Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

171. fundur 26. ágúst 2020 kl. 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308

2006011F

Samþykkt
Fundargerð 308. fundar bæjarráðs er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.4. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Ég lýsi stuðningi við að merkum minjum eins og "Gvendarbrunninum" sé haldið við í Sveitarfélaginu Vogum, vona að fjármagn verði veitt í fjárhagsáætlun til að varðveita hann sómasamlega.

1.7. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Það er álit L-listans að afar óheppilega hafi tekist til við stjórnsýslubreytingar og mannaráðningar meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga á núverandi kjörtímabili. Vonandi fer þessum starfsmannabreytingum að linna með þeim tilkostnaði sem verið hefur við þær.


Til máls tóku: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir erindið, en leggur áherslu á mikilvægi þess að þeim sóttvarnarreglum sem verða í gildi á samkomudegi verði fylgt í hvívetna.

  Samþykkt samhljóða.
 • 1.4 2006035 Gvendarbrunnur
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram. Bæjarráð þakkar ábendinguna, og vísar málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir viðaukann.
  Að auki er lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra til þingmanna kjördæmisins og formanns fjárlaganefndar vegna skerðingar framlaga Jöfnunarsjóðs.
 • 1.6 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Minnisblaðið bæjarstjóra lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram minnisblað RR Ráðgjafar vegna breytinga á störfum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins. Bæjarráð samþykkir jafnframt heimild til að auglýsa breytta stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa lausa til umsóknar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti, og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samningsins f.h. sveitarfélagsins.
 • 1.9 2006005 Jónsvör 1
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð staðfestir fyrri afgreiðslu og samþykkir úthlutun lóðarinnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð synjar umsókninni, enda liggja ekki fyrir fullnægjandi gögn svo umsóknin teljist uppfylla skilyrði sveitarfélagsins til að fá lóðinni úthlutað.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 308 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309

2007001F

Samþykkt
Fundargerð 309. fundar bæjarráðs er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


2.4. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Ég ítreka bókun L-listans í þessu máli. Á 310 fundi bæjarráðs var loks tekin ákvörðun um að loka leikskólanum milli jóla og nýárs.

2.9. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Við eigum að fagna því að með þessari ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar er kominn nýr áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sem nýtast mun okkur hér í Vogum. Minnka slysahættu og gera Reykjanesbrautina öruggari fyrir vegfarendur sem eru á leið til og frá höfuðborgarsvæðinu. Við vonum að ekki verði um neinar seinkanir á þessari framkvæmd.

Til máls tóku: JHH.
 • 2.1 2007002 Fasteignamat 2021
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Erindið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir umsóknina.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Áheyrnarfulltrúi L-listans harmar hversu langan tíma tekur að taka ákvörðun í málinu og vonast til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.
 • 2.5 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Minnisblað bæjarstjóra er lagt fram. Bæjarráð samþykkir að framkvæmdir við hjóla- og göngustíg milli Voga og Brunnastaðahverfis verði boðnar út. Bæjarráð samþykkir jafnframt að framkvæmdum við ljósleiðara í dreifbýli verði framhaldið og lokið, skv. tilboði verktaka.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Afgreiðsla bæjarráðs:
  6 mánaða uppgjör bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins er lagt fram. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem hefur veruleg áhrif á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga alvarlega að því að bæta Jöfnunarsjóði tekjutap sitt, og með því móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart sveitarfélögunum í landinu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
  Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar byggingar þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
  Jafnframt er Ásgeiri Eiríkssyni, kt. 080355-2119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Vinnuskjölin eru lögð fram.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir vinnuáætlunina.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 309 Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 310

2008002F

Samþykkt
Fundargerð 310. fundar bæjarráðs er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.2.: Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs í málinu, svohljóðandi: Í minnisblaðinu kemur fram að einn eigandi lands í Brunnastaðahverfi sem fyrirhugaður göngu- og hjólreiðastígur fer um hefur afturkallað leyfi sitt fyrir framkvæmdinni. Bæjarráð harmar afstöðu eins eiganda úr hópi landeigana í Brunnastaðahverfi vegna þessa máls og sér sér ekki annað fært en að falla frá framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða.

3.2. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Tekið er undir harm bæjarráðs varðandi afstöðu landeiganda sem verður til þess að hætta varð við gerð göngu og hjólreiðastígs innan sveitarfélagsins. Reynt verði að leita mögulegra leiða til að hægt verði að halda áfram með verkefnið.


Til máls tóku: BS, BBÁ, JHH.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 310 Fundarboðið lagt fram.
 • 3.2 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 310 Minnisblaðið lagt fram.

  Í minnisblaðinu kemur fram að einn eigandi lands í Brunnastaðahverfi sem fyrirhugaður göngu- og hjólreiðastígur fer um hefur afturkallað leyfi sitt fyrir framkvæmdinni. Bæjarráð harmar afstöðu eins eiganda úr hópi landeigana í Brunnastaðahverfi vegna þessa máls og sér sér ekki annað fært en að falla frá framkvæmdinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla heimilda, bæði frá landeigendum og Vegagerðinni, til að nýta styrk frá Vegagerðinni til lagningar göngu- og hjólreiðastígs um Vogastapa.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 310
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 310 Tekjuyfirlitið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 310 Vinnuskjöl lögð fram, sem bæjarráð fjallaði um. Frekari umfjöllun verður á næsta fundi bæjarráðs.

  Bæjarráð samþykkir að leikskólinn verði lokaður milli jóla og nýárs 2020, til reynslu.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 310 Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311

2008005F

Samþykkt
Fundargerð 311. fundar bæjarráð er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

4.3. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Afstaða L-listans til þess að línur Landsnets verði lagðar í jörð eru ítrekaðar, en sú afstaða kom fyrst fram á 65. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga 28. september 2011.

4.8. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Ljóst er að á þessu upphafsstigi gerðar fjárhagsáætlun er margt óljóst, þó er ljóst að verulegur samdráttur verður í tekjum sveitarfélagsins. Samvinna hefur verið í mörg ár milli framboða að finna lausnir við gerð fjárhagsáætlunar, en við hjá L-listanum minnum á að málefni barna verði höfð í öndvegi og reynt verði að gera eitthvað fyrir þau, t.d. með því að kannað verði með uppsetningu "ærslabelgs" eins og settur hefur verið upp víða. Einnig viljum við minna á að hluti af því að íbúar geti fylgst með stjórnsýslunni sé útsending opinna bæjarstjórnarfunda.


Til máls tóku: ÁL, BS, JHH, ÁE, ÁL, IG, BBÁ.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Málið kynnt.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Vísað til meðferðar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Gögnin lögð fram, málin rædd. Málið verður til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 26.8.2020.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir starfslýsingu forstöðumanns stjórnsýslu.

  Bæjarráð samþykkir að ráða Guðmund Stefán Gunnarsson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæjarráð þakkar umsækjendum um starfið fyrir þann áhuga sem þeir sýndu með umsóknum sínum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir að framlengja gjaldfrest fasteignagjalda lögaðila í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til 15. nóvember 2020.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Rekstraryfirlitið lagt fram.
 • 4.7 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Minnisblaðið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 311 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Vinnuskjal lagt fram, og yfirfarið á fundinum.

5.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88

2006010F

Samþykkt
Fundargerð 88. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: BS, IG.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Nefndin fagnar útgáfu bæklingsins til að kynna sumarstarfsemi í sveitarfélaginu.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Frístunda- og menningarnefnd vill að Fjölskyldudagar verði haldnir í ár eins og aðstæður leyfa og farið að öllu eftir þeim tilmælum almannavarna sem verða í gildi.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Lagt fram.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Nefndin ræddi um kosti og galla mismunandi aðferða til að ná til fólks með auglýsingum. Bæði prentaðar auglýsingar og rafrænar. Mikilvægt er að sveitarfélagið leiti alltaf leiða til að koma sínum skilaboðum til sem flestra.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Nefndin lýsir yfir ánægju með framkvæmd athafnarinnar og telur það gott að sameina afhendingu menningarverðlaunanna við afhendingu annarra verðlauna og viðurkenninga sem sveitarfélagið veitir.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Settir hafa verið upp tveir gróðurkassar við Álfagerði eftir hugmynd frá íbúa bæjarins. Þar hafa íbúar Álfagerðis nú þegar sett niður kartöflur og stefnan er að sett verði niður aðrar matjurtir fljótlega. Íbúum verði svo gefinn kostur á að koma og sækja sér kál og annað góðgæti eftir því sem aðstæður leyfa.
  Frístunda- og menningarnefnd er ánægð með þetta framtak og hvetur íbúa bæjarins til að skoða kassana.

6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15

2007003F

Samþykkt
Fundargerð 15. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Mál 6.2, Stapavegur 1, breyting á deiliskipulagi: Bæjarstjórn staðfestir skipulagstillöguna og samþykkir að hún verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Mál 6.5, Suðurgata 4, umsókn um byggingaleyfi: Bæjarstjórn samþykkir að hafið verði ferli til álagningar dagsekta til að knýja á um úrbætur í samræmi við ákvæði gr. 2.9.1 og 2.9.2. í byggingareglugerð nr. 112/2012.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

6.6. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Það verður athyglisvert að sjá þá úttekt sem rætt er um að gerð verði. Ég hef áður rætt um á bæjarstjórnarfundum án þess að bókað það, hvort umbætur hafi verið framkvæmdar eins og skýrslan frá janúar 2018 bendir á. Þurfi umbætur og lagfæringar verði þær framkvæmdar því umferðaröryggi íbúa er mikils virði.

6.7. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Áður hefur verið samþykkt á 299 fundi bæjarráðs sem síðan var staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar að Sveitarfélagið Vogar verði barnvænt sveitarfélag. Samningur við UNICEF og Félagsmálaráðherra var undirritaður 25. Júní 2020. Um er að gera að koma verkefninu af stað eins og ákveðið hefur verið.


Til máls tóku: JHH, IG, BS, ÁL.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15 Tvær umsagnir bárust, frá Skipulagsstofnun og meðeigendum Sveitarfélagsins Voga í heiðarlandi Vogajarða.

  Nefndin fjallaði um umsagnirnar og fól skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera tillögur að svörum. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15 Ein umsögn barst frá eigendum Heiðarlands Vogajarða, öðrum en Sveitarfélaginu Vogum.

  Að mati umsagnaraðila mun aukin vatnstaka innan lóðar Stofnfisks rýra möguleika eigenda Heiðarlands Vogajarða til vatnsnýtingar.

  Vatnafar á Reykjanesi er með þeim hætti að nærri allt vatn rennur til sjávar sem grunnvatn. Samkvæmt greiningu Verkfræðistofunnar Vatnaskila er grunnvatnsflæði um Vogavík mjög mikið. Að mati nefndarinnar er ólíklegt að aukin vatnstaka við Vogavík hafi áhrif á grunnvatnsstreymi ofar í landinu.

  Skipulagsfulltrúa falið að svara umsagnaraðilum.

  Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði staðfest og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15 Skipulagsnefnd felur skipulagsráðgjafa að fullgera tillögu að breyttu deiliskipulagi Miðsvæðis í samræmi við skipulagstillögu dags. 12.05.2020 með það að markmiði að á næsta fundi liggi fyrir tillaga sem er tilbúin til afgreiðslu og auglýsingar.
  Skipulagsfulltrúa falið að kynna breytingatillögur nefndarinnar fyrir skipulagsráðgjafa.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15 Lóðinni hefur þegar verið úthlutað og er fyrirspurnin ekki frá lóðarhafa. Skipulagsnefnd getur því ekki tekið afstöðu til erindisins.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15 Skipulags- og byggingafulltrúi sendi eiganda Suðurgötu 4, fasteignanúmer F2096531, bréf dags. 17. febrúar sl. þar sem þess var krafist að breytingar á húsnæðinu sem framkvæmdar voru án byggingarleyfis yrðu fjarlægðar. Var honum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og andmælum á framfæri innan 30 daga. Eigandi hefur ekki svarað bréfinu eða brugðist við áskoruninni með öðrum hætti.

  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafið verði ferli til álagningar dagsekta til að knýja á um úrbætur í samræmi við ákvæði greina 2.9.1 og 2.9.2 í byggingareglugerð nr. 112/2012.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15 Skipulagsnefnd óskar eftir yfirliti fyrir næsta fund á stöðu úrbótaatriða sem lögð eru til í Umferðaröryggisáætlun Sveitarfélagsins Voga dags. 4. janúar 2018.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15 Skipulagsnefnd telur æskilegt að unnin sé verkefnisáætlun fyrir verkefnið þar sem hlutverk, verklag og umfang verkefna stýrihópsins er skilgreint áður en fulltrúar verði tilnefndir. Mikilvægt er að fyrir liggi hvert er umfang vinnu fulltrúa í stýrihópnum og tímarammi verkefnisins.

7.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16

2008003F

Samþykkt
Fundargerð 16. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Mál 7.1, Skyggnisholt 12 ? 14: Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun Skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við ákvæði 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Mál 7.2, Miðsvæði, breyting á deiliskipulagi: Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun Skipulagsnefndar og samþykktir að tillagan verði auglýst í samræmi við ákvæði 1. mgr. 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16 Deiliskipulagstillagan snýr að því að fjölga íbúðum um 2 í hvoru húsi, heildarfjöldi íbúða verður 16 í stað 12. Þá hefur breytingin einnig í för með sér breytta staðsetningu húsanna á byggingarreitnum. Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd hefur borist eftir grenndarkynningu.

  Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

  Mat nefndarinnar er að breytingin teljist vera minniháttar. Tillagan er samþykkt. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16 Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags á miðbæjarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir að svæði á núgildandi deiliskipulagi merkt "Þjónustustarfsemi" verði breytt í íbúðasvæði. Gert verður ráð fyrir 2 fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með 8 íbúðum og hinu með 6 íbúðum. Að auki verður einnig gert ráð fyrir einni einbýlishúsalóð.

  Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða.
 • 7.3 2006005 Jónsvör 1
  Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16 Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

  Skipulagsnefnd samþykkir frávik frá gildandi skipulagsskilmálum og heimild um einhalla þak á lóðinni, sbr. gögn sem lögð eru fram í málinu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16 Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

  Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við ákvæði 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og að aðaluppdrættir uppfylli ákvæði byggingareglugerðar.

 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16 Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

  Deiliskipulag er ekki í gildi á svæðinu. Áður en afstaða er tekin til fyrirspurnarinnar þarf að grenndarkynna tillöguna, með uppdráttum af fyrirhuguðm framkvæmdum, og að fengnu samþykki nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16 Fyrir liggur samþykki nágranna fyrir framkvæmdinni.

  Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

  Byggingarleyfið er samþykkt.

8.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 8

2008001F

Samþykkt
Fundargerð 8. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfisnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn óskar þeim sem fengu Umhverfisviðurkenningar í ár til hamingju með tilnefningarnar, og vonast til að verðlaunin verði öðrum hvatning til dáða.

9.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 90

2008004F

Samþykkt
Fundargerð 90. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 171. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla fóru yfir þær ráðstafanir sem skólinn hefur gert varðandi smitvarnir. Starf skólans er í samræmi við þær reglur sem nú eru í gildi, nálægðartakmörk starfsmanna eru einn metri, nemendur eru hvattir til að þvo sér oft og vel um hendur og yfirborðsþrif hafa verið aukin og vel fylgst með þeim.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Skólastjórar Heilsuleikskólans Suðurvalla kynntu starfsáætlun skólans sem lögð er fram í byrjun hvers skólaárs. Áætlunina má finna á heimasíðu skólans og heimasíðu sveitarfélagsins.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Vegna málörvunarverkefnisins "Málið okkar - horft til framtíðar", sem Heilsuleikskólinn Suðurvellir tekur þátt í með Suðurnesjabæ, þarf að færa starfsdag frá níunda október til annars október.
  Nefndin samþykkir breytinguna.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Lagt fram til kynningar.

10.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

Samþykkt
Fræðslunefnd:
Ingvi Ágústsson, varaformaður, verður formaður nefndarinnar.
Elísabet Ásta Eyþórsdóttir verður varaformaður nefndarinnar.
Bergur B. Álfþórsson verður aðalmaður í nefndinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Skipulagsnefnd:
Oktavía Ragnarsdóttir verður aðalmaður í nefndinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?