Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

90. fundur 17. ágúst 2020 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Sindri Jens Freysson varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Skólahald Heilsuleikskólans Suðurvalla haustið 2020 m.t.t. Covid-19 ráðstafana

2008016

Kynning á því hvernig ráðstafanir vegna Covid-19 hafa áhrif á starfsemi Heilsuleikskólans Suðurvalla haustið 2020.
Lagt fram
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla fóru yfir þær ráðstafanir sem skólinn hefur gert varðandi smitvarnir. Starf skólans er í samræmi við þær reglur sem nú eru í gildi, nálægðartakmörk starfsmanna eru einn metri, nemendur eru hvattir til að þvo sér oft og vel um hendur og yfirborðsþrif hafa verið aukin og vel fylgst með þeim.

2.Starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla 2020-2021

2008017

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir starfsáætlun skólans fyrir starfsárið 2020-2021.
Lagt fram
Skólastjórar Heilsuleikskólans Suðurvalla kynntu starfsáætlun skólans sem lögð er fram í byrjun hvers skólaárs. Áætlunina má finna á heimasíðu skólans og heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla 2020-21

2005020

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir breytingu á skóladagatali skólans fyrir starfsárið 2020-2021.
Lagt fram
Vegna málörvunarverkefnisins "Málið okkar - horft til framtíðar", sem Heilsuleikskólinn Suðurvellir tekur þátt í með Suðurnesjabæ, þarf að færa starfsdag frá níunda október til annars október.
Nefndin samþykkir breytinguna.

4.Endurskoðun reglna um mennta-, menningar- og afreksmannasjóð 2020

2005032

Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu kynnir málið er varðar tillögur að endurskoðun á reglum um mennta-, menningar- og afreksmannasjóð Sveitarfélagsins Voga, meðal annars m.t.t. framkominna athugasemda. Liður er án gagna.
Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?