Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

170. fundur 24. júní 2020 kl. 18:00 - 19:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og óskað eftir að tekið yrði á dagskrá sem 9. mál: 2006067 - Samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Áður en gengið var til dagskrár kvaddi 1. forseti bæjarstjórnar, Áshildur Linnet, sér hljóðs og afhenti Ingþóri Guðmundssyni og Birgi Erni Ólafssyni bæjarfulltrúum bókagjöf, en þeir sitja báðir nú sinn 100. fund í bæjarstjórn. Þá situr bæjarstjóri einnig sinn 100. fund, og fékk einnig afhenta bókagjöf.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 306

2005011F

Samþykkt
Fundargerð 306. fundar bæjarráðs eru lögð fram á 170. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 307

2006008F

Fundargerð 307. fundar bæjarráðs eru lögð fram á 170. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Mál 2:7, 2006005 - Jónsvör 1: Bæjarstjórn frestar afgreiðslu þessa liðar. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni að öðru leyti. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 12

2006004F

Samþykkt
Fundargerð 12. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 170. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 12 Settur skipulagsfulltrúi í málinu er Atli Geir Júlíusson, sem jafnframt situr fundinn.

    Skipulagslýsingin var auglýst og send umsagnaraðilum til umsagnar. Skipulagslýsingin var einnig kynnt almenningi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsagnarfrestur rann út 1. júní. Alls bárust 5 umsagnir.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd vísar til kafla 2.2.6. í greinargerð með gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem fram kemur m.a. að æskilegt sé að stök hús séu byggð upp í tengslum við bæjarhlöð jarða og nýti sömu afleggjara að þjóðvegi. Að öðru leyti verði tekið tillit til ákvæði gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd heimilar landeigendum gerð deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa er falin áframhaldandi umsjón með úrvinnslu málsins.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13

2005009F

Samþykkt
Fundargerð 13. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 170. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Liður 4.1 2005039, Grænaborg, breyting á aðalskipulagi: Bæjarstjórn samþykkir að tillögurnar verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31.gr. og 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2020. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum i fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, ÁL, BBÁ, BS.



  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Lagt fram erindi Grænubyggðar ehf. dags. 25.05.2020. Með erindinu fylgja uppdrættir, annars vegar vegna aðalskipulags og hins vegar vegna deiliskipulags. Í aðalskipulagstillögunni felst að hverfið (ÍB-3-1) verði fullbyggt með 850 - 900 íbúðum, en var áður 400 - 450 íbúðir. Að öðru leyti gildir greinargerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008 - 2028 sem samþykkt var 23. febrúar 2010 með síðari breytingum.

    Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum, einn situr hjá.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Fyrir fundinum liggur tillaga um deiliskipulagsbreytingu unnin af KRark dags. 26.03.2020. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur húsum með 8 íbúðum í hvoru húsi.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

    Að mati nefndarinnar er um minni háttar breytingu að ræða. Nefndin leggur til að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Áframhald umfjöllunar nefndarinnar um málið. Ekki eru teknar ákvarðanir um málið á fundinum.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
    Lagt fram.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

    Nefndin tekjur jákvætt í fyrirspurnina. Skipulagsfulltrúa er falið að kanna hvort unnt sé að deiliskipuleggja einungis þá lóð sem her um ræðir. Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að það svæði þéttbýlisins sem enn er óskipulagt verði deiliskipulagt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Lagt fram vinnuskjal um stöðu umferðarmerkja. Nefndin fjallaði að auki um Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins, ásamt eftirfylgni ýmissa ábendinga sem þar koma fram.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

    Lagt fram. Skipulagsnefnd leggur til að ráðist verði í endurnýjun umferðarmerkja í sveitarfélaginu, með vísan til þess sem fram kemur í vinnuskjali nefndarinnar. Nefndin samþykkir jafnframt að taka málið til umfjöllunar að nýju á næsta fundi sínum.

5.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87

2006001F

Fundargerð 87. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 170. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


Til máls tóku: IG, BBÁ, BS, JHH, ÁL, BÖÓ.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir hugmyndir sínar að stefnumótunarskjali um fyrirkomulag á starfsemi Félagsmiðstöðvar Borunnar til ársins 2023.
    Nefndinni líst vel á þær hugmyndir sem settar eru fram og óskar eftir því við íþrótta- og tómstundafulltrúa að hann vinni málið áfram og einnig sendir nefndin málið áfram til bæjarráðs til umsagnar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87 Haldinn var fundur í Álfagerði þann 9. júní þar sem fulltrúar félagasamtaka mættu ásamt nefndarmönnum Frístunda- og menningarnefndar og fleirum. Þar var ákveðið að reyna að halda upp á Fjölskyldudaga með einhverjum hætti og ákveðið að hittast aftur í byrjun júlí til að taka stöðuna. Frístunda- og menningarnefnd tekur virkan þátt í þeirri vinnu.
  • 5.3 2002048 Viðburðahandbók
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87 Unnin hafa verið drög að viðburðahandbók fyrir sveitarfélagið þar sem taldir eru upp þeir viðburðir sem eru árlegir og fjallað er um hvernig þeir hafa verið framkvæmdir ásamt því að telja upp helstu atriði sem hafa þarf í huga við framkvæmd þeirra. Þessi handbók verður unnin áfram og mun nýtast kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins. Nefndin fagnar því að hafa þessa handbók.

6.Húsnæðismál Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

2001016

Heimild sveitarfélagsins um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, vegna kaupa á húsnæði fyrir starfsemina.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga um að veita Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 87.000.000,- kr. til 15 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til kaupa á skrifstofuhúsnæði að Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ sem hýsir starfsemi S.S.S. og tengdra aðila sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Vogar selji eignarhlut í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Vogar sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ásgeiri Eiríkssyni bæjarstjóra, kt. 080355-2119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Voga veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH.

7.Kosning forseta og varaforseta

1806004

Samkvæmt samþykktum Sveitarfélagsins Voga skal kjósa forseta og tvo varaforseta í bæjarstjórn til eins árs.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Tilnefningar til embættis forseta, 1. varaforseta og 2. varaforseta bæjarstjórnar eru eftirfarandi:

Ingþór Guðmundsson af E-lista er tilnefndur sem forseti bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Áshildur Linnet af E-lista er tilnefnd sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Björn Sæbjörnsson af D-lista er tilnefndur sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

8.Kosning í bæjarráð

1806005

Samkvæmt samþykktum um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa þrjá aðalmenn og þrjá til vara í bæjarráð til eins árs.
Frestað
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Tilnefningar í bæjarráð til eins árs eru eftirfarandi:

Af E-lista:

Aðalmenn:
Bergur B. Álfþórsson, formaður
Ingþór Guðmundsson, varaformaður

Varamenn:
Áshildur Linnet
Birgir Örn Ólafsson

Af D-lista:

Aðalmaður:
Björn Sæbjörnsson

Varamaður:
Sigurpáll Árnason

Af hálfu L-listans er Jóngeir H. Hlinason tilnefndur áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, og Eðvarð Atli Bjarnason til vara.

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.

9.Samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum

2006027

Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 22.6.2020, beiðni um tilnefningu í samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra til setu í samráðsteyminu, f.h. Sveitarfélagins Voga.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Þessi fundur er síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi. Bæjarstjórn kemur saman til fundar að nýju miðvikudaginn 26. ágúst 2020. Samkvæmt ákvæðum 32.gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi. Bæjarráð hefur því heimild til fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?