Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

155. fundur 27. mars 2019 kl. 18:00 - 19:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Einar Kristjánsson ritari
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði forseti til breytingu á dagskrárröð fundarins, þannig að 1. mál á dagskrá verði umfjöllun um ársreikning 2018. Samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 272

1903001F

Fundargerð 272. fundar bæjarráðs er lögð fram á 155. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé takið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 273

1903005F

Fundargerð 273. fundar bæjarráðs er lögð fram á 155. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 1

1903003F

Fundargerð 1. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 155. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 1 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Friðrik V. Árnason er kosinn samhljóða.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 1 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Erindinu er hafnað. Skv. aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir frekari þéttingu byggðar á svæði ÍB-1, sem lóðin er á og þarf því að breyta aðalskipulagi til að það sé mögulegt. Ef það yrði gert er eðlilegt að gert yrði hverfisskipulag fyrir svæðið sem lóðin yrði hluti af.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 1 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Lagt er til að brautir 1 og 2 verði felldar út og 7 brauta völlur verði grenndarkynntur. Ný tillaga verði grenndarkynnt fyrir íbúum innan reits sem afmarkast af Hafnargötu, Egilsgötu og Mýrargötu ásamt Austurgötu og Kvenfélaginu Fjólu.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 1 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 1 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 1 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 78

1903002F

Fundargerð 78. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 155. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Menningarfulltrúi fór yfir framkvæmd Safnahelgar. FMN fagnar góðri framkvæmd og vel heppnaðri helgi. Ánægja með hversu margir mættu á viðburði.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Menningarfulltrúi kynnir hugmynd að ferðamannabæklingi í þríbroti. Umræður um hvernig bæklingurinn gæti litið út og hvað yrði í honum. Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur menningarfulltrúa að halda áfram með málið og leggja fram ítarlegri hugmyndir á næsta fundi.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Meningarfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi samstarfssamninga við félagasamtök og lagði fram undirritaðan samning við Lionsklúbbinn Keili.
  Nefndin lýsir ánægju sinni með gerð samstarfssamninga við félagasamtök í sveitarfélaginu.
 • 4.2 1903025 Sumarstörf 2019
  Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðu mála varðandi sumarstörf 2019. Sumarstörf hafa verið auglýst. Auglýsing um vinnuskóla fer í loftið á næstu vikum.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir verkefnið Barnvænt sveitarfélag. Nefndin tekur vel í hugmyndirnar og finnst þetta mikilvægt og áhugavert verkefni. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kynna það fyrir öllum nefndum sveitarfélagsins til ítarlegri umfjöllunar.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Farið yfir tilnefningar til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga árið 2019. Ákveðið að veita einum einstaklingi og einu félagi menningarverðlaun. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk.
  Nefndin hvetur listafólk í sveitarfélaginu til að setja sig í samband við menningarfulltrúa ef það hefur áhuga á að taka þátt í athöfninni.

5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 82

1903004F

Fundargerð 82. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 155. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur að mótun fræðslustefnu Sveitarfélagsins Voga sem leysir af hólmi eldri fræðslustefnu sveitarfélagsins frá árinu 2008. Jafnframt er lagt til að haft verði samráð um mótun stefnunnar við Suðurnesjabæ, enda liggur fyrir ákvörðun um að Sveitarfélagið Vogar verði aðili að sameiginlegri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar og Voga. Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til frekari umfjöllunar hjá bæjarráði sem verði falið að setja á stofn starfshóp um málið.

  Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: ÁL, JHH, BBA
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Leikskólastjóri gerði grein fyrir drögum að skóladagatali leikskólans skólaárið 2019 - 2020.

  Fræðslunefd samþykkir leikskóladagatalið.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Leikskólastjóri kynnti ársskýrslu leikskólans fyrir árið 2018.

  Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að reglur um endurmenntun starfsfólk verði uppfærðar, með það að markmiði að það starfsfólk leikskólans sem sækir sér endurmenntun til réttinda fái greidd laun þrátt fyrir fjarveru við s.k. staðlotur.
  Bókun fundar Til máls tóku BS, ÁL, JHH, BBA
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Leikskólastjóri gerði grein fyrir skólanámsskrá leikskólans árið 2019.
  Fræðslunefnd samþykkir skólanámsskrána fyrir sitt leyti.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Í lok fundar fengu nefndarmenn almenna kynningu á starfsemi leikskólans, undir leiðsögn leikskólastjóra. Í ljósi umræðu undanfarinna vikna varðand myglu og rakaskemmda í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þá olli það öllum meðlimum fræðslunefndar áhyggjum að sjá hversu mikið lekvandamál er á leikskólanum og loðnir blettir í lofti. Óttumst við um velferð starfsfólks og barna í þessum aðstæðum. Töluðu skólastjórnendur að það væri mjög hátt veikindahlutfall meðal starfsmanna sem mögulega má rekja til þessa. Það er okkar tillaga að það verði gerð úttekt hvort um myglu er að ræða og ráðist verði í viðhald á þaki hússins sem allra fyrst. Bókun fundar Til máls tóku: BS, ÁE, ÁL, JHH, BBA

6.Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2018

1902008

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga og stofnana hans fyrir árið 2018 - fyrri umræða.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga og stofnana hans er lagður fram til fyrri umræðu. Auk ársreiknings fylgir með fundargögnum sundurliðunarbók ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG til bæjarstjórnar.

Lilja Dögg Karlsdóttir löggiltur endurskoðandi KPMG er gestur fundarins undir þessum lið. Á fundinum fór Lilja Dögg yfir ársreikninginn, ásamt því að gera grein fyrir helstu niðurstöðum endurskoðunarskýrlslunnar.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Ársreikningurinn lagður fram til fyrri umræðu. Síðari umræða verður á fundi bæjarstjórnar þ. 24. apríl 2019.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

7.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

Kosning fjögurra varamanna (fulltrúa E-lista) í Skipulagsnefnd.
Vegna mistaka í ritun fundargerðar á 154. fundi eru varafulltrúar E-listans í Skipulagsnefnd tilnefndir að nýju, sem hér segir:

1. Guðmundur Kristinn Sveinsson
2. Sindri Jens Freysson
3. Bergur Brynjar Álfþórsson
4. Birgir Örn Ólafsson

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: JHH

8.Ákvörðun um lántöku 2019

1903047

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2019 er heimild til lántöku vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 100.000.000. Tillaga um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar byggingar þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ásgeiri Eiríkssyni, kt. 080355-2119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ÁE, BS

9.Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga

1303038

Tillaga að samþykkt um breytingu samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga. Fyrri umræða.
Lögð fram tillaga að samþykkt um endurskoðun samþykkta Sveitarfélagsins Voga. Um er að ræða nokkrar breytingar, m.a. vegna framsal ráðningarvalds. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar sem einstaka breytingar samþykktanna eru tíundaðar.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
1. Í 8.gr. samþykktarinnar verði fundarstaður framvegis skilgreindur sem "bæjarskrifstofur" í stað Álfagerðis.
2. í h. kafla komi ákvæði varðandi ræðutíma, en í núgildandi samþykkt var einungis að finna texta úr leiðbeiningum ráðuneytis um með hvaða hætti orða megi greininga.
3. Í 37. gr. samþykktanna, sem fjallar um afgreiðslu á fundargerðum, verði Skipulagsnefnd og Umhverfisnefnd aðgreind, til samræmis við nýgerðar breytingar á samþykktum um uppskiptingu Umhverfis- og Skipulagsnefndar í Umhverfisnefnd og Skipulagsnefnd.
4. Í 47. gr. (B-kafla) verði bætt við þremur nefndum sem sveitarfélagið á aðild að, þ.e. stjórn Heklunnar (Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja), Reykjanes jarðvangs og Öldungaráðs.
5. Allar greinar frá og með 50. gr. núgildandi samþykktar færast upp um eitt númer, þar sem 49. gr. er ekki til staðar í samþykktunum.
6. Í 49. gr. (Hlutverk framkvæmdastjóra) er gerð sú breyting að bæjarritari er tilgreindur sem staðgengill bæjarstjóra, í stað skrifstofustjóra.
7. Í 51. gr. (Um ráðningu annarra starfsmanna) verði kveðið á um að forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins ráði starfsmenn sinna stofnana, fastráðna og lausráðna, og veita þeim jafnframt lausn frá störfum.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Lagt fram til fyrri umræðu. Síðari umræða um tillöguna verður á næsta fundi bæjarstjórnar, þ. 24. apríl 2019.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu.

Til máls tóku: ÁE, JHH

Fundi slitið - kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?