Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

20. fundur 15. desember 2020 kl. 17:30 - 18:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða frá dagskrá um að taka mál á dagskrá sem er málið 2005039 - Grænaborg - breyting á aðalskipulagi. Samþykkt.

1.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 15.12.2020 vegna athugunar stofnunarinnar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga um auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt
Bréfið lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna frekar úr málinu fyrir næsta fund.

2.Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Reykjanesbraut

2007013

Erindi Skipulagsstofnunar dags. 20.11.2020, beiðni um umsögn vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Krísuvíkurvegar og Hvassahrauns. Með erindinu fylgir tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum, dagsett í nóvember 2020.
Samþykkt
Umsögn Sveitarfélagsins Voga:
Sveitarfélagið Vogar telur að í tillögu að matsáætlun sé gerð nægjanleg grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar. Ekki er gerð athugasemd við þá umhverfisþætti sem umhverfismatið á að taka til, né við fyrirhugaða gagnaöflun vegna þess eða hvernig til standi að vinna úr gögnum. Ekki er gerð athugasemd við þann eina valkost sem á að leggja mat á.
Vegna framkvæmdarinnar þarf að taka mið af, eftir því sem við á, samgönguleiðum milli sveitarfélaganna sbr. umsögn sveitarfélagsins frá 17. nóvember 2020 um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025, þar sem kemur fram:

„Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga gerir ráð fyrir samgönguleiðum að mörkum sveitarfélaganna, stígum og hraðlest, sem þarf að taka mið af. Einnig liggur flutningskerfi raforku um mörk sveitarfélaganna. Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna að öðru leyti.“

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?