Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

15. fundur 21. júlí 2020 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Jens Freysson varamaður
Starfsmenn
  • Þórhallur Garðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða frá dagskrá, þannig að dagskrárliður 3 verði felldur út. Röð annarra dagskrárliða breytist til samræmis.
Samþykkt samhljóða.

1.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Yfirferð nefndarinnar um umsagnir sem borist hafa um breytingu á aðalskipulagi vegna virkjunar nýs vatnsbóls.
Tvær umsagnir bárust, frá Skipulagsstofnun og meðeigendum Sveitarfélagsins Voga í heiðarlandi Vogajarða.

Nefndin fjallaði um umsagnirnar og fól skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera tillögur að svörum. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

2.Stapavegur 1. Breyting á deiliskipulagi.

2002028

Umfjöllun nefndarinnar um umsagnir sem borist hafa um deiliskipulagsbreytinguna.
Ein umsögn barst frá eigendum Heiðarlands Vogajarða, öðrum en Sveitarfélaginu Vogum.

Að mati umsagnaraðila mun aukin vatnstaka innan lóðar Stofnfisks rýra möguleika eigenda Heiðarlands Vogajarða til vatnsnýtingar.

Vatnafar á Reykjanesi er með þeim hætti að nærri allt vatn rennur til sjávar sem grunnvatn. Samkvæmt greiningu Verkfræðistofunnar Vatnaskila er grunnvatnsflæði um Vogavík mjög mikið. Að mati nefndarinnar er ólíklegt að aukin vatnstaka við Vogavík hafi áhrif á grunnvatnsstreymi ofar í landinu.

Skipulagsfulltrúa falið að svara umsagnaraðilum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði staðfest og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Miðsvæði - breyting á deiliskipulagi

2007020

Uppdráttur skipulagsráðjafa lagður fram með tillögu um að þjónustusvæði verði breytt í íbúðasvæði.
Skipulagsnefnd felur skipulagsráðgjafa að fullgera tillögu að breyttu deiliskipulagi Miðsvæðis í samræmi við skipulagstillögu dags. 12.05.2020 með það að markmiði að á næsta fundi liggi fyrir tillaga sem er tilbúin til afgreiðslu og auglýsingar.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna breytingatillögur nefndarinnar fyrir skipulagsráðgjafa.

4.Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á miðsvæði

2007021

Sparri ehf. spyrst fyrir um hvort leyfi fáist til að breyta lóðinni Breiðuholt 8 - 10 úr parhúsalóð í raðhúsalóð.
Lóðinni hefur þegar verið úthlutað og er fyrirspurnin ekki frá lóðarhafa. Skipulagsnefnd getur því ekki tekið afstöðu til erindisins.

5.Suðurgata 4. Umsókn um byggingarleyfi

1905015

Ákvörðun um beitingu dagsekta vegna óleyfisframkvæmda.
Skipulags- og byggingafulltrúi sendi eiganda Suðurgötu 4, fasteignanúmer F2096531, bréf dags. 17. febrúar sl. þar sem þess var krafist að breytingar á húsnæðinu sem framkvæmdar voru án byggingarleyfis yrðu fjarlægðar. Var honum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og andmælum á framfæri innan 30 daga. Eigandi hefur ekki svarað bréfinu eða brugðist við áskoruninni með öðrum hætti.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafið verði ferli til álagningar dagsekta til að knýja á um úrbætur í samræmi við ákvæði greina 2.9.1 og 2.9.2 í byggingareglugerð nr. 112/2012.

6.Umferðaröryggisáætlun Voga

1709026

Framhald umfjöllunar nefndarinnar um Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins, og þeim úrbótum sem nauðsynlegt er að ráðast í.
Skipulagsnefnd óskar eftir yfirliti fyrir næsta fund á stöðu úrbótaatriða sem lögð eru til í Umferðaröryggisáætlun Sveitarfélagsins Voga dags. 4. janúar 2018.

7.Barnvænt Sveitarfélag

1903026

Tilnefning í stýrihóp um innleiðingu Barnvæns samfélags
Skipulagsnefnd telur æskilegt að unnin sé verkefnisáætlun fyrir verkefnið þar sem hlutverk, verklag og umfang verkefna stýrihópsins er skilgreint áður en fulltrúar verði tilnefndir. Mikilvægt er að fyrir liggi hvert er umfang vinnu fulltrúa í stýrihópnum og tímarammi verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?