Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

343. fundur 11. nóvember 2021 kl. 17:30 - 20:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

2110037

Erindi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. október 2021, viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa i sveitarstjórnum.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

2.Ágóðahlutagreiðsla 2021 - EBÍ

2110038

Erindi Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 22. október 2021, tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2021.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

3.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

2111008

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021, um ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Ályktunin lögð fram. Bæjarráð tekur undir ályktun bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar um viðurkenningu ríkisins á leikskólastiginu sem menntastofnun.

4.Dagdvöl í Suðurnesjabæ

2110042

Minnisblað sviðsstjóra Fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar um dagdvöl fyrir aldraða
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

5.Boð á barnaþing 2021

2111009

Erindi Umboðsmanns barna dags. 2. nóvember 2021, boð á barnaþing 2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrá að sækja þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

2111001

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021
Lagt fram
Boð Sambands íslenskra veitarfélaga um þátttöku í námskeiðinu "Loftslagsvernd í verki".

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

7.Heimsmarkmið á Suðurnesjum

1903016

Erindi Isavia dags. 18.10.2021, tilnefning í verkefnahópa.
Lagt fram
Óskað er eftir tilnefninum í verkefnahópa á vegum Isavia, vegna sameiginlegs verkefnis um Heimsmarkmið SÞ:

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna í verkfnahópana.

8.Starfsmannamál - Trúnaðarmál

2108017

Samþykkt
Niðurstaða málsins er skráð í trúnaðarmálabók.

9.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2021

2108011

Erindi skólastjóra grunnskólans og leikskólastjóra vegna ráðningarheimilda.
Samþykkt
Fyrir liggja erindi skólastjóra leikskóla og grunnskóla, um breytingar á starfsmannahaldi. Að hluta til er um tilfærslur innan viðkomandi stofnana, en einnig er lögð fram beiðni um viðbótarstöðugildi vegna tónmenntakennara í grunnskólanum, viðbótarstöðugildi er 0,5 - 0,7.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir erindin og heimilar viðbótarstöðugildið vegna tónmenntakennslu.

10.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2104142

Yfirlit um tekjur janúar - október, ásamt samanburði við áætlun.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

11.Framkvæmdir 2021

2104116

Yfirlit um stöðu framkvæmda 9.11.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

12.Umsókn um styrk - ADHD samtökin

2110036

Erindi ADHD samtakanna dags. 1. október 2021, ásamt greinargerð um starfsemina. Samtökin óska eftir allt að kr. 750.000 í fjárhagsstyrk.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að styrkja erindið um kr. 50.000

13.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2022

2111014

Erindi Stígamóta, dags. 3. nóvember 2021.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000

14.Fjárhagsáætlun 2022-2026

2106039

Vinnufundur bæjarráðs um tillögu að fjárhagsáætlun, milli fyrri og síðari umræðu.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Vinnufundur bæjarráðs, gengið frá drögum að tillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

15.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Erindi sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, dags. 22. október 2021, kynning á aðalskipulagsbreytingu.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

16.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2021

2104131

Fundargerðir 86., 87. og 88. funda stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

17.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðaráðs 2021

2104238

Fundargerð 34. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs. Með fundargerðinni fylgir minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin ásamt fylgigögnunum lagt fram.

18.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2021

2104174

Fundargerð stjórnar BS nr.60.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

2104136

Fundargerð 438. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2104143

Fundargerðir 901. og 902. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 20:25.

Getum við bætt efni síðunnar?