Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

75. fundur 24. september 2018 kl. 17:45 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Friðrik V. Árnason formaður
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Tinna Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Rakel Rut Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Dagur félagasamtaka í Vogum

1809042

Dagur félagasamtaka í Vogum verður haldinn laugardaginn 17. nóvember. Félagasamtök verða með opið hús í Tjarnarsal líkt og gert var í fyrra. Þar gefst íbúum kostur á að kynna sér starfsemi félagasamtaka og spjalla við forsvarsmenn þeirra. Veitingar verða á boðstólnum og hægt að kynna sér margt spennandi.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin fagnar því að þessi dagur sé haldinn og vonar að hann verði til þess að efla og kynna starfsemi félaganna sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að kynna umrædda dagsetningu gagnvart félögunum.

2.Fjölskyldudagar 2018

1807001

Fjölskyldudagar fóru fram vikuna 13. - 19. ágúst s.l. Var þetta í 22. skipti sem hátíðin fór fram. Margt var um manninn, veður með besta móti og tókust hátíðahöld almennt með ágætum. Dagskrá Fjölskyldudaga var fjölbreytt og fjölskylduvæn líkt og áður og hefur hátíðin fest sig í sessi. Tólf félagasamtök í sveitarfélaginu komu að dagskrá hátíðarinnar og var samstarf sveitarfélagsins og félaganna farsælt. Fundað var fyrir og eftir hátíðina og farið yfir skipulag og útkomu.

Afgreiðsla FMN.
FMN lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim fjölmörgu sem að hátíðinni komu fyrir ómetanlegt framlag.

3.Starfsemi í félagsmiðstöð 2018

1802036

Liður er án gagna.
Vetrarstarf í félagsmiðstöð er farið af stað. Leikjanámskeið í sumar tókust með ágætum og voru vel sótt. Gerð var tilraun með tómstundanámskeið fyrir krakka á miðstigi sem tókst vel og var vel sótt. Annað sumarstarf gekk einnig vel. Má þar t.a.m. nefna vinnuskólann en þar var nokkur fjölgun í sumar. Er það helst rakið til hækkunar á tímakaupi sem ráðist var í nú í vor.

Afgreiðsla FMN.
FMN væntir mikils af starfsemi félagsmiðstöðvar og lýsir ánægju með kraftmikið starf.

4.Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum.

1809043

Heislu- og forvarnarvika á Suðurnesjum verður dagana 1.- 7. október og verður reynt að höfða til sem flestra íbúa á svæðinu með málefni Heilsu og forvarna að leiðarljósi.
Heilsu- og forvarnarvika er orðin að árlegum viðburði á Suðurnesjum og er henni ætlað að stuðla að bættri lýðheilsu á svæðinu.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin er ánægð með þetta sameiginlega verkefni á Suðurnesjum og vonar að Heilsu- og forvarnarvika verði upphaf að breyttum og enn betri lífsstíl hjá bæjarbúum. Einnig er mikilvægt að huga að undirbúningi með góðum fyrirvara svo vel takist til.

5.Starfsemi í íþróttamiðstöð 2018.

1809044

Búið er að ráða Héðinn Ólafsson í starf vaktstjóra íþróttamiðstöðvar og hóf hann störf 10. september.

Afgreiðsla FMN.
FMN býður Héðinn velkomin til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi. Jafnframt þakkar nefndin Árna Rúnari fyrir vel unnin störf.

6.Starfsemi í Álfagerði 2018

1802034

Félagsstarf í Álfagerði er farið af stað og hefur bæklingi verið dreift í öll hús með dagskrá félagsstarfsins fram að áramótum. Starfið stendur íbúum sveitarfélagsins til boða sem eru 60 ára og eldri og kemur öldungaráð að skipulagi dagskrár.

Afgreiðsla FMN.
FMN fagnar blómlegu og öflugu starfi í Álfagerði og vonar að þátttaka verði góð í vetur.

7.Fjárhagsáætlun frístundasviðs 2019.

1809045

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019 er að hefjast. Nefndarfólk FMN getur komið með sínar áherslur og hugmyndir fyrir fjárhagsáætlanagerðina.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt og vísað til næsta fundar nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?