Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

308. fundur 01. júlí 2020 kl. 06:30 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Kvörtun varðandi skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum

2006036

Afrit af erindi Samkeppniseftirlitsins dags. 25.06.2020, vegna erindis lögmanns eigenda Heiðarlands Vogajarða, dags. 9.júní 2020, kvörtun vegna samkeppnishamlandi samkomulags um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Atvinnuleysistölur 2020

2006024

Atvinnuleysistölur uppfærðar 15.06.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Kótilettukvöld 31.10.2020

2006034

Erindi Björgunarsveitarinnar Skyggnis og Ungmennafélagsins Þróttar dags. 25.06.2020, beiðni um afnot af íþróttasal fyrir kótilettukvöld sem fram fer laugardaginn 31. október n.k.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir erindið, en leggur áherslu á mikilvægi þess að þeim sóttvarnarreglum sem verða í gildi á samkomudegi verði fylgt í hvívetna.

Samþykkt samhljóða.

4.Gvendarbrunnur

2006035

Erindi Sesselju Guðmundsdóttur, dags. 22.06.2020, vegna Gvendarbrunna í Vogum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Bæjarráð þakkar ábendinguna, og vísar málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

2003039

Viðauki vegna endurskoðaðrar áætlunar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um lækkun framlaga sjóðsins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir viðaukann.
Að auki er lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra til þingmanna kjördæmisins og formanns fjárlaganefndar vegna skerðingar framlaga Jöfnunarsjóðs.

6.Framkvæmdir 2020

2004010

Staða framkvæmda 29.6.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Minnisblaðið bæjarstjóra lagt fram.

7.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Tillaga að breyttum starfslýsingum og starfsheitum
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram minnisblað RR Ráðgjafar vegna breytinga á störfum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins. Bæjarráð samþykkir jafnframt heimild til að auglýsa breytta stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa lausa til umsóknar.

8.Samningur um fræðsluþjónustu

1906005

Drög að samningi við Suðurnesjabæ um Fræðsluþjónustu, ásamt kostnaðaráætlun vegna samningsins.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti, og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samningsins f.h. sveitarfélagsins.

9.Jónsvör 1

2006005

Umsókn um lóðina Jónsvör 1 tekin fyrir að nýju. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarskilmála til að fá lóðinni úthlutað.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir fyrri afgreiðslu og samþykkir úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

10.Jónsvör 1-umsókn um lóð

2006028

Umsókn um lóðina Jónsvör 1. Umsækjandi hefur ekki enn skilað inn staðfestingu um fjárhagslega getu, og telst því ekki uppfylla skilyrði úthlutunarskilmála fyrr en þau gögn liggja fyrir.
Hafnað
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð synjar umsókninni, enda liggja ekki fyrir fullnægjandi gögn svo umsóknin teljist uppfylla skilyrði sveitarfélagsins til að fá lóðinni úthlutað.

Samþykkt samhljóða.

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2020

2002040

Fundargerð 20. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2020

2002016

Fundargerð 78. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?