Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

175. fundur 16. desember 2020 kl. 18:00 - 19:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að setja á dagskrá sem 4. mál, fundargerð 20. fundar Skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320

2011009F

Samþykkt
Fundargerð 320. fundar bæjarráðs er lögð fram á 175. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.


1.1. 2011038 Áskorun til Reykjavíkurborgar
Ályktun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:

Eins og fram kemur í fundargerð bæjarráðs nr. 320 tók áheyrnarfulltrúi L-listans ásamt fulltrúa D-listans undir bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem lögð var fram til kynningar á fundinum. Meirihluti E- listans í bæjarráði kaus að gera það ekki.
Ég tel rétt að sú bókun byggðaráðs Skagafjarðar sem við tókum undir sé birt hér í fundargerð og skora á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að taka undir þessa bókun eins og óskað er eftir í lok hennar:

„Á 941. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað.

2011213 - Áskorun á Reykjavíkurborg

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins.
Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er.
Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni.

Þetta tilkynnist hér með
f.h. byggðarráðs
Kristín Jónsdóttir"

1.5 2011027 - Hafnargata 101, áður Frystihúsið Vogar ehf.

Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Ég ítreka bókun mína frá síðasta bæjarstjórnarfundi varðandi mál Hafnargötu 101 og tel rétt að taka skuli tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í bréfi Særúnar Jónsdóttur varðaði framtíðarskipulag á þessum byggingarreit.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Lögð fram bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þ. 24.11.2020, áskorun á Reykjavíkurborg.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bókunin lögð fram. Fulltrúar D og L lista í bæjarráði taka undir bókun byggðaráðs Skagafjarðar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Erindi Persónuverndar, dags. 20.11.2020. Með erindinu fylgir ársskýrsla Persónuverndar 2019, ásamt frétt um útgáfu skýrslunnar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Skýrslan lögð fram.
 • 1.3 2003025 Covid 19
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.11.2020. Með erindinu fylgir stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 8. Í skýrslunni er m.a. fjallað um stöðu atvinnuleysis í landinu. Bæjarstjóri upplýsti á fundinum að samkvæmt nýjustu tölum eru nú 111 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í Sveitarfélaginu Vogum, sem telst vera 15% atvinnuleysi. 17 eru skráðir á hlutabætur, eða 2,3%. Samtals er telst því atvinnuleysið í sveitarfélaginu vera 17,3%.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Skýrslan og upplýsingarnar lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 23.11.2020 um fjárhagslega aðkomu ríkissjóðs að rekstri Keilis. Ríkissjóður mun leggja fram 190 m.kr. sem hlutafé og taki við sem meirihluta eigandi félagsins gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum leggi einnig til viðbótarhlutafé. Samkvæmt framlögðum gögnum er hlutur Sveitarfélagsins Voga í nýju hlutafé í skólanum um 10 m.kr.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir erindið fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga. Bæjarstjóra er falin nánari útfærsla málsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Erindi Særúnar Jónsdóttur, dags. 19.11.2020. Í erindinu er fjallað um málefni Hafnargötu 101, áður frystihúsið Vogar hf. Bréfritari leggur til að til í starfshóp sveitarfélagsins um málefnið sem þegar hefur verið skipaður, verði einnig skipaður í hópinn aðili sem þekkir bygginguna eða hefur kynnt sér hana.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð þakkar bréfritara erindið, og þær hugmyndir sem þar koma fram. Efni bréfsins verður tekið til umfjöllunar þegar starfshópurinn kemur saman.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Erindi Voga ehf., dags. 18.11.2020. Í erindinu er óskað eftir framlengingu á núverandi leigusamningi Hafnargötu 101, sem renna á út um áramótin, fram á næsta sumar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamninginn um 6 mánuði, þó með þeim fyrirvara að leigusali hafi þann aðgang að eigninni sem nauðsynlegt er á leigutímanum.
  Samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi D-listans situr hjá við afgreiðslu málsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Lögð fram útkomuspá bæjarsjóðs og B-hluta fyrirtækja fyrir árið 2020. Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir að rekstrahalli samstæðunnar verði 126,7 m.kr., en að rekstrarhalli bæjarsjóðs verði 139,8 m.kr.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Útkomuspáin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Fjallað um drög að fjárfestingaáætlun 2021 - 2024.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • 1.9 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Minnisblað bæjarstjóra dags. 20.11.2020. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að framkvæmdum ársins sé að mestu lokið. Einnig kemur fram að búið er að bjóða út gerð hjóla- og göngustígs milli Voga og Brunnastaðahverfis, tilboð verða opnuð þ. 11.desember n.kr.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Minnisblaðið lagt fram.
 • 1.10 2011039 Stafrænt ráð
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Minnisblað bæjarstjóra dags. 1.12.2020, ásamt tillögu Stafræns ráðs sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar við verkefnið. Í minnisblaðinu er tildrög málsins reifuð og farið yfir þá valkosti sem settir eru fram varðandi kostnaðarskiptinguna.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir tillögu um kostnaðarskiptingu.
 • 1.11 2011040 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Erindi Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja,dags. 20.11.2020, um uppsetningu og rekstur grenndarstöðva á þjónustusvæði Kölku. Samkvæmt gögnunum er gert ráð fyrir að sveitarfélagið útbúi aðstöðu fyrir grenndarstöðina, en Kalka sjái að öðru leyti um uppsetningu og þjónustu. Rekstrarkostnaður á ári eru rúmar 1,4 m.kr., auk vsk.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Erindi Skipulagsstofnunar dags. 20.11.2020, beiðni um umsögn vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Krísuvíkurvegar og Hvassahrauns. Með erindinu fylgir tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum, dagsett í nóvember 2020.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð vísar erindinu til Skipulagsnefndar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Lögð fram 13 erindi frá nefndasviði Alþingis, beiðni um umsagnir.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 320 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 321

2012002F

Samþykkt
Fundargerð 321. fundar bæjarráðs er lögð fram á 175. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 321 Yfirferð bæjarráðs á fjárhagsáætlun (rekstur og fjárfestingar) og 3ja ára áætlun.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 91

2011008F

Samþykkt
Fundargerð 91. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 175. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.


3.2. 2011036 - Þrettándagleði 2021

Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:

Þar sem ekki verður áramótabrenna í ár og líklega ekki heldur skemmtun fyrir börn í Vogum á þrettándanum sem hefð er fyrir. Því er tekið undir óskir Frístunda- og menningarnefndar sem leggur til að haldin verði vegleg flugeldasýning á þrettándanum sem gæti verið börnum og fullorðnum til yndisauka.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 91 Nefndin fór yfir og fjallaði um tilnefningar til íþróttamanns ársins 2020. Niðurstaða nefndarinnar er skráð í trúnaðarmálabók, og verður kunngjörð þegar verðlaunin verða afhent um miðjan janúar 2021.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 91 Nefndin telur að miðað við núverandi fjöldatakmarkanir, sem sér ekki fyrir endann á, sé ekki raunhæft að halda áramótabrennu. Nefndin leggur til að haldin verði hátíð á þrettándanum í staðinn og þá yrðu hátíðahöld fyrir börnin samkvæmt þeim samkomutakmörkunum sem þá kunna að verða og einnig verði haldin vegleg flugeldasýning en hana er hægt að halda óháð fjöldatakmörkunum. Nefndin minnir á að áður hefur verið rætt um vilja nefndarinnar til að endurvekja þrettándaskemmtun og vill nefndin ítreka að svo verði þó það verði hugsanlega ekki hægt í þetta sinn.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 20

2012001F

Samþykkt
Fundargerð 20. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 175. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum atriðum fundargerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 20 Bréfið lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna frekar úr málinu fyrir næsta fund.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 20 Umsögn Sveitarfélagsins Voga:
  Sveitarfélagið Vogar telur að í tillögu að matsáætlun sé gerð nægjanleg grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar. Ekki er gerð athugasemd við þá umhverfisþætti sem umhverfismatið á að taka til, né við fyrirhugaða gagnaöflun vegna þess eða hvernig til standi að vinna úr gögnum. Ekki er gerð athugasemd við þann eina valkost sem á að leggja mat á.
  Vegna framkvæmdarinnar þarf að taka mið af, eftir því sem við á, samgönguleiðum milli sveitarfélaganna sbr. umsögn sveitarfélagsins frá 17. nóvember 2020 um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025, þar sem kemur fram:

  „Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga gerir ráð fyrir samgönguleiðum að mörkum sveitarfélaganna, stígum og hraðlest, sem þarf að taka mið af. Einnig liggur flutningskerfi raforku um mörk sveitarfélaganna. Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna að öðru leyti.“

5.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Síðari umræða um Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2021 - 2024
Samþykkt
Bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði og gerði grein fyrir megin atriðum hennar:

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2021 - 2024 er lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu. Með fundargögnum fylgir auk áætlunarinnar sjálfrar greinargerð bæjarstjóra með áætluninni, ásamt tillögu að gjaldskrá sveitarfélagsins frá og með janúar 2021.

Vinna við gerð áætlunarinnar tekur mið af ýmsum forsendum, m.a. þjóðhagsspá, spám fjármálastofnana, spá um þróun útsvarstekna, áætlun um þróun verðlags o.m.fl. Margir áhrifaþátta áætlunarinnar eru enn þrungnir mikilli óvissu, einkum vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins sem geisað hefur í samfélaginu frá því fyrri hluta ársins. Þrátt fyrir að nú hilli undir endalok faraldursins á næstu vikum og mánuðum ríkir enn mikil óvissa um þróun efnahagsmála og hversu hrátt má gera ráð fyrir viðspyrnu, þ.m.t. lækkun atvinnuleysis.

Sveitarstjórnin ákvað á fundi sínum í nóvember að útsvarsprósenta skuli vera óbreytt frá yfirstandandi ári. Álagning fasteignaskatts hækkar lítillega, til mótvægis við lækkun heildar fasteignamats í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að almennar verðlagshækkanir verði 3% milli ára, og að gjaldskrá sveitarfélagsins hækki í samræmi við það. Framlög Jöfnunarsjóðs eru áætluð í samræmið við áætlanir sjóðsins sjálfs. Gera má ráð fyrir að þær áætlanir geti breyst, eftir því hver þróun efnahagsmála verður.

Heildartekjur samstæðunnar árið 2021 eru áætlaðar 1,4 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöldin verði lítillega hærri en rekstrartekjurnar, þannig að rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir verður neikvæð um 52 milljónir króna. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður halli á rekstri samstæðunnar 177 milljónir króna á næsta ári.

Þrátt fyrir erfitt árferði er lagt til að ráðast í myndarlegar fjárfestingar og nýframkvæmdir á næsta ári, eða fyrir rúmar 350 milljónir króna. Þyngst vegur virkjun nýs vatnsbóls fyrir þéttbýlið, sem og lagning nýs fráveitukerfis á Grænuborgarsvæðinu, sem nú er komið af stað í uppbyggingu. Hér er um arðbærar og mikilvægar fjárfestingar að ræða sem gera sveitarfélaginu kleift að takast á við áframhaldandi uppbygginu og framþróun í sveitarfélaginu næstu árin. Einnig er gert ráð fyrir að ljúka við frágang á miðbæjarsvæðinu, með gerð gangstétta, göngustíga og kantsteina. Fleiri verkefni eru á áætluninni, m.a. undirbúningur gerð deiliskipulags fyrir ný íbúðahverfi, gerð göngu- og hjólreiðastíga o.fl.

Til að mæta kostnaði við fjárfestingar, standa straum af hallarekstri sem og að eiga handbært fé í árslok þarf sveitarfélagið að ráðast í lántökur á árinu 2021, að fjárhæð 560 milljónir króna. Þrátt fyrir þessar háu lántökur gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði innan viðmiðunarmarka á áætlunartímabilinu.

Bæjarfulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi bókun:

Ekki hefur árað vel fyrir sveitarfélagið Voga á þessu ári. Sú fjárhagsáætlun sem lagt var upp með fyrir árið 2020 varð fljótlega á árinu óraunhæf og það upplegg sem lagt var upp með rann út í sandinn. Utanaðkomandi aðstæður sem allir þekkja gerðu það að verkum að tekjur lækkuðu samfara auknu atvinnuleysi, framlög jöfnunarsjóðs fóru niður á meðan útgjöld stórjukust, ber þar helst að nefna félagsþjónustuna en framlög til hennar fóru langt fram úr því sem reiknað hafði verið með.
Ástandið er alvarlegt og farið hefur verið í lántökur á árinu og er fyrirséð að á næsta ári þarf að taka stór lán bæði til reksturs og framkvæmda. Árið 2021 lítur ekki vel út en hægt er að binda vonir við að viðsnúningur geti orðið þegar líða tekur á árið.
D listinn lagði að venju sínar tillögur fram á haustmánuðum og hafa þær fengið góðan hljómgrunn í vinnu við áætluninna og t.a.m. verður aukið fé lagt í kynningarmál fyrir sveitarfélagið og er fyrirhugað að fara í samráð við almannatengil í þeim efnum. Í þriggja ára áætlun er get ráð fyrir fjármagni í deiliskipulag og gatnagerð fyrir ný hverfi, sem er mjög mikilvægt ætti að vera stefna sveitarfélagsins að eiga alltaf lausar lóðir til úthlutunnar .
Grænuborgarhverfið er að byrja að rísa og með fjölgun íbúa á komandi árum bæði þar og annars staðar í bænum koma útsvars og fasteignagjöld til með að skila sér í meiri tekjum fyrir bæjarsjóð og gera þá rekstrareiningu sem þessi bær er hagkvæmari til framtíðar, þó vissulega komi það til með að taka í við innviðaruppbyggingu á meðan vöxturinn á sér stað. Leita verður allra leiða til að gera reksturinn hér hagkvæmari og munum við fulltrúar D listans ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu.
Við kjósum að reyna að horfa björtum augum til framtíðar og bindum vonir við að við yfirferð ársreiknings fyrir árið 2021 munum við sjá betri útkomu á árinu en við sjáum fram á með þessari fjárhagsáætlun.
Bæjarfulltrúar D listans þakka starfsmönnum sveitarfélagsins, bæjarfulltrúum E lista og bæjarfulltrúa L lista samstarfið við gerð fjárhagsáætlunar 2021.


Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Það hefur komið í ljós við vinnslu fjárhagsáætlunar 2021 -2024 að sveitarfélagið Vogar mun eiga í miklum erfiðleikum að standa undir lögbundnum verkefnum sínum á næstu árum. Tekjur dragast saman og kostnaður eykst. Sveitarfélagið mun þurfa að taka lán til þess að ná endum saman.
Það lítur því frekar illa út með rekstur sveitarfélagsins og virðist skv. fjárhagáætluninni að langtímaskuldir aukist úr 459 millj. 2019 í 1.859 millj. 2024 og skuldahlutfall sveitarfélagsins fari úr 87% í 154%.
Ég tel samt að við fjárhagsáætlunarvinnuna hafi ágætlega tekist til við þær fordæmalausu aðstæður sem eru í þjóðfélaginu, að verja verkefni tengd börnum í sveitarfélaginu ásamt því að tekið var tillit til tekjulágra og eignalítilla einstaklinga. Ég vil að lokum þakka bæjarstjóra og bæjarráði samvinnuna.


Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Voga og stofnana hans fyrir árin 2021 - 2024. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá sveitarfélagsins, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2021. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ÁE, BBÁ, BS, JHH.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?