart dags.Nánari upplýsingar um starfið veitir María Hermannsdóttir leikskólastjóri og Oddný Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 440-6240.
Á NÆSTUNNI HEFJAST FRAMKVÆMDIR VIÐ ENDURGERÐ GÖTUNNAR OG GERIR VERKTAKI RÁÐ FYRIR AÐ HEFJA FRAMKVÆMDIR Í 1.- 2.VIKU Í MAÍ.UM ER AÐ RÆÐA UPPGRÖFT OG JARÐVEGSSKIPTI ÁSAMT ÞVÍ AÐ VATNS- OG FRÁVEITULAGNIR VERÐA ENDURNÝJAÐAR, GATAN MALBIKUÐ OG GERÐ HELLULÖGÐ GANGSTÉTT.
Bygging 930 íbúða er fyrirhuguð í Vogum á Vatnsleysuströnd á næstu árum.Verði af áformunum þrefaldast íbúafjöldinn í sveitarfélaginu.Tæplega 1.200 manns búa í Vogum á Vatnsleysuströnd samkvæmt vef Hagstofunnar.
Fyrr á þessu ári samþykkti Frístunda- og menningarnefnd reglur um Menningarverðlaun í Sveitarfélaginu Vogum.Fimmtudaginn 19.apríl 2018, Sumardaginn fyrsta, voru menningarverðlaunin veitt í fyrsta skipti.
Síðasta vetrardag, kom yfirhershöfði Bláa hersins, Tómas J.Knútsson, færandi hendi hingað á bæjarskrifstofuna.Hann færði sveitarfélaginu ruslatínu og vinnuhanska að gjöf, sem táknræna sumargjöf og hvatningu til okkar allra um að huga vel að umhverfinu og láta okkur það varða.
Þriðjudaginn 17.apríl 2018 var ný súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja ÍSAGA tekin í notkun í Vogum.Verksmiðjan framleiðir súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem mun bæði nýtast iðnaði og framleiðslustarfsemi ýmiss konar, auk þess sem heilbrigðisþjónustunni í landinu verður áfram séð fyrir hágæðasúrefni á öruggan hátt.Bygging verksmiðjunnar er fyrsta skrefið í að flytja alla starfsemi ÍSAGA í Voga þegar fram líða stundir.