Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

104. fundur 16. október 2018 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hafnarsvæði - Deiliskipulagsbreyting

1810031

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Hafnarsvæðis, uppdráttur dags. 25.09.2018. Í breytingunni felst að byggingarreitir á lóðum nr. 3, 5 og 7 við Jónsvör stækka úr 600 m2 í 660 m2. Byggingarreitirnir breikka um 2 m til norðurs og verða eftir breytingu 8 m frá lóðarmörkum til norðurs. Bindandi lína byggingarreita meðfram götu er óbreytt. Nýtingarhlutfall lóðanna er óbreytt.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Jónsvarar 1, 3, 5, 7 og 9.

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

1810030

Niðurstaða vegna bréfa sem send voru til eigenda lóða á frístundasvæðinu við Breiðagerðisvík, til könnunar á vilja til þess að sveitarfélagið hefði forgöngu um deiliskipulagsgerð svæðisins.
Haldinn var kynningarfundur 25. september sl. þar sem mættu eigendur og/eða fulltrúar 23 lóða á svæðnu, af 41 lóðum sem er á svæðinu. Bréfinu var svarað vegna 10 lóða, 6 lýstu vilja til að svæðið yrði deiliskipulagt í samræmi við gildandi aðalskipulag, 2 vildu að aðalskipulagi yrði breytt fyrir svæðið, 1 var á móti kostnaðarþátttöku, 1 tók ekki afstöðu.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Sveitarfélagið hvetur eigendur lóða á svæðinu að stofna félag í samræmi við lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008, sem kæmi fram f.h. eigenda lóða í sameiginlegum málum gagnvart sveitarfélaginu. Frekari umfjöllun um málið frestað þar til slíkt félag hefur verið stofnað.

3.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

1412019

Umræða um hvort fyrirsjáanlegar séu breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem krefjast þess að nauðsynlegt sé að gera heildarendurskoðun á svæðisskipulaginu.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndarmenn munu kynna sér svæðisskipulagið og frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

4.Opinn fundur um umhverfismál.

1810040

Niðurstöður úr umræðum á umhverfisfundi sem haldinn var 10. október sl.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin vinnur áfram í málinu.

5.Stapavegur 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

1805016

Frestun framkvæmda við borun þar til úrskurður Úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála liggur fyrir.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Erindið lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?