Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

97. fundur 22. nóvember 2021 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Ingvi Ágústsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson
  • Lauma Gulbe áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Opnunartími leikskóla - framhaldsmál

2110001

Fyrirspurn frá íbúa og bréf frá starfsfólki leikskóla lögð fyrir fræðslunefnd
Lagt fram
Rætt var um opnunartíma leikskólans og dvalartíma barna. Í júlí samþykkti fræðslunefnd samhljóða að leggja til að hámarks dvalartíma barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum verði styttur í 8,5 klst. á dag. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa síðan staðfest sammhljóða þá tillögu.

Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
"L-listinn, listi fólksins harmar að hafa samþykkt breytingar á styttri viðverutíma leikskólabarna og dregur því fyrri ákvörðun sína til baka. Við teljum að þessi breyting geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag sem Vogar eru. Stjórnendur sveitarfélagsins verða að átta sig á legu sveitarfélagsins. Litla atvinnu er hér að fá og þurfa því flestir að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til Reykjanesbæjar og því er ferðatími allt uppundir 40 mínútur frá höfuðborgarsvæðinu.
Við í L-listanum skorum því á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína og fresta þessari breytingu að sinni og í framhaldi að vinna að því að finna betri lausn á þessu máli í samráði við foreldra barna í sveitarfélaginu."

2.Fræðsluþjónusta Sveitarfélagsins Voga

2111034

Guðbjörg Sveinsdóttir deildarstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar fer yfir þá starfsemi sviðsins sem snýr að Sveitarfélaginu Vogum
Frestað
Vegna forfalla deildarstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar er þessu máli frestað til næsta fundar.

3.Tónlistarkennsla 2022

2111032

Skólastjóri fer yfir fyrirkomulag tónlistarkennslu eftir áramót
Lagt fram
Búið er að samþykkja ráðningu tónlistarkennara í allt að 0,7 stöðugildum á næsta ári. Viðræður eru nú á lokastigi við tónlistarkennara um að taka að sér kennslu frá 1. janúar næstkomandi og kenna á gítar, bassa og trommur ásamt því að standa fyrir samspili.
Fræðslunefnd fagnar styrkingu tónlistarnáms í Sveitarféaginu Vogum og hvetur til áframhaldandi uppbyggingar.

4.Skipulag skólahalds skólaárið 2021-22 - Stóru-Vogaskóli

2108027

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir ýmsar breytingar í mannahaldi skólans
Lagt fram
Skólastjóri fór yfir starfsmannamálin nú og það sem framundan er.

5.150 ára afmæli skólahalds í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022

2111031

Haustið 2022 verður þess minnst að 150 ár eru síðan skólahald hófst á Vatnsleysuströnd
Lagt fram
Fræðslunefnd beinir því til bæjarráðs að skipa í vinnuhóp sem hefur það verkefni að undirbúa hátíðahöld til að minnast þess að haustið 2022 verða 150 ár síðan skólahald í hreppnum hófst.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?