Þróttarar með jafntefli í hörkuleik.
Þróttarar fóru í heimsókn í blíðskaparveðri á Álftanesinu í gærkvöldi og var vel mætt á völlinn frá báðum liðum.Fyrirfram mátti búast við hörkuleik enda bæði lið að berjast um sæti í úrslitakeppninni.Þróttarar mættu mun ákveðnari til leiks og náðu að skora strax á 8.mínútu þegar rangstöðugildra heimamanna brást og fyrirliði Þróttara Reynir Þór Valsson skoraði eftir að hafa leikið á Odd markmann Álftanes í markinu.
02. júlí 2013
