Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

65. fundur 17. febrúar 2015 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Ármann Halldórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson settur skipulagsfulltrúi Voga
Dagskrá

1.Suðurnesjalína 2

1502030

Tölvupóstur dags. 09.02.2015 frá skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Óskað er umsagnar um lagningu Suðurnesjalinu 2.
Lagt fram erindi skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar varðandi erindi frá Landsneti hf um lagningu Suðurnesjalínu frá spennivirki við Hamranes að sveitafélagamörkum Sveitarfélagsins Voga. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.

2.Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2.

1405008

Frestun frá 64. fundi.
Lagt fram að nýju erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dags. 7. maí 2014, ásamt fylgiskjölum. Erindinu fylgir m.a. skýrsla, yfirlitskort, matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt viðaukum, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum, dags. 17.09.2009, leyfi Orkustofnunar, dags. 5. desember 2013, ásamt greinargerð, teikningar af möstrum og fl. Lögð fram að nýju bréf Lex lögmannstofu, dags. 26. maí sl. ásamt fylgiskjölum. Einnig eru lagðar fram umsagnir og athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Samgöngustofu dags. 16. júlí 2014, Landsneti dags. 17.júlí 2014, Vegagerðinni dags. 17.júlí 2014, Umhverfisstofnun dags. 24.júlí 2014, Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, dags. 3.ágúst 2014, Minjastofnun Íslands, dags. 1. ágúst 2014, Lex lögfræðistofu f.h. landeigenda í Vogum dags. 20.ágúst 2014 og Isavia ohf. dags. 5.september 2014. Við grenndarkynningu bárust athugasemdir frá eftirfarandi aðilum: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, dags. 4. janúar 2015, Lex lögmannsstofu f.h. eigenda jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru Vatnsleysu, Minni Vatnsleysu, hluta af Heiðarlandi Vogajarða og hluta af Stóra Knarrnesi, dags. 5 janúar 2015, Landverndar, dags. 5. janúar 2015, Eydísar Franzdóttur, ábúanda að Landakoti, dags. 4. janúar 2015. Lögð fram umsögn Landslaga um athugasemdir, dags. 17. febrúar 2014. Ívar Pálsson hrl. frá Landslögum kom inn á fundinn undir þessum lið.
Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að umsóknin sé í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og álit Skipulagsstofnunar frá 17. september 2009 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Nefndin telur álit Skipulagsstofnunar lýsa áhrifum framkvæmdarinnar nokkuð vel. Þá mun línan liggja samsíða línu sem fyrir er. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsögn Landslaga. Umsókn um framkvæmdaleyfi samþykkt samhljóða.
Skipulagsfulltrúa er falið að veita umsækjanda framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn og með þeim skilyrðum sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar frá 17. september 2009, þegar fyrir liggur áhættumat vegna Keflavíkurflugvallar enda samræmist leyfisveitingin niðurstöðu slíks mats. Niðurstaða áhættumats vegna Keflavíkurflugvallar skal kynnt nefndinni þegar það berst. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita samstarfs við nágrannasveitarfélögin um eftirlit með framkvæmdinni þegar framkvæmdir hefjast.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?