Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

53. fundur 12. febrúar 2015 kl. 19:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Erla Lúðvíksdóttir formaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi
  • Þorvaldur Örn Árnason varaformaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
  • Sylvía Hlíf Latham aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða við að bæta einu máli á dagskrá. Það er mál nr. 1502032 - Dagur félagasamtaka í Vogum. Samþykkti FMN einróma að bæta umræddu máli á dagskrá fundarins.

1.Öskudagur 2015

1502012

Frístunda- og menningarfulltrúi ræddi um árlega öskudagsskemmtun sem haldin verður í íþróttamiðstöð. Öskudagur er miðvikudaginn 18. febrúar og mun félagsmiðstöðin í samstarfi við foreldra og nemendur 10. bekkinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og ungmenni. Allur ágóði af öskudagsskemmtun rennur til árlegrar lokaferðar 10. bekkinga í vor.

2.Safnahelgi á suðurnesjum 2015

1502013

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 14. - 15. mars n.k. Um er að ræða sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Suðurnesjum og er það stutt af menningarráði Suðurnesja. Unnið er að mótun dagskrár í Vogum sem verður væntanlega unnin í samvinnu sveitarfélagsins við Norræna félagið í Vogum, Minja- og sögufélagið í Vogum auk lestrarfélagsins Baldurs og jafnvel fleiri aðila.
Sameiginleg dagskrá Safnahelgar verður vel kynnt bæði á Suðurnesjum og utan þeirra.

3.Aðsókn í Íþróttamiðstöð Sveitarfélagsins Voga.

1502014

Farið yfir aðsóknartölur fyrir árið 2014. Skoðaðar aðsóknartölur frá árunum 2012 og 2013 til samanburðar. FMN lýsir ánægju sinni með aukna aðsókn sem lesa má út úr tölunum.

4.Vinabæjarsamstarf við Fjaler.

1502015

Rætt um hugsanlegar leiðir til að efla og auðga vinabæjarsamstarf Voga og Fjaler sem hefur formlega verið komið á. Nefndin telur mikilvægt að samstarf fari í gang og leggur í því sambandi til að bæjarstjóri, frístunda- og menningarfulltrúi og formaður norræna félagsins í Vogum hittist og ræði hugsanlegar leiðir til samstarfs. Einnig er hægt að skoða fjölbreytta möguleika á styrkjum í verkefni tengd vinabæjarsamstarfi.

5.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

1412005

Erindi frá 183. fundi bæjarráðs lagt fram og rætt. Árið 2015 verður þess minnst að 100 ár eru síðan konur fengu kosningarétt. Rætt um hugsanlegar leiðir til að minnast þessara merku tímamóta.

6.Starfsemi í Álfagerði 2015

1502016

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfið í Álfagerði. Margir viðburðir eru framundan og stefnt er að vorferð vestur á firði í byrjun júní.

7.Starfsemi í félagsmiðstöð 2015

1502017

Farið yfir starfsemi félagsmiðstöðvar. Mikið hefur verið um að vera, s.s. söngkeppni í Grindavík og grunnskólahátíð Hafnarfjarðar. Samfestingur Samfés er framundan en það er stærsti árlegi viðburður félagsmiðstöðvanna á landsvísu.

8.Dagur félagasamtaka í Vogum

1502032

Rætt um að endurvekja dag félagasamtaka í sveitarfélaginu. Mikilvægt að ræða við félögin og kanna hug þeirra til slíks verkefnis. Dagur félagasamtaka getur verið gott tækifæri fyrir félagasamtök að kynna starfsemi sína og sækja nýja félaga. Starf félagasamtaka er mikilvægt í hverju samfélagi og auðgar það. FMN telur að gott væri að stefna að slíkum degi á haustdögum 2015.

9.Fundargerðir Samsuð 2014

1402003

Fundagerðir lagðar fram og ræddar.

10.Fundargerðir Samsuð 2015

1502011

Fundargerðin lögð fram og rædd.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?