Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

98. fundur 28. október 2021 kl. 17:30 - 19:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varamaður
  • Bergur Álfþórsson varamaður
  • Friðrik V. Árnason varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Kynning á starfsemi félagasamtaka

2110039

Frístunda- og menningarnefnd bauð félagasamtökum í sveitarfélaginu á fund í Álfagerði til að kynna starfsemi sína og til að skapa sameiginlegan vettvang fyrir umræður um ýmis mál sem félögin og sveitarfélagið eiga sameiginleg.
Lagt fram
Rætt var vítt og breitt um fjölmörg málefni sem snerta starfsemi félagasamtaka og sveitarfélagsins. Fulltrúar félaganna kynntu stuttlega starfsemi sína. Frístunda- og menningarnefnd bindur vonir við að hægt verði að halda reglulega samráðsfundi með félögum í sveitarfélaginu í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?