Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

79. fundur 22. október 2018 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Sindri Jens Freysson varamaður
  • Anna Kristín Hálfdánardóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Hreindal Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi
  • Rakel Ingólfsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri embættismaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Hálfdán Þorsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Hljóm-2 próf, niðurstöður

1703035

Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, gerði grein fyrir
prófinu og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum. Athygli nefndarmanna er jafnframt vakin á læsisstefnu leikskólans, sem er að finna á heimasíðu skólans.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

2.Samræming starfsdaga leikskóla og grunnskóla

1810064

Á fundinum var farið yfir fyrirkomulag varðandi skipulagninga starfsdaga beggja skólastiganna.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að starfsdagar beggja skólastiganna séu samræmdir að svo miklu leyti sem það er unnt.

3.Íslenska sem annað mál í skóla og leikskóla

1810060

Á fundinum fóru skólastjórnendur yfir þá stefnu sem höfð er til hliðsjónar varðandi íslensku sem annað mál, í skólunum.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram, málið kynnt.

4.Ræktunarmöguleikar við Stóru-Vogaskóla

1810061

Rætt um möguleika á að sinna ræktun jurta á lóð Stóru-Vogaskóla. Fram kom á fundinum að ræktunarkerin þurftu að fjarlægjast í tengslum við endurbætur á húsnæði skólans, en til standi að koma þeim fyrir að nýju.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram. Fræðslunefnd hvetur til að skoðaðir verði möguleikar á að koma á fót skólagörðum í sveitarfélaginu, sem hluti af tómstundastarfi barna yfir sumarmánuðina, og óskar eftir að Frístunda- og menningarnefnd taki málið til skoðunar.

5.Eineltisáætlun Stóru-Vogaskóla

1810066

Drög að eineltisáætlun grunnskólans.
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla gerði grein fyrir vinnu sem nú stendur yfir og snýr að endurskoðun eineltisáætlunar skólans. Með fundarboði fylgdu drög að eineltisáætlun, yfirlit yfir vinnuferlið ásamt reglugerð og áyrgð og skyldur skólasamfélagsins.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram, málið rætt.

6.Jafnréttisáætlun Stóru-Vogaskóla 2018 - 2019

1810065

Drög að jafnréttisáætlun grunnskólans.
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla gerði grein fyrir Jafnréttisáætlun skólans. Áætlunin er þegar staðfest af hálfu Jafnréttisstofu.

Afreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram, málið kynnt og rætt.

7.Lesfimi skólabarna

1810070

Erindi Menntamálastofnunar dags. 10.október 2018 um aukningu lesfimi íslensrka skólabarna
Með fundargögnum fylgir erindi Menntamálastofnunar, ásamt tengingu við niðurstöðu rannsóknar sem leiðir í ljós aukningu lesfimi íslensktra skólabarna.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram, málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?