Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

108. fundur 25. febrúar 2015 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá fundarins sem 5. mál: Almenningsamgöngur á Suðurnesjum (1203016). Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185

1502001F

Fundargerð 185. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 108. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.1.2015, með honum fylgir ritið "Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar". Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.1.2014, með því fylgdi ritið "Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar".

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    BBÁ leggur fram eftirfarandi tillögu: "Lagt er að gerð verði breyting á 5. gr. starfslýsingar Starfs- og samskiptareglna sveitarfélagsins: Bæjarstjórn ákvarðar hver skulu vera laun forseta bæjarstjórnar, formanns bæjarráðs og bæjarfulltrúa. Nefndarlaun eru greidd tvisvar á ári, í maí og desember ár hvert. Nefndarlaun breytast í samræmi við þingfararkaup. Fundargerðarbækur sveitarfélagsins eru frumheimildir fyrir greiðslu fyrir setu í nefndum og ráðum bæjarfélagsins. Bæjarfulltrúar fá jafnframt greitt fyrir setu á fundum utan fastanefnda sveitarfélagsins sem þeir eru boðaðir á sem fulltrúar bæjarstjórnar af bæjarstjóra eða bæjarráði. Ákveði bæjarstjórn að setja á fót vinnuhóp bæjarfulltrúa með skilgreind verkefni ákveður bæjarstjórn hvort greitt skuli fyrir þau störf eins og í öðrum nefndum. Fulltrúar sem bæjarstjórn eða fastanefnd kýs skv. reglugerð eða samþykktum í stjórnir og ráð fá greitt samkvæmt gjaldskrá fyrir hvern fund, þó aðeins ef viðkomandi stofnun greiðir ekki fundarþóknun. Bæjarfulltrúar leggja til tölvu og síma vegna starfa sinna og greiða kostnað því samfara."
    Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, BS, BBÁ, JHH, ORÞ, BÖÓ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2.2.2015, þar sem kynnt er að settar hafi verið upp undirsíður á vef Sambandsins um nýsköpun í sveitarfélögum. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2.2.2015, kynning á undirsíðum á vef sambandsins um nýsköpun í sveitarfélögum.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagt fram bréf starfsmanna BS til stjórnar fyrirtækisins um afturköllun námsferðar til Finnlands. Bókun fundar Erindi starfsmanna BS til stjórnar fyrirtækisins um afturköllun á námsferð til Finnlands.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, BÖÓ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagt fram bréf Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 21.1.2015 vegna vetrarfundar SSS. Óskað er eftir tillögum að fundarefni. Bókun fundar Erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 21.1.2015, óskað eftir tillögum að fundarefni á vetrarfundi SSS.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, IG
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagt fram rekstraryfirlit janúar 2015, ásamt greiningu bæjarstjóra. Bókun fundar Rekstraryfirlit janúar 2015 ásamt fráviksgreiningu bæjarstjóra.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 1.6 1502028 Beiðni um styrk
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagður fram tölvupóstur Ness, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, dags. 10.2.2015. Í erindinu er óskað eftir fjárstyrk í formi samstarfssamnings. Jafnframt liggur fyrir umsögn Frístunda- og menningarfulltrúa um málið, dags. 16.2.2015.
    Bæjarráð er hlynnt því að gerður verður samstarfssamningur við Nes og að veitt verði 50 þús.kr. styrkur till starfseminnar. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við félagið og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Erindi Ness, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, dags. 10.2.2015, ósk um fjárstyrk í formi samstarfssamnings. Umsögn frístunda- og menningarfulltrúa um málið lá fyrir.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð er hlynnt því að gerður verði samstarfssamningur við Nes og að veitt verði 50 þús.kr. styrkur til starfseminnar. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við félagi og leggja fyrir bæjarráð.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: ORÞ, JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagt fram bréf 159 ehf. dags. 10.2.2015, ósk um samstarf vegna útgáfu upplýsingabæklings fyrir sveitarfélagið Voga. Jafnframt liggur fyrir umsögn Markaðsstofu Suðurnesja dags. 12.2.2015. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að útfæra samning við bréfritara um verkefnið. Bókun fundar Erindi 159 ehf. dags. 20.2.2015, ósk um samstarf vegna útgáfu upplýsingabæklings fyrir sveitarfélagið Voga. Umsögn Markaðsstofu Suðurnesja dags. 12.2.2015 liggur fyrir.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að útfæra samning við bréfritara um verkefnið.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: ORÞ, BBÁ, JHH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Á fundinum eru kynnt drög að útfærslu á fyrirhuguðum breytingum á bæjarskrifstofunum. Bæjarráð leggur áherslu á að breytingum á húsnæðinu verði lokið fyrir 1. september n.k. Óskað er eftir að endanleg tillaga að útfærslu liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Bókun fundar Fyrirliggjandi eru drög að útfærslu á fyrirhuguðum breytingum á bæjarskrifstofunum og þau kynnt á fundinum.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð leggur áherslu á að breytingum á húsnæðinu verði lokið fyrir 1. september n.k. Óskað er eftir að endanleg tillaga að útfærslu liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 1.9 1502036 Framkvæmdir 2015
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagðar fram til kynningar kostnaðaráætlanir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 2015. Bæjarstjóri upplýsti að unnið sé að undirbúningi útboðs verklegra framkvæmda. Bókun fundar Kostnaðaráætlanir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 2015 kynntar, bæjarstjóri upplýsti að unnið sé að undirbúningi útboðs vegna framkvæmda.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagður fram tölvupóstur Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda, dags. 11.2.2015, þar sem óskað er eftir framlagi í formi hvatningar og styrks. Jafnframt liggur fyrir álit skólastjóra Stóru-Vogaskóla um umsóknina. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Bókun fundar Erindi Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda dags. 11.2.2015, óskað eftir framlagi í formi hvatningar og styrks. Umsögn skólastjóra Stóru-Vogaskóla um erindið liggur fyrir.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram drög að viðauka við samning frá 23.maí 2001 milli Hitaveitu Suðurnesja hf (HS) og sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum. Í viðaukanum er gert ráð fyrir að verðið fyrir vatnið hækki frá og með 1. febrúar 2015 um 5 kr/tonn og aftur 1. janúar 2016 um 5 kr/tonn. Hækkanirnar verðbætist með sama hætti og grunnverð samningsins. Bæjarráð samþykkir viðaukann með þeim fyrirvara að staðið verði við áform um að fundinn verði nýr staður fyrir vatnsból sveitarfélagsins á síðari hluta skipulagstímabilsins í samræmi við fyrri áform. Bókun fundar Lögð fram drög að viðauka við saming frá 23.5.2001 milli Hitaveitu Suðurnesja hf (HS) og sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum. Í viðaukanum er gert ráð fyrir að verðið fyrir vatnið hækki frá og með 1. febrúar 2015 um 5 kr/tonn og aftur 1. janúar 2016 um 5 kr/tonn. Hækkanirnar verðbætist með sama hætti og grunnverð samningsins.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir viðaukann með þeim fyrirvara að staðið verði við áform um að fundínn verði nýr staður fyrir vatnsból sveitarfélagsins á síðari hluta skipulagstímabilsins í samræmi við fyrri áform.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 1.12 1502002 Ársreikningur 2014
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Sigrún Guðmundsdóttir og Helga Harðardóttir, fulltrúar BDO endurskoðunar mættu á fundinn og gerðu bæjarráði grein fyrir endurskoðun ársreiknings 2014, sem nú stendur yfir. Á fundinum er lagt fram óhæfisbréf BDO endurskoðunar gagnvart Sveitarfélaginu Vogum, dags. 18. febrúar 2015. Bókun fundar Fulltrúar BDO Endurskoðunar hf. mættu á fundinn og gerðu bæjarráði grein fyrir endurskoðun ársreiknings 2014, sem nú stendur yfir. Á fundinum var lagt fram óhæfisbréf BDO endurskoðunar gagnvart Sveitarfélaginu Vogum, dags. 18.2.2015.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Málið kynnt, óhæfisbréf BDO lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum dags. 13.2.2015, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsókn Arktik Rok ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í fl. IV að Iðndal 1 í Vogum. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum dags. 13.2.2015 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsókn Arktik Rok ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í fl. IV að Iðndal 1 í Vogum.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: IG
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416.mál Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp tl laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um uppbygginu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónleg þjónusta), 454. mál

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál. Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál Bókun fundar Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldurm (heildarlög, strangari reglur), 512. mál

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 14. fundar stjórnar Reykjanes jarðvagns haldinn 21. nóvember 2014 Bókun fundar Fundargerð 14. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs haldinn 21.11.2014

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 15. fundar stjórnar Reykjanes jarðvagns haldinn 9. janúar 2015 Bókun fundar Fundargerð 15. fundar stjórnar Reykjanes jarðsvangs, haldinn 9.1.2015

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 94. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar frá 15.01.2015 Bókun fundar Fundargerð 94. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar haldinn 15.1.2015

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 685. fundar stjórnar SSS haldinn 21. janúar 2015 Bókun fundar Fundargerð 685. fundar stjórnar SSS haldinn 21.1.2015

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 95. fundar Þjónustuhóps aldraðra haldinn 26. janúar 2015 Bókun fundar Fundargerð 94. fundar Þjónustuhóps aldraðra haldinn 26.1.2015

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 371. fundar Hafnasambands Íslands haldinn 16.01.2015. Undir þessum lið er ársreikningur Hafnasambandsins fyrir árið 2014 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð 371. fundar Hafnasambands Íslands haldinn 16.1.2015, ársreikningur Hafnasambandsins 2014.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 456. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, haldinn 12. febrúar 2015. Bókun fundar Fundargerð 456. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn 12.2.2015.

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    IRH bókar eftirfarandi undir þessum lið: Vegna hjásetu minnar við afgreiðslu á kaupum á fasteign á 456 fundi Kölku
    Óska ég eftir að fram komi ástæða hjásetur minnar.
    Öll framhvæmdin við þessi kaup eru unnin á milli funda án fullrar þáttöku stjórnar.
    Hér er um skuldbindingu að ræða fyrir öll sveitarfélögin, þegar sá möguleiki varð til að þetta húsnæði væri falt þá hefði átt að boða til stjórnarfundar og málið tekið til skoðunar þar.
    Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá stjórnar á 545 né 546 fundi.

    Til máls tóku: JHH, IRH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 30. janúar 2015 Bókun fundar Fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 30.1.2015

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185 Lögð fram fundargerð 246. fundar stjórnar BS haldinn 26. janúar 2015.
    Lögð fram fundargerð 247. fundar stjórnar BS haldinn 29. janúar 2015
    Bókun fundar Fundargerð 246. fundar stjórnar BS haldinn 26.1.2015
    Fundargerð 247. fundar stjórnar BS haldinn 29.1.2015

    Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53

1502002F

Fundargerð 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 108. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • 2.1 1502012 Öskudagur 2015
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Frístunda- og menningarfulltrúi ræddi um árlega öskudagsskemmtun sem haldin verður í íþróttamiðstöð. Öskudagur er miðvikudaginn 18. febrúar og mun félagsmiðstöðin í samstarfi við foreldra og nemendur 10. bekkinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og ungmenni. Allur ágóði af öskudagsskemmtun rennur til árlegrar lokaferðar 10. bekkinga í vor. Bókun fundar Sagt frá árlegri öskudagsskemmtun 2015.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Málið kynnt.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 14. - 15. mars n.k. Um er að ræða sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Suðurnesjum og er það stutt af menningarráði Suðurnesja. Unnið er að mótun dagskrár í Vogum sem verður væntanlega unnin í samvinnu sveitarfélagsins við Norræna félagið í Vogum, Minja- og sögufélagið í Vogum auk lestrarfélagsins Baldurs og jafnvel fleiri aðila.
    Sameiginleg dagskrá Safnahelgar verður vel kynnt bæði á Suðurnesjum og utan þeirra.
    Bókun fundar Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin 14. - 15. mars.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Málið kynnt.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Farið yfir aðsóknartölur fyrir árið 2014. Skoðaðar aðsóknartölur frá árunum 2012 og 2013 til samanburðar. FMN lýsir ánægju sinni með aukna aðsókn sem lesa má út úr tölunum. Bókun fundar Aðsóknartölur í íþróttamiðstöð 2014, ásamt samanburði við sambærilegar tölur 2012 og 2013.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: FMN lýsir ánægju sinni jeð aukna aðsókn sem lesa má út úr tölunum.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Rætt um hugsanlegar leiðir til að efla og auðga vinabæjarsamstarf Voga og Fjaler sem hefur formlega verið komið á. Nefndin telur mikilvægt að samstarf fari í gang og leggur í því sambandi til að bæjarstjóri, frístunda- og menningarfulltrúi og formaður norræna félagsins í Vogum hittist og ræði hugsanlegar leiðir til samstarfs. Einnig er hægt að skoða fjölbreytta möguleika á styrkjum í verkefni tengd vinabæjarsamstarfi. Bókun fundar Vinabæjarsamstarf Voga og Fjaler í Noregi.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Nefndin telur mikilvægt að samstarf fari í gang og leggur í því sambandi til að bæjarstjóri, frístunda- og menningarfulltrúi og formaður Norræna félagsins í vogum hittist og ræði hugsanlegar leiðir til samstarfs. Einnig er hægt að skoða fjölbreytta möguleika á styrkjum í verkefni tengd vinabæjarstarfsemi.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, BBÁ.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Erindi frá 183. fundi bæjarráðs lagt fram og rætt. Árið 2015 verður þess minnst að 100 ár eru síðan konur fengu kosningarétt. Rætt um hugsanlegar leiðir til að minnast þessara merku tímamóta. Bókun fundar Erindi nefndar um 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Rætt um hugsanlegar leiðir til að minnast þessara merku tímamóta.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IRH
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfið í Álfagerði. Margir viðburðir eru framundan og stefnt er að vorferð vestur á firði í byrjun júní. Bókun fundar Starfsemi félagsstarfs eldri borgara í Álfagerði 2015.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Málið kynnt.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Farið yfir starfsemi félagsmiðstöðvar. Mikið hefur verið um að vera, s.s. söngkeppni í Grindavík og grunnskólahátíð Hafnarfjarðar. Samfestingur Samfés er framundan en það er stærsti árlegi viðburður félagsmiðstöðvanna á landsvísu. Bókun fundar Starfsemi í félagsmiðstöð 2015.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Málið kynnt.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Rætt um að endurvekja dag félagasamtaka í sveitarfélaginu. Mikilvægt að ræða við félögin og kanna hug þeirra til slíks verkefnis. Dagur félagasamtaka getur verið gott tækifæri fyrir félagasamtök að kynna starfsemi sína og sækja nýja félaga. Starf félagasamtaka er mikilvægt í hverju samfélagi og auðgar það. FMN telur að gott væri að stefna að slíkum degi á haustdögum 2015. Bókun fundar Hugmynd um að endurvekja dag félagasamtaka í sveitarfélaginu.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Mikilvægt að ræða við félögin og kanna hug þeirra til slíks verkefnis. Dagur félagasamtaka getur verið gott tækifæri fyrir félagasamtök að kynna starfsemi sína og sækja nýja félaga. Starf félagasamtaka er mikilvægt í hverju samfélagi og auðgar það. FMN telur að gott væri að stefna að slíkum degi á haustdögum 2015.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: BS, JHH, BBÁ, IRH, IG
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Fundagerðir lagðar fram og ræddar. Bókun fundar Fundargerðir Samtaka félagsmiðtöðva.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53 Fundargerðin lögð fram og rædd. Bókun fundar Fundargerðir Samtaka félagsmiðtöðva.

    Niðurstaða 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 53. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65

1502003F

Fundargerð 65. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu á 108. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • 3.1 1502030 Suðurnesjalína 2
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Lagt fram erindi skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar varðandi erindi frá Landsneti hf um lagningu Suðurnesjalínu frá spennivirki við Hamranes að sveitafélagamörkum Sveitarfélagsins Voga. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd. Bókun fundar Erindi skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar varðandi erindi frá Landsneti hf um lagningu Suðurnesjalínu frá spennivirki við Hamranes að sveitafélagamörkum Sveitarfélagsins Voga.

    Niðurstaða 65. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 65. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Voga

1306032

Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga þarf sveitarstjórn að ákveða í upphafi hvers kjörtímabils hvort þörf sé á að endurskoða siðareglur sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir að núgildandi siðareglur Sveitarfélagsins Voga skulu vera óbreyttar kjörtímabilið 2014-2018 og þarfnist ekki endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum, einn situr hjá.

5.Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

1203016

Í ljósi boðaðra hækkunar á gjaldskrá Strætó bs. sem taka á gildi 1. mars 2015 samþykkir bæjarstjórn að almennir farmiðar verði seldir íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu á sama verði og gilti fyrir hækkun. Samþykkt að fest verði kaup á 1000 almennum farmiðum fyrir gildistöku gjaldskrárbreytingar og þeir seldir á innkaupsverði. Fyrirkomulagið gildi til og með 31. maí 2015 eða eins og birgðir endast.

Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.

Til máls tóku: IG, BBÁ, ÁE, JHH, IRH, BS, ORÞ.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?