Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

187. fundur 24. nóvember 2021 kl. 18:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 343

2111001F

Samþykkt
Fundargerð 343. fundar bæjarráðs er lögð fram á 187. fundi eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, BS, ÁE

2.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 31

2111004F

Samþykkt
Fundargerð 31. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 187. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

2.1
2111016, Sjávarborg, breyting á deiliskipulagi: Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Grænuborgar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 8 einbýlishúsum við Sjávarborg 2 - 16. Sú breyting sem lögð er til að lóðirnar verði fjórar og innan hverrar raðhús á einni hæð.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar um að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillögu. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.2
2104030, Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - deiliskipulagsmál: Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags yfir frístundabyggð í Breiðagerði á Vatnsleysuströnd skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið og því er um að ræða nýtt deiliskipulag sem samræmist gildandi aðalskipulagi.

Bæjarstjórn staðfestir samþykkt Skipulagsnefndar á tillögunni og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

Samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sitja hjá.

2.3
2104026, Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022. Skv. 2. mgr 30 gr. skipulagslaga áður en aðalskipulag er tekið til afgreiðslu, skal skipulagstillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Nauðsynlegt er að almenningur og hagsmunaaðilar fái kost á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til kynningar skv. 2. m.gr 30 gr. skipulags nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna til kynningar skv. 2. m.gr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsgögn verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Björn Sæbjörnsson óskar bókað og áréttað að ákveðið sé að fengið verði annað álit hjá lögfræðingi sveitarfélagsins er varðar deiliskipulagsmál í Breiðagerði.

Bæjarráð staðfestir að öðru leyti afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


Til máls tóku: ARS, ÁL, BS, IG
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 31 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fer fram á að byggingarlína hverrar raðahúsalengju sé brotin upp til að ásýnd við götu verði ekki einsleit.

    Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 31 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 31 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til kynningar skv. 2. mgr 30 gr. skipulags nr. 123/2010.

    Skilgreina þarf skógræktasvæði við Ungmennafélagsreit við enda Keilisholts, sitthvorru megin við göngustíg.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 31 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að lýsing göngustíga verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98

2110007F

Samþykkt
Fundargerð 98. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 187. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á afgreiðslu fundargerðarinnar.

Til máls tók: IG
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Rætt var vítt og breitt um fjölmörg málefni sem snerta starfsemi félagasamtaka og sveitarfélagsins. Fulltrúar félaganna kynntu stuttlega starfsemi sína. Frístunda- og menningarnefnd bindur vonir við að hægt verði að halda reglulega samráðsfundi með félögum í sveitarfélaginu í framtíðinni.

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 97

2109003F

Samþykkt
Fundargerð 97. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 187. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

4.1. Opnunartími leikskólans: Fulltrúar E-listans leggja til að stytting dvalartíma barna í 8,5 klukkustundir á dag komi til framkvæmda að afloknu sumarleyfi leikskólans 2022, í stað áramóta. Jafnaframt er staðfest sú ákvörðun að opnunartími leikskólans verði frá kl. 07:30 - 16:30 frá og með áramótum.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, BBÁ.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Rætt var um opnunartíma leikskólans og dvalartíma barna. Í júlí samþykkti fræðslunefnd samhljóða að leggja til að hámarks dvalartíma barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum verði styttur í 8,5 klst. á dag. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa síðan staðfest sammhljóða þá tillögu.

    Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
    "L-listinn, listi fólksins harmar að hafa samþykkt breytingar á styttri viðverutíma leikskólabarna og dregur því fyrri ákvörðun sína til baka. Við teljum að þessi breyting geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag sem Vogar eru. Stjórnendur sveitarfélagsins verða að átta sig á legu sveitarfélagsins. Litla atvinnu er hér að fá og þurfa því flestir að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til Reykjanesbæjar og því er ferðatími allt uppundir 40 mínútur frá höfuðborgarsvæðinu.
    Við í L-listanum skorum því á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína og fresta þessari breytingu að sinni og í framhaldi að vinna að því að finna betri lausn á þessu máli í samráði við foreldra barna í sveitarfélaginu."

  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Vegna forfalla deildarstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar er þessu máli frestað til næsta fundar.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Búið er að samþykkja ráðningu tónlistarkennara í allt að 0,7 stöðugildum á næsta ári. Viðræður eru nú á lokastigi við tónlistarkennara um að taka að sér kennslu frá 1. janúar næstkomandi og kenna á gítar, bassa og trommur ásamt því að standa fyrir samspili.
    Fræðslunefnd fagnar styrkingu tónlistarnáms í Sveitarféaginu Vogum og hvetur til áframhaldandi uppbyggingar.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Skólastjóri fór yfir starfsmannamálin nú og það sem framundan er.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Fræðslunefnd beinir því til bæjarráðs að skipa í vinnuhóp sem hefur það verkefni að undirbúa hátíðahöld til að minnast þess að haustið 2022 verða 150 ár síðan skólahald í hreppnum hófst.

5.Kosning í nefndir og ráð, 2021 - 2022

2106041

Tilnefning nýs varamanns D - lista í Stýrihóp um endurskoðun aðalskipulags
Samþykkt
Afgreiðsla fundarins:

Í ljósi þess að stýrihópur um endurskoðun aðalskipulags hefur lokið störfum og skilað af sér verkefni sínu gerist ekki þörf á að tilnefna nýjan varamann í nefndina.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?