Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að færa aðalfundinn til um viku, þar sem hann bar upp á sama tíma og opinn stjórnmálafundur sem haldinn er í Álfagerði.
Kosningar 2013
Opinn stjórnmálafundur verður haldinn í Tjarnarsal fimmtudaginn 11.apríl klukkan 19:30.Stutt framsaga framboðanna og að því loknu taka fulltrúar þeirra við fyrirspurnum úr sal.
Öllum framboðum hefur verið boðin þátttaka
Allir velkomnir.
Hin árlega blómasala Lionsklúbbsins Keilis verður Miðvikudaginn 27.mars.Gengið verður í hús.
Boðið verður til sölu páskaliljur og túlípanar.
Ágóði rennur til líknarmála.
Kæru sveitungar og aðrir velunnarar Þróttar.Föstudagskvöldið 5.apríl höldum við skemmti og styrktar kvöld í Tjarnarsalnum."Helgin eftir páska" Markmiðið með þessu er að stilla saman strengina fyrir sumarið og efla starfið.
Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlitsmyndavélar sem staðsett er á Vogaafleggjara rétt áður en komið er að gatnamótum Hafnargötu/Stapavegar/Vatnsleysustrandarvegar.
Mánudaginn 18.mars verður hið árlega Páskabingó Þróttar.Bingóið verður haldið í Tjarnarsal og hefst það fyrir yngri kynslóðina (12 ára og yngri) kl 18:00.