Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

307. fundur 22. júní 2020 kl. 06:30 - 07:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fasteignarskattsálagning árið 2021

2006019

Erindi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.06.2020, bókun stjórnar vegna bréfs samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 27.05.2020.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

2.Nýting húsnæðis í hesthúsabyggð

2006010

Erindi Vogahesta dags. 10.06.2020 vegna deiliskipulags í hesthúsahverfi o.fl.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Bent er á að nú stendur yfir endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, þar sem m.a. er fjallað um skilmála einstakra skipulagshluta sveitarfélagsins, þ.m.t. hesthúsahverfis.

3.Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi Covid-19

2003037

Minnisblað ráðgjafa með tillögum til aðgerða er snúa að hagræðingu í rektri.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráðs samþykkir tillögur sem fram koma í minnisblaði ráðgjafa, og felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

2003039

Lagðir fram til samþykktar viðaukar við fjárhagsáætlun, vegna framkæmda og áætlunar um skertar tekjur.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Minnisblaðið lagt fram, viðaukarnir eru samþykktir.

5.Framkvæmdir 2020

2004010

Minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda 19.06.2020
Afgreiðsla bæjarráðs:

Minnisblaðið lagt fram.

6.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020

2001034

Uppgjör tímabilsins janúar - maí 2020, ásamt samanburði við áætlun og frávikagreiningu.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Uppgjörið lagt fram.

7.Jónsvör 1

2006005

Umsókn um lóðina Jónsvör 1. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarskilmála.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir umsóknina.

8.Breiðuholt 3

2005040

Lóðinni hefur verið skilað.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

9.Félagsmiðstöðin Boran veturinn 2019-2020

2001005

Frístunda- og menningarnefnd vísar umfjöllun um stefnumótun Félagsmiðstöðvarinnar 2020 - 2023 til bæjarráðs.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð frestar umfjöllun sinni um stefnumótunina.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 58

2006006F

Fundargerð 58. fundar er lögð fram á 307. fundi bæjarráðs.
  • 10.1 2003033 Hvassahraun 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 58 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

    Samþykkt.

11.Fundargerðir HES 2020

2002001

Fundargerð 282. fundar Heilbrigðisnefndar.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020

2002039

Fundargerð 757. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2019.

1903010

Fundargerð 34. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.
Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

15.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020

2003003

Fundargerðin 422. og 423. funda stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

16.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja

1602060

Fundargerð 23. fundar Svæðisskipulagsnefndar.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?