Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

273. fundur 20. mars 2019 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds

1903033

Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins dags. 14.3.2019, þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á áliti umboðsmanns Alþingis um heimild sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 18.03.19.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Málinu vísað til frekari umfjöllunar hjá bæjarstjórn.

2.Rafmagnsleysi í Vogum

1902060

Svar HS Veitna vegna tíðs rafmagnsleysis undanfarið
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Ályktun um tekjutap - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

1903042

Erindi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga - ályktun um tekjutap vegna frystinga framlaga ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur heils hugar undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar þann 15. mars 2019.

Samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambandsins munu framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Sveitarfélagsins Voga skerðast um 27,2 m.kr. næstu tvö ár, að óbreyttu. Verði af skerðingu af þessari stærðargráðu er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs, en til samanburðar má geta þess að áætlaður rekstrarafgangur á árinu 2019 er um 24 m.kr.

4.Útlendingastofnun, athugun á samningsvilja

1903032

Erindi Útlendingastofnunar dags. 13.3.2019, forathugun á vilja bæjarráðs til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Áshildur Linnet víkur undir afgreiðslu þessa máls.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð sér sér ekki fært að taka þátt í þessu verkefni að svo stöddu.

5.Kæra nr. 19_2019 vegna deiliskipulags Grænuborgarsvæðis

1903020

Erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7.3.2019, þar sem tilkynnt er um kæru þeirrar ákvörðunar bæjarstjórnar Voga frá 11. desember 2018 um nýtt deiliskipulag Grænuborgarhverfis.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lögmanni sveitarfélagsins hefur verið falið að bregðast við kærunni.

6.Umsóknir um stofnframlög 2019

1903041

Íbúðalánasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög 2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

7.Framkvæmdir 2019

1902059

Minnisblað bæjarstjóra dags. 18.3.2019 v/ eftirfarandi:
Niðurstaða opnunar útboða í þrjú verk.
Lagning ljósleiðara á Vatnsleysuströnd
Gerð göngu- og hjólreiðastígs milli Voga og Brunnastaðahverfis
Bygging þjónustumiðstöðvar
Framkvæmdir við endurbætur fráveitu sveitarfélagsins
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda dagsett 18.03.19.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboða þeirra í þau þrjú verk sem tilboð voru opnuð í þann 15.03 sl.

8.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019

1903007

Rekstraryfirlit (málaflokkar, deildir) fyrir janúar og febrúar 2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Til umsagnar 86. mál frá nefndasviði Alþingis, þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

1903018

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Til umsagnar 647. mál frá nefndasviði Alþingis.

1903040

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Til umsagnar 639. mál frá nefndasviði Alþingis.

1903030

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Til umsagnar 90. mál frá nefndasviði Alþingis.

1903029

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2019

1902024

Fundargerð 50. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs
Fundargerð lögð fram:
Lagt fram.

14.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2019.

1902063

Fundargerð 71. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Fundargerð lögð fram:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?