Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

309. fundur 15. júlí 2020 kl. 06:30 - 07:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Daníel Arason, menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fasteignamat 2021

2007002

Erindi Þjóðskrár Íslands dags. 29.07.2020
Lagt fram
Erindið lagt fram.

2.Minnisvarði Andrews Hot Stuff

2007014

Erindi Þorsteins Marteinssonar o.fl. um flutning minnismerkis
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

3.Breiðuholt 7 Umsókn um lóð

1911047

Staðfesting á úthlutun lóðarinnar Breiðuholt 7. Umsækjandi uppfyllir skilyrði um úthlutun lóðarinnar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

4.Störf leikskólakennara.

2007003

Erindi leikskólakennara á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum til bæjarráðs, dags. 1.júlí 2020
Lagt fram
Áheyrnarfulltrúi L-listans harmar hversu langan tíma tekur að taka ákvörðun í málinu og vonast til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.

5.Framkvæmdir 2020

2004010

Staða framkvæmda 13.07.2020, minnisblað bæjarstjóra
Lagt fram
Minnisblað bæjarstjóra er lagt fram. Bæjarráð samþykkir að framkvæmdir við hjóla- og göngustíg milli Voga og Brunnastaðahverfis verði boðnar út. Bæjarráð samþykkir jafnframt að framkvæmdum við ljósleiðara í dreifbýli verði framhaldið og lokið, skv. tilboði verktaka.

6.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020

2001034

Uppgjör fyrri hluta árs 2020. Rekstrarreikningur 1.1. - 30.6.2020, efnahagsreikningur pr. 30.06.2020 ásamt yfirlti um sjóðsstreymi. Með gögnum fylgir minnisblað bæjarstjóra með uppgjörinu.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
6 mánaða uppgjör bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins er lagt fram. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem hefur veruleg áhrif á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga alvarlega að því að bæta Jöfnunarsjóði tekjutap sitt, og með því móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart sveitarfélögunum í landinu.

7.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga í júlí 2020

2007006

Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga lagður fram til samþykktar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar byggingar þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásgeiri Eiríkssyni, kt. 080355-2119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Vinnuáætlun fjárhagsáætlunargerðar, minnisblað ráðgjafa ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Lagt fram
Vinnuskjölin eru lögð fram.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir vinnuáætlunina.

9.Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Reykjanesbraut

2007013

Erindi Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 06.07.2020, beiðni um umsögn vegan breytinga aðalskipulags í tengslum við tvöföldun Reykjanesbrautar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

10.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2020

2002036

Fundargerð 49. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja 2020.

2001041

Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja dags. 07.07.2020
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir vinnuhóps sveitarfélaga á suðurnesjum

2007007

Fundargerð vinnuhóps Almannaverna dags. 11.06.2020
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:40.

Getum við bætt efni síðunnar?