Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 19. mars 2019 kl. 17:30 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Kosning varaformanns skipulagsnefndar

1903034

Tillaga er um að Friðrik V. Árnason verði varaformaður.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Friðrik V. Árnason er kosinn samhljóða.

2.Vogagerði 24 Fyrirspurn um byggingarmál.

1902068

Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Svarthömrum ehf. skv. tölvupósti dags. 13.02.2013 um skipulag lóðarinnar og að fjarlægja núverandi hús.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Erindinu er hafnað. Skv. aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir frekari þéttingu byggðar á svæði ÍB-1, sem lóðin er á og þarf því að breyta aðalskipulagi til að það sé mögulegt. Ef það yrði gert er eðlilegt að gert yrði hverfisskipulag fyrir svæðið sem lóðin yrði hluti af.

3.Frisbee völlur í Aragerði

1811009

Endurskoðuð tillaga um frisbee völl í Aragerði, sem óskað er eftir að grenndarkynna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt er til að brautir 1 og 2 verði felldar út og 7 brauta völlur verði grenndarkynntur. Ný tillaga verði grenndarkynnt fyrir íbúum innan reits sem afmarkast af Hafnargötu, Egilsgötu og Mýrargötu ásamt Austurgötu og Kvenfélaginu Fjólu.

4.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

1810030

Á 154. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið við Breiðagerðisvík.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

5.Kæra nr. 19_2019 vegna deiliskipulags Grænuborgarsvæðis

1903020

Tilkynning frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, skv. tölvupósti dags. 07.03.2019 um stjórnsýslukæru, þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Voga frá 11. desember 2018 um nýtt deiliskipulag Grænuborgarhverfis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

6.Tillaga að landsskipulagsstefnu, framhaldsmál úr 1011026

1412034

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. mars 2019, kynntur er samráðsvettvangur um landskipulagsstefnu og óskað skráningar tengiliða á samráðsvettvanginn.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?