Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Samfélagið í Vogum njóti ávinnings af bata í rekstri og þjónusta eflist í stækkandi bæ

Samfélagið í Vogum njóti ávinnings af bata í rekstri og þjónusta eflist í stækkandi bæ

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun 2026-2029. Samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um 168 milljónir króna og veltufé frá rekstri um ríflega 340 milljónir króna, eða sem nemur 11,4% af áætluðum heildartekjum ársins.
UNGVOG á ferð og flugi

UNGVOG á ferð og flugi

Hluti ungmennaráðs Voga ásamt starfsfólki þess sótti ráðstefnu ungmennráða sveitarfélaga síðastliðinn föstudag á Hilton Nordica í Reykjavík. Þar voru saman komin ungmenni alls staðar af landinu og mikið fjör.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar

240. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 10. desember 2025 og hefst kl. 17:30.
Tjarnargata lokuð að hluta til þann 9. desember

Tjarnargata lokuð að hluta til þann 9. desember

Vegna framkvæmda verður Tjarnargata lokuð fyrir umferð frá Kirkjugerði að Aragerði á morgun 9. desember og mögulega þann 10. desember einnig.
Lokun á heitu vatni síðdegis 9. desember

Lokun á heitu vatni síðdegis 9. desember

Lokun á heitu vatni á Suðurnesjum vegna viðgerðar á Njarðvíkuræð síðdegis þriðjudaginn 9. desember
Jólaball fyrir 1.-4. bekk

Jólaball fyrir 1.-4. bekk

Nemendafélag Stóru-Vogaskóla í samstarfi við félagsmiðstöðina ætla að halda jólaball fimmtudaginn 11. desember fyrir 1.-4. bekk frá 16:00 - 17:00. Það verður dansað í kring um jólatréð, farið í leiki, og boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Ásamt því verður hægt að leika sér í félagsmiðstöðinni. Sjoppa á staðnum, kostar 500 kr inn.
Breytingar á leiðakerfi landsbyggðavagna 1. janúar 2026

Breytingar á leiðakerfi landsbyggðavagna 1. janúar 2026

Núverandi leiðakerfi landsbyggðavagna er 13 ára gamalt og hefur ekki verið uppfært í takti við uppbyggingu þéttbýliskjarna síðustu ára, sem og þær breytingar sem hafa orðið á íbúa- og byggðamynstri.
Kvenfélagið Fjóla 100 ára

Kvenfélagið Fjóla 100 ára

Sveitarfélagið sendir kvenfélagskonum í Kvenfélaginu Fjólu innilegar hamingjuóskir á 100 ára afmæli félagsins. Í tilefni afmælisins færði sveitarfélagið kvenfélaginu peningagjöf með innilegu þakklæti til kvenfélagskvenna fyrir þeirra mikilvægu og fórnfúsu störf í þágu samfélagsins í Vogum.
PMTO foreldranámskeiði lokið með góðum árangri

PMTO foreldranámskeiði lokið með góðum árangri

PMTO foreldranámskeiði á vegum velferðarsviðs lauk í gær. Námskeiðið hófst 9. október og stóð yfir í átta skipti, með lokahófi 27. nóvember. Þátttakendur voru bæði íbúar Suðurnesjabæjar og Voga en velferðarsvið Suðurnesjabæjar veitir jafnframt íbúum Voga velferðarþjónustu.
Verkefni í Vogum hlutu styrki Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja

Verkefni í Vogum hlutu styrki Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja

Ánægjulegt er frá því að segja að þó nokkur verkefni hér í Vogum hlutu styrk á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja sem fram fór föstudaginn 21. nóvember. Tilgangur uppbyggingarsjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Mikil flóra er í mannlífinu í Vogum sem endurspeglast í veittum styrkjum og sendum við styrkþegum innilegar hamingjuóskir.
Getum við bætt efni síðunnar?