Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

262. fundur 03. október 2018 kl. 06:30 - 07:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson varaformaður
 • Áshildur Linnet 1. varamaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

1809050

Leiðbeinandi yfirlit um lögmæt verkefni sveitarfélaga, erindi Sveitarstjórna- og samgönguráðuneytisins dags. 21.9.2018
Erindið lagt fram.

2.Vinnuskólinn 2018

1810006

Ársskýrsla Vinnuskólans 2018
Ársskýrslan lögð fram. Bæjarráð þakkar fyrir skýrsluna, og þær gagnlegu upplýsingar sem þar koma fram.

3.Stapavegur 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

1805016

Frestun framkvæmda við borun þar til úrskurður Úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála liggur fyrir.
Erindið lagt fram.

4.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.

1809035

Erindi Íbúðalánasjóðs, boð um þátttöku í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
Erindið lagt fram. Bæjarráð álítur að verkefnið eigi ekki við í Sveitarfélaginu Vogum um þessar mundir, enda á sér nú stað umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.

5.Beiðni um fjárstuðning 2019

1809048

Erindi forsvarsmanna Voga TV dags. 20.09.2018, beiðni um fjárstuðning.
Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

6.Umsókn um lóð, Breiðuholt 2.

1809041

Þórður Steinar Lárusson sækir um lóðina Breiðuholt 2. Fyrir liggur staðfesting viðskiptabanka.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

7.Unglingalandsmót UMFÍ

1809049

Erindi UMFÍ dags. 21.9.2018, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ og sveitarstjórnum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmót 2021 eða 2022.
Erindið lagt fram.

8.Trúnaðarmál

1810008

Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.

9.Hafnargata 101 - leigusamningur

1810009

Drög að leigusamningi um fasteignina Hafnargötu 101, til staðfestingar
Bæjarráð samþykkir samninginn.

10.Félagsþjónusta o.fl. - endurskoðun samstarfssamnings

1810010

Sameinað sveitarfélag Garðs og Voga leggur fram minnisblað til umræðu um áframhaldandi samstarf á vettvangi Félagsþjónustu, sem og hugleiðingar um víðtækara samstarf á vettvangi tengdrar starfsemi.
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna að skoðun valkosta, og leggja fram að því loknu greinargerð til frekari umfjöllunar.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 25. mál til umsagnar

1810004

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forstjárforeldrum, 25. mál
Lagt fram.

12.19. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1809055

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.
Lagt fram.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45

1809003F

Fundargerðin lögð fram.
 • 13.1 1805001 Aragerði 12. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar.
 • 13.2 1808037 Hafnargata 21. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar.
 • 13.3 1606021 Heiðarholt 5. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45 Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 • 13.4 1806014 Heiðarholt 2. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45 Frestað, vísað til athugasemda við aðaluppdrætti.
 • 13.5 1807011 Breiðagerði 26. Umsókn um byggingarleyfi.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45 Frestað. Ekki er fyrir hendi deiliskipulag af svæðinu. Engir aðaluppdrættir fylgja umsókninni.
 • 13.6 1711004 Brekkugata 6 - Bygging anddyris
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45 Tekið er jákvætt í fyrrirspurnina. Samræmist deiliskipulagi. Málsmeðferð verði skv. 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2010.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46

1809009F

Fundargerðin lögð fram.
 • 14.1 1803044 Skyggnisholt 2. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 • 14.2 1803045 Skyggnisholt 4. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 • 14.3 1809037 Skyggnisholt 6. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
 • 14.4 1809038 Skyggnisholt 8. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
 • 14.5 1809039 Skyggnisholt 10. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

15.Fundir Reykjanes jarðvangs 2018

1803037

Fundargerð 45. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses., ásamt skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2017 - 2018
Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 10.09.2018
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundir Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

1802017

Fundargerð 346. fundar skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2018

1802071

Fundargerðir 116. og 117. funda Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum
Fundargerðirnar lagðar fram.

19.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2018.

1801022

Fundargerðir 29. - 33. funda stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 07:50.

Getum við bætt efni síðunnar?