Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 15. apríl 2020 kl. 17:30 - 17:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Baldvin Hróar Jónsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingafulltrúi hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um það mál sem er á dagskrá fundarins, vegan tengsla sinna við aðila máls. Settur skipulagsfulltrúi í málinu er Atli Júlíusson, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar

1.Stóra Vatnsleysa, Ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarlóðir

2001033

Samþykkt
Með fundarboði er dreift tölvupósti STV ehf. dags. 15.01.2020, ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóðir. Jafnframt fylgir með fundargögnum undirritað bréf með beiðni um sömu heimild, ásamt skjalinu "Lýsing á skipulagsverkefni vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag", dags. 15.01.2020.

Sigurður H. Valtýsson skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um málið, vegna tengsla sinna við málsaðila. Bæjarstjórn hefur því samþykkt að setja Atla Geir Júlíusson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar sem skipulagsfulltrúa í málinu.

Atli Geir Júlíusson situr fundinn, sem settur skipulagsfulltrúi.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
STV ehf. eigandi jarðarinnar Stóru-Vatnsleysu óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag á jörðinni fyrir þrjár íbúðarhúsalóðir, sem fyrirhugað er að byggja einbýlishús á. Þá er einnig óskað eftir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði tekin til afgreiðslu og umsagna leitað um hana ásamt því að hún verði kynnt íbúum.

Skipulags- og matslýsingin fyrir deiliskipulag á jörð Stóru-Vatnsleysu sem lögð er fyrir skipulagsnefndina er unnin í samræmi við 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Svæðið sem lýsingin nær til er innan þess svæðis sem í aðalskipulagi Voga er skilgreint sem landbúnaðarsvæði L-1 þar sem veitt er heimild til að byggja að hámarki þrjú stök íbúðarhús á hverri jörð.

Skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna og vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða af öllum fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?