Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

31. fundur 19. nóvember 2021 kl. 16:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Sjávarborg - breyting á deiliskipulagi

2111016

Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Grænuborgar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 8 einbýlishúsum við Sjávarborg 2-16. Sú breyting sem lögð er til að lóðirnar verði fjórar og innan hverrar raðhús á einni hæð.

Forsvarsmenn Grænubyggðar ehf mæta á fund skipulagsnefndar til að fara betur yfir tillöguna.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fer fram á að byggingarlína hverrar raðahúsalengju sé brotin upp til að ásýnd við götu verði ekki einsleit.

Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags yfir frístundabyggð í Breiðagerði á Vatnsleysuströnd skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið og því er um að ræða nýtt deiliskipulag sem samræmist gildandi aðalskipulagi.

Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

3.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

2104026

Skv. 2. mgr 30 gr. skipulagslaga áður en aðalskipulag er tekið til afgreiðslu, skal skipulagstillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Nauðsynlegt er að almenningur og hagsmunaðilar fái kost á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins.

Stýrihópur aðalskipulags óskar eftir að skipulagsgögn verði kynnt almenningi og hagsmunaðilum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til kynningar skv. 2. mgr 30 gr. skipulags nr. 123/2010.

Skilgreina þarf skógræktasvæði við Ungmennafélagsreit við enda Keilisholts, sitthvorru megin við göngustíg.

4.Göngustígar án lýsingar

2111017

Andri Rúnar Sigurðsson sendir inn erindi vegna göngustíga án lýsinga. Víða er lýsing göngustíga ábótavant og gönguleiðir hættulegar í myrkri og hálku. Bent er á að sveitarfélagið er heilueflandi sveitarfélag sem ætti að vinna að því að hafa gönguleiðir frábærar til að auka möguleika íbúa á hreyfingu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að lýsing göngustíga verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?