Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 16. júní 2020 kl. 17:30 - 19:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
  • Baldvin Hróar Jónsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Þórhallur Garðarsson staðgengill situr fundinn í forföllum skipulags- og byggingafulltrúa.

1.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir svæðið.
Lagt fram erindi Grænubyggðar ehf. dags. 25.05.2020. Með erindinu fylgja uppdrættir, annars vegar vegna aðalskipulags og hins vegar vegna deiliskipulags. Í aðalskipulagstillögunni felst að hverfið (ÍB-3-1) verði fullbyggt með 850 - 900 íbúðum, en var áður 400 - 450 íbúðir. Að öðru leyti gildir greinargerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008 - 2028 sem samþykkt var 23. febrúar 2010 með síðari breytingum.

Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum, einn situr hjá.

2.Skyggnisholt 12-14. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

1912006

Erindi SES ehf., tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Skyggnisholt 12 - 14, ásamt greinargerð.
Fyrir fundinum liggur tillaga um deiliskipulagsbreytingu unnin af KRark dags. 26.03.2020. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur húsum með 8 íbúðum í hvoru húsi.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Að mati nefndarinnar er um minni háttar breytingu að ræða. Nefndin leggur til að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

1911029

Áframhald umfjöllunar nefndarinnar um uppbyggingu og þróun reitsins. Liðurinn er án gagna.
Áframhald umfjöllunar nefndarinnar um málið. Ekki eru teknar ákvarðanir um málið á fundinum.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
Lagt fram.

4.Fyrirspurn um byggingarmál

2004007

Erindi Annýjar Helenu Hermansen, dags. 16.04.2020, fyrirspurn um hvort leyfð verði viðbygging við húsið Vogagerði 24. Með fyrirspurninni fylgja uppdrættir og ljósmyndir.
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Nefndin tekjur jákvætt í fyrirspurnina. Skipulagsfulltrúa er falið að kanna hvort unnt sé að deiliskipuleggja einungis þá lóð sem her um ræðir. Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að það svæði þéttbýlisins sem enn er óskipulagt verði deiliskipulagt.

Samþykkt samhljóða.

5.Umferðaröryggisáætlun Voga

1709026

Umfjöllun nefndarinnar um umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins, ásamt eftirfylgni með henni.
Lagt fram vinnuskjal um stöðu umferðarmerkja. Nefndin fjallaði að auki um Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins, ásamt eftirfylgni ýmissa ábendinga sem þar koma fram.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Lagt fram. Skipulagsnefnd leggur til að ráðist verði í endurnýjun umferðarmerkja í sveitarfélaginu, með vísan til þess sem fram kemur í vinnuskjali nefndarinnar. Nefndin samþykkir jafnframt að taka málið til umfjöllunar að nýju á næsta fundi sínum.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?