Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

149. fundur 31. október 2018 kl. 18:00 - 19:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri embættismaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 262

1810001F

Fundargerð 262. fundar bæjarráðs er lögð fram á 149. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

ÁL vekur athygli á vanhæfi sínu við umfjöllun 8. máls fundargerðarinnar, og mun víkja af fundi undir afgreiðslu þessa máls. Áshildur Linnet víkur af fundi og Inga Rut Hlöðversdóttir tekur sæti á fundinum. Áshildur Linnet tók sæti að nýju á fundinum að aflokinni umfjöllun um 8. mál, og Inga Rut Hlöðversdóttir vék þá jafnframt af fundi.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263

1810003F

Fundargerð 263. fundar bæjarráðs er lögð fram á 149. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Lagt fram erindi Félags eldri borgara á Suðurnesjum dags. 2.10.2018, vegna tilnefningar í öldungaráð sbr. ný ákvæði laga um félagsþjónustu. Jafnframt lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur félagsmálastjóra félagsþjónustu Garðs, Sandgerðis og Voga, dags. 8.10.2018, þar sem spurst er fyrir um hvort Sveitarfélagið Vogar hafi áhuga á að eiga í samstarfi við sameinað sveitarfélag um skipan í Öldungaráð.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir erindi félagsmálastjóra um samstarf við sameinað sveitarfélag um skipan í Öldungaráð, og tilnefnir Ingu Rut Hlöðversdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins og Tinnu Huld Karlsdóttur til vara.
  Bæjarráð samþykkir jafnframt að skipa Jóngeir H. Hlinason, Halldóru Magnúsdóttur og Örn Pálsson áfram í fulltrúaráð Öldungaráðs Suðurnesja.
  Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við stjórn SSS að hún taki til umfjöllunar málefni öldungaráða á Suðurnesjum, þannig að skoðað verði vandlega hvernig einfalda megi skipan umfjöllunar um málefni eldri borgara á Suðurnesjum þannig að ekki verði 3 eða jafnvel 4 mismunandi öldungaráð í landshlutanum.


  Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Erindi Kvennaathvarfsins dags. 2.10.2018, beiðni um fjárstyrk til starfseminnar árið 2019.
  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 2.10.2018. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta skv. auglýsingunni.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Bókun stjórnar Félags eldri borgara í Vogum dags. 9.10.2018, um stöðugildi starfsmanns félagsstarfs eldri borgara í Vogum.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.
  Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Erindi Lionsklúbbsins Keilis dags. 17.09.2018, beiðni um fjárstyrk til áframhaldandi endurbóta á húsnæði klúbbsins.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2023.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Erindi Flokks fólksins dags. 15.10.2018, varðandi dagvistunarrými fyrir aldraða.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindinu vísað til Félagsþjónustu Garðs, Sandgerðis og Voga.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Erindi Aflsins á Akureyri, dags. 15.10.2018, beiðni um fjárhagsstyrk til starfseminnar árið 2018.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Tillaga bæjarfulltrúa D-listans um að metinn verði kostnaður við lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum og afstöðu til málsins frá HS Veitum.
  Bókun fundar Til máls tók: BS
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Umfjöllun um vinnslu fjárhagsáætlunar 2019 - 2021. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um fjárfestingar og nýframkvæmdir, dags. 15.10.2018

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
  Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Lögð fram hönnunargögn, kostnaðaráætlun ásamt útboðs- og verklýsingu fyrir byggingu þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, dags. 16.10.2018.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að verkið verði boðið út samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 AFgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 263 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75

1809008F

Fundargerð 75. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 149. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Dagur félagasamtaka í Vogum verður haldinn laugardaginn 17. nóvember. Félagasamtök verða með opið hús í Tjarnarsal líkt og gert var í fyrra. Þar gefst íbúum kostur á að kynna sér starfsemi félagasamtaka og spjalla við forsvarsmenn þeirra. Veitingar verða á boðstólnum og hægt að kynna sér margt spennandi.

  Afgreiðsla FMN.
  Nefndin fagnar því að þessi dagur sé haldinn og vonar að hann verði til þess að efla og kynna starfsemi félaganna sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að kynna umrædda dagsetningu gagnvart félögunum.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Fjölskyldudagar fóru fram vikuna 13. - 19. ágúst s.l. Var þetta í 22. skipti sem hátíðin fór fram. Margt var um manninn, veður með besta móti og tókust hátíðahöld almennt með ágætum. Dagskrá Fjölskyldudaga var fjölbreytt og fjölskylduvæn líkt og áður og hefur hátíðin fest sig í sessi. Tólf félagasamtök í sveitarfélaginu komu að dagskrá hátíðarinnar og var samstarf sveitarfélagsins og félaganna farsælt. Fundað var fyrir og eftir hátíðina og farið yfir skipulag og útkomu.

  Afgreiðsla FMN.
  FMN lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim fjölmörgu sem að hátíðinni komu fyrir ómetanlegt framlag.
  Bókun fundar Til máls tók: BS
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Vetrarstarf í félagsmiðstöð er farið af stað. Leikjanámskeið í sumar tókust með ágætum og voru vel sótt. Gerð var tilraun með tómstundanámskeið fyrir krakka á miðstigi sem tókst vel og var vel sótt. Annað sumarstarf gekk einnig vel. Má þar t.a.m. nefna vinnuskólann en þar var nokkur fjölgun í sumar. Er það helst rakið til hækkunar á tímakaupi sem ráðist var í nú í vor.

  Afgreiðsla FMN.
  FMN væntir mikils af starfsemi félagsmiðstöðvar og lýsir ánægju með kraftmikið starf.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Heislu- og forvarnarvika á Suðurnesjum verður dagana 1.- 7. október og verður reynt að höfða til sem flestra íbúa á svæðinu með málefni Heilsu og forvarna að leiðarljósi.
  Heilsu- og forvarnarvika er orðin að árlegum viðburði á Suðurnesjum og er henni ætlað að stuðla að bættri lýðheilsu á svæðinu.

  Afgreiðsla FMN.
  Nefndin er ánægð með þetta sameiginlega verkefni á Suðurnesjum og vonar að Heilsu- og forvarnarvika verði upphaf að breyttum og enn betri lífsstíl hjá bæjarbúum. Einnig er mikilvægt að huga að undirbúningi með góðum fyrirvara svo vel takist til.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Búið er að ráða Héðinn Ólafsson í starf vaktstjóra íþróttamiðstöðvar og hóf hann störf 10. september.

  Afgreiðsla FMN.
  FMN býður Héðinn velkomin til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi. Jafnframt þakkar nefndin Árna Rúnari fyrir vel unnin störf.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Félagsstarf í Álfagerði er farið af stað og hefur bæklingi verið dreift í öll hús með dagskrá félagsstarfsins fram að áramótum. Starfið stendur íbúum sveitarfélagsins til boða sem eru 60 ára og eldri og kemur öldungaráð að skipulagi dagskrár.

  Afgreiðsla FMN.
  FMN fagnar blómlegu og öflugu starfi í Álfagerði og vonar að þátttaka verði góð í vetur.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019 er að hefjast. Nefndarfólk FMN getur komið með sínar áherslur og hugmyndir fyrir fjárhagsáætlanagerðina.

  Afgreiðsla FMN.
  Málið rætt og vísað til næsta fundar nefndarinnar.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104

1810002F

Fundargerð 104. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 149. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Jónsvarar 1, 3, 5, 7 og 9.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Sveitarfélagið hvetur eigendur lóða á svæðinu að stofna félag í samræmi við lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008, sem kæmi fram f.h. eigenda lóða í sameiginlegum málum gagnvart sveitarfélaginu. Frekari umfjöllun um málið frestað þar til slíkt félag hefur verið stofnað.
  Bókun fundar Til máls tók: BS
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Nefndarmenn munu kynna sér svæðisskipulagið og frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Nefndin vinnur áfram í málinu.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Erindið lagt fram.

5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79

1810004F

Fundargerð 79. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 149. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, gerði grein fyrir
  prófinu og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum. Athygli nefndarmanna er jafnframt vakin á læsisstefnu leikskólans, sem er að finna á heimasíðu skólans.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram.
  Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Á fundinum var farið yfir fyrirkomulag varðandi skipulagninga starfsdaga beggja skólastiganna.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að starfsdagar beggja skólastiganna séu samræmdir að svo miklu leyti sem það er unnt.
  Bókun fundar Til máls tók: ÁL
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Á fundinum fóru skólastjórnendur yfir þá stefnu sem höfð er til hliðsjónar varðandi íslensku sem annað mál, í skólunum.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram, málið kynnt.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Rætt um möguleika á að sinna ræktun jurta á lóð Stóru-Vogaskóla. Fram kom á fundinum að ræktunarkerin þurftu að fjarlægjast í tengslum við endurbætur á húsnæði skólans, en til standi að koma þeim fyrir að nýju.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram. Fræðslunefnd hvetur til að skoðaðir verði möguleikar á að koma á fót skólagörðum í sveitarfélaginu, sem hluti af tómstundastarfi barna yfir sumarmánuðina, og óskar eftir að Frístunda- og menningarnefnd taki málið til skoðunar.
  Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Skólastjóri Stóru-Vogaskóla gerði grein fyrir vinnu sem nú stendur yfir og snýr að endurskoðun eineltisáætlunar skólans. Með fundarboði fylgdu drög að eineltisáætlun, yfirlit yfir vinnuferlið ásamt reglugerð og áyrgð og skyldur skólasamfélagsins.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram, málið rætt.

  Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Skólastjóri Stóru-Vogaskóla gerði grein fyrir Jafnréttisáætlun skólans. Áætlunin er þegar staðfest af hálfu Jafnréttisstofu.

  Afreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram, málið kynnt og rætt.
  Bókun fundar Til máls tóku: JHH, ÁL
 • 5.7 1810070 Lesfimi skólabarna
  Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Með fundargögnum fylgir erindi Menntamálastofnunar, ásamt tengingu við niðurstöðu rannsóknar sem leiðir í ljós aukningu lesfimi íslensktra skólabarna.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram, málið kynnt.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

1802078

Fjárhagsáætlun 2019 - 2022: Fyrri umræða í bæjarstjórn.
Lögð fram greinargerð bæjarstjóra dags. 29.10.2018, ásamt drögum að fjárhagsáæatlun.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlunni til síðari umræðu í bæjarstjórn, þann 28. nóvember 2018.

Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ, BS

7.Áætlun um húsnæðismál

1703001

Staðfesting bæjarstjórnar á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins lögð fram til samþykktar. Bæjarstjórn hefur áður fjallað um áætlunina, á 138. fundi bæjarstjórnar þann 26.10.2017.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, ÁL

8.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Tillaga og greinargerð um breytt stjórnskipulag sveitarfélagsins
Lögð fram greinargerð bæjarstjóra ásamt tillögum að breyttu stjórnskipulagi sveitarfélagsins, dags. 29.10.2018

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sitja hjá við afgreiðslu málsins. JHH óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Með vísan til 51.gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga veitir bæjarstjórn Frístunda- og menningarfulltrúa lausn frá störfum, þar sem starfið hefur verið lagt niður í núverandi mynd. Bæjarstjóra er falið að ganga frá starfslokasamningi við Frístunda- og menningarfulltrúa, og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

Bæjarstjórn færir fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa þakkir fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar.


Til máls tóku: JHH, IG, BS, BBÁ, ÁL

Björn Sæbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-listans: Við gagnrýnum að þessar breytingar skuli fyrst vera kynntar hér, að okkar mati hefðu þær fyrst átt að koma til kynningar í bæjarráði og í kjölfarið fengið lengri tíma til umfjöllunar áður en að þær eru bornar upp til samþykktar.

Jóngeir H. Hlinason leggur fram eftirfarandi bókun: Ég tel vanhugsað að leggja fram tillöguna án kostnaðarmats, og að breytingin verði sveitarfélaginu ekki til góðs.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?