Neytendasamtökin í samstarfi við Sveitarfélagið Voga halda námskeið um fjármál og heimilisbókhald fyrir almenning í Vogum
Haldið verður námskeið í Tjarnarsal um fjármál heimila og einstaklinga endurgjaldslaust fyrir íbúa. Námskeiðin eru haldin á vegum Neytendasamtakanna í samstarfi við Sveitarfélagið Voga.Á námskeiðinu verður farið í helstu þætti sem skipta máli í rekstri heimilanna, hvernig hægt er að skipuleggja, hagræða og fá góða yfirsýn yfir fjármálin til þess að ná góðum árangri.
17. febrúar 2009