Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

121. fundur 27. apríl 2016 kl. 18:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
 • Davíð Harðarson 1. varamaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti bauð Davíð Harðarson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða og lagt til að við dagskrá fundarins bætist 6. mál: 1602069 - Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2016.
Samþykkt samhljóða.

Áður en gengið er til dagskrár færir bæjarstjórn keppnisliði Stóru-Vogaskóla í Skólahreysti innilegar hamingjuóskir með góðan árangur í keppni ársins, en liðið var í fyrsta skipti í úrslitum og náði þriðja sæti.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210

1604001F

Fundargerð 210. fundar bæjarráðs er lögð fram á 121. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók: IG
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Ályktun Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016.

  Lagt fram.
  Bókun fundar Ályktun Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Vikuyfirlit bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 12 og 13.

  Lagt fram.
  Bókun fundar Vikuyfirlit bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 12 og 13.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni, ásamt viðaukasamning fyrir árið 2016.

  Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bæjarráð fagnar niðurstöðunni og væntir góðs samstarfs við Björgunarsveitina Skyggni.
  Bókun fundar Drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni, ásamt viðaukasamning fyrir árið 2016.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bæjarráð fagnar niðurstöðunni og væntir góðs samstarfs við Björgunarsveitina Skyggni.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: BS, BBÁ, JHH.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Tillaga D-listans um að leitað verði samstarfs við ASÍ og aðilarfélög þess um uppbyggingu leiguhúsnæðis, dags. 31.03.2016. Með erindinu fylgir forsetabréf ASÍ um málið ásamt útskrift af frétt um mál þessu tengt.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um þá möguleika sem felast í samstarfi við ASÍ um málefnið.
  Bókun fundar Tillaga D-listans um að leitað verði samstarfs við ASÍ og aðilarfélög þess um uppbyggingu leiguhúsnæðis, dags. 31.03.2016. Með erindinu fylgir forsetabréf ASÍ um málið ásamt útskrift af frétt um mál þessu tengt.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um þá möguleika sem felast í samstarfi við ASÍ um málefnið.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tók: BS, JHH, BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Mánaðarleg rekstraryfirlit (málaflokkar og deildir) fyrir janúar - febrúar 2016, ásamt samanburði við áætlun.

  Lagt fram.
  Bókun fundar Mánaðarleg rekstraryfirlit (málaflokkar og deildir) fyrir janúar - febrúar 2016, ásamt samanburði við áætlun.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Minnisblað lögmanns sveitarfélagsins dags. 21.03.2016, um valkosti vegna eignarhluta sveitarfélagsins í óskiptu heiðarlandi Vogajarða.

  Bæjarráð leggur til við sameigendur landsins að deiliskipulögðu iðnaðaðarsvæðis við Vogabraut verði skipt upp meðal eigenda í samræmi við eignarhlutföll. Bæjarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins falin áframhaldandi útfærsla málsins.
  Bókun fundar Minnisblað lögmanns sveitarfélagsins dags. 21.03.2016, um valkosti vegna eignarhluta sveitarfélagsins í óskiptu heiðarlandi Vogajarða.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð leggur til við sameigendur landsins að deiliskipulögðu iðnaðaðarsvæðis við Vogabraut verði skipt upp meðal eigenda í samræmi við eignarhlutföll. Bæjarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins falin áframhaldandi útfærsla málsins.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.

  Lagt fram.
  Bókun fundar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Fundargerð Vetrarfundar SSS 2016.

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Fundargerð 21. fundar Reykjanes Geopark.

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 210 Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16.03.2016.

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Niðurstaða 210. fundar bæjarráðs:Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 210. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211

1604003F

Fundargerð 211. fundar bæjarráðs er lögð fram á 121. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók: IG
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Vikuyfirlit bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 14 og 15.

  Lagt fram.
  Bókun fundar Vikuyfirlit bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 14 og 15.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Uppgjör 1. ársfjórðungs 2016 (málaflokkayfirlit, deildayfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðsstreymi).
  Rekstur fyrsta ársfjórðungs er í ágætu samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

  Lagt fram.
  Bókun fundar Uppgjör 1. ársfjórðungs 2016 (málaflokkayfirlit, deildayfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðsstreymi).
  Rekstur fyrsta ársfjórðungs er í ágætu samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tók: BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur gefið út starfsleyfi Vatnsveitu Voga. Handbók um innra eftirlit veitunnar er tilbúin og er lögð fram til staðfestingar hjá bæjarráði.

  Starfsleyfið lagt fram. Bæjarráð samþykkir handbók veitunnar.
  Bókun fundar Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur gefið út starfsleyfi Vatnsveitu Voga. Handbók um innra eftirlit veitunnar er tilbúin og er lögð fram til staðfestingar hjá bæjarráði.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Starfsleyfið lagt fram. Bæjarráð samþykkir handbók veitunnar.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Drög að samkomulagi um lóðaúthlutun Heiðarholts 5 til Ísaga ehf, sem hyggst reisa súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni. Jafnframt liggur fyrir viljayfirlýsing Ísaga ehf. þess efnis að starfsemi félagsins muni á næstu árum flytjast í sveitarfélagið.

  Viljayfirlýsingin lögð fram. Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Drög að samkomulagi um lóðaúthlutun Heiðarholts 5 til Ísaga ehf, sem hyggst reisa súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni. Jafnframt liggur fyrir viljayfirlýsing Ísaga ehf. þess efnis að starfsemi félagsins muni á næstu árum flytjast í sveitarfélagið.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Viljayfirlýsingin lögð fram. Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tók: BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Kostnaðaráætlun vegna utanhússklæðningar á Stóru-Vogaskóla liggur fyrir. Einnig tilboð um færanlega kennslustofu, sem og kostnaðaráætlun við að flytja færanlega kennslustofu frá leikskóla að grunnskóla.

  Gögnin lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins ásamt því að afla frekari upplýsinga um valkosti þá sem eru í stöðunni.
  Bókun fundar Kostnaðaráætlun vegna utanhússklæðningar á Stóru-Vogaskóla liggur fyrir. Einnig tilboð um færanlega kennslustofu, sem og kostnaðaráætlun við að flytja færanlega kennslustofu frá leikskóla að grunnskóla.


  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Gögnin lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins ásamt því að afla frekari upplýsinga um valkosti þá sem eru í stöðunni.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • 2.6 1604019 Aksturserindi GVS
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Erindi Golfklúbbs Vatnsleysustrandar dags. 05.04.2016, sem óskar eftir skoðun á þeim möguleika að taka upp strætósamgöngur á milli Voga og Kálfatjarnarvallar í sumar.

  Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
  Bókun fundar Erindi Golfklúbbs Vatnsleysustrandar dags. 05.04.2016, sem óskar eftir skoðun á þeim möguleika að taka upp strætósamgöngur á milli Voga og Kálfatjarnarvallar í sumar.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • 2.7 1604020 Framkvæmdir 2016
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Breyttar forsendur framkvæmda 2016, m.a. vegna þess að ekki þarf að ráðast í gatnagerð á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut, eins og upphaflega var ráðgert.

  Drög að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun lögð fram. Einnig lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Iðndal og við húsnæði bæjarskrifstofu. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 18.04.2016.

  Málið kynnt. Ákvörðun frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Breyttar forsendur framkvæmda 2016, m.a. vegna þess að ekki þarf að ráðast í gatnagerð á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut, eins og upphaflega var ráðgert. Drög að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun lögð fram. Einnig lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Iðndal og við húsnæði bæjarskrifstofu. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 18.04.2016.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Málið kynnt. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31.03.2016. Kynntar eru hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Óskað er eftir að sveitarstjórnir ræði þau álitamál sem rakin eru í bréfinu.

  Lagt fram.
  Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31.03.2016. Kynntar eru hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Óskað er eftir að sveitarstjórnir ræði þau álitamál sem rakin eru í bréfinu.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Gestur fundarins er Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, sem fer yfir starfsmannamál Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga.

  Málið kynnt.
  Bókun fundar Gestur fundarins er Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, sem fer yfir starfsmannamál Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Málið kynnt.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 19.02.2016.

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 19.02.2016.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags. 04.04.2016.

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags. 04.04.2016.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 211 Fundargerð 9. fundar stjórnar BS, ásamt ársreikningi BS fyrir árið 2015.

  Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð staðfestir ársreikninginn fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Fundargerð 9. fundar stjórnar BS, ásamt ársreikningi BS fyrir árið 2015.

  Niðurstaða 211. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð staðfestir ársreikninginn fyrir sitt leyti.

  Afgreiðsla þessa fundar:Afgreiðsla 211. fundar bæjarráðs er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 79

1604002F

Fundargerð 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 121. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók: IG
 • 3.1 1508006 Umhverfismál
  Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Á fundinn undir dagskrárliðnum er mættur Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna sveitarfélagsins sem gerði grein fyrir verkefnum sumarsins, umhirðu svæða, vinnuskóla og umhverfisviku sem verður 23. - 30. maí. Kom fram hjá honum að gróður utan lóðarmarka hefur ekki verið vandamál m.t.t. umferðaröryggis en huga þarf að nokkrum stöðum vegna gangandi vegfarenda. Ræddar leiðir um úrbætur á umhirðu og frágangi lóða og lausamuna.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Nefndin samþykkir að ítrekuð verði áskorun um úrbætur um umhirðu og frágang lóða og lausamuna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lagðar verði á dagsektir verði ekki brugðist við ítrekunarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf þess efnis til viðkomandi aðila eftir því sem við á.
  Bókun fundar Á fundinn undir dagskrárliðnum er mættur Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna sveitarfélagsins sem gerði grein fyrir verkefnum sumarsins, umhirðu svæða, vinnuskóla og umhverfisviku sem verður 23. - 30. maí. Kom fram hjá honum að gróður utan lóðarmarka hefur ekki verið vandamál m.t.t. umferðaröryggis en huga þarf að nokkrum stöðum vegna gangandi vegfarenda. Ræddar leiðir um úrbætur á umhirðu og frágangi lóða og lausamuna.

  Niðurstaða 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Nefndin samþykkir að ítrekuð verði áskorun um úrbætur um umhirðu og frágang lóða og lausamuna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lagðar verði á dagsektir verði ekki brugðist við ítrekunarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf þess efnis til viðkomandi aðila eftir því sem við á.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Hvassaharun 20. Fyrirspurn frá Þórði Benedikssyni dags. 06.04.2016 og fyrirspurnarteikningu Arnar Baldurssonar dags. 05.04.2016 um viðbyggingu við sumarhús. Frávik frá deiliskipulagsskilmálum er vegna hæðar húss, eða sem nemur 102 cm og 50 cm frá núverandi húsi.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Nefndin telur frávik þess eðlis að það krefjist breytingar á deiliskipulagi og málsmeðferðar í samræmi við það. Breyting á deiliskipulagi er á hendi eiganda lóða á skipulagssvæðinu, Ás Styrktarfélags.
  Bókun fundar Hvassaharun 20. Fyrirspurn frá Þórði Benedikssyni dags. 06.04.2016 og fyrirspurnarteikningu Arnar Baldurssonar dags. 05.04.2016 um viðbyggingu við sumarhús. Frávik frá deiliskipulagsskilmálum er vegna hæðar húss, eða sem nemur 102 cm og 50 cm frá núverandi húsi.

  Niðurstaða 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Nefndin telur frávik þess eðlis að það krefjist breytingar á deiliskipulagi og málsmeðferðar í samræmi við það. Breyting á deiliskipulagi er á hendi eiganda lóða á skipulagssvæðinu, Ás Styrktarfélags.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Stapavegur 7. Fyrirspurn frá Guðmundi F. Jónassyni, dags. 05.04.2016 þar sem óskað er stækkunar lóðar. Um er að ræða stækkun til suðurs sem nær yfir hluta lóðar Iðndals 5 og 5a.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Stækkunin krefst breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin leggur til að fyrirspyrjandi kanni hug eigenda aðliggjandi lóðar að breytingu að deiliskipulagi áður en lengra er haldið.
  Bókun fundar Stapavegur 7. Fyrirspurn frá Guðmundi F. Jónassyni, dags. 05.04.2016 þar sem óskað er stækkunar lóðar. Um er að ræða stækkun til suðurs sem nær yfir hluta lóðar Iðndals 5 og 5a.

  Niðurstaða 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Stækkunin krefst breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin leggur til að fyrirspyrjandi kanni hug eigenda aðliggjandi lóðar að breytingu að deiliskipulagi áður en lengra er haldið.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 79 Bréf Vegagerðarinnar dags. 23.03.2016 ásamt uppdráttum þar sem kynnt eru áform um framkvæmdir við sjóvarnir . Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum, við Breiðagerðisvík, um 200 m sjóvörn og norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Fyrirhugaðar sjóvarnir samræmast aðalskipulagi. Ekki er í gildi deiliskipulag við Breiðagerðisvík, sjóvarnir norðan Marargötu samræmast deiliskipulagi svæðisins. Málsmeðferð framkvæmdaleyfis verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
  Bókun fundar Bréf Vegagerðarinnar dags. 23.03.2016 ásamt uppdráttum þar sem kynnt eru áform um framkvæmdir við sjóvarnir . Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum, við Breiðagerðisvík, um 200 m sjóvörn og norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.

  Niðurstaða 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Fyrirhugaðar sjóvarnir samræmast aðalskipulagi. Ekki er í gildi deiliskipulag við Breiðagerðisvík, sjóvarnir norðan Marargötu samræmast deiliskipulagi svæðisins. Málsmeðferð framkvæmdaleyfis verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 79. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60

1604004F

Fundargerð 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 121. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók: IG
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60 Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, Helga Ragnarsdóttir og Hilmar Sveinbjörnsson komu og ræddu við FMN um Reykjanes jarðvang. Ásgeir kynnti helstu upplýsingar um jarðvanginn og stöðu mála þar. Fram kom m.a. að jarðvangurinn er skráður á heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 2015 og aðaláhersla jarðvangsins er ferðaþjónustutengd. Náið samstarf er milli jarðvangsins og markaðsstofu Reykjaness. Nokkrar framkvæmdir eru fyrirhugaðar innan jarðvangsins og fór Ásgeir yfir þær helstu. Í framhaldinu spunnust umræður m.a. um gildi jarðvangsins og ávinning hans fyrir svæðið. Fjölmargar mögulegar leiðir voru ræddar til þróunar og stefnumörkunar ferðaþjónustu í Vogum.
  Ásgeir, Helga og Hilmar yfirgáfu fundinn.

  Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
  Nefndin leggur til að sveitarfélagið marki sér stefnu í ferðamálum og samhæfi þannig krafta. Mikilvægt er að sem flestir komi að slíkri stefnumörkun og að bæjaryfirvöld sýni frumkvæði þar að lútandi.
  Bókun fundar Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, Helga Ragnarsdóttir og Hilmar Sveinbjörnsson komu og ræddu við FMN um Reykjanes jarðvang. Ásgeir kynnti helstu upplýsingar um jarðvanginn og stöðu mála þar. Fram kom m.a. að jarðvangurinn er skráður á heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 2015 og aðaláhersla jarðvangsins er ferðaþjónustutengd. Náið samstarf er milli jarðvangsins og markaðsstofu Reykjaness. Nokkrar framkvæmdir eru fyrirhugaðar innan jarðvangsins og fór Ásgeir yfir þær helstu. Í framhaldinu spunnust umræður m.a. um gildi jarðvangsins og ávinning hans fyrir svæðið. Fjölmargar mögulegar leiðir voru ræddar til þróunar og stefnumörkunar ferðaþjónustu í Vogum.
  Ásgeir, Helga og Hilmar yfirgáfu fundinn.

  Niðurstaða 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
  Nefndin leggur til að sveitarfélagið marki sér stefnu í ferðamálum og samhæfi þannig krafta. Mikilvægt er að sem flestir komi að slíkri stefnumörkun og að bæjaryfirvöld sýni frumkvæði þar að lútandi.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa 1. máli fundargerðarinnar, stefnumótun í ferðaþjónustu, til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
  Afgreiðsla 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar að öðru leyti er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tók: BS
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60 Rætt var um fund með félagasamtökum sem haldinn var í Álfagerði þriðjudaginn 5. apríl s.l. Vel var mætt á fundinn og var almenn ánægja með það sem þar fór fram. Nefndin ræddi aðgerðir sem færar eru til að fjölga sjálfboðaliðum og efla þannig félagsstarfið í Vogum.

  Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
  Ákveðið að FMN standi fyrir degi félagasamtaka árlega að hausti þar sem félögin geta kynnt vetrarstarfið og þannig fengið nýliðun til eflingar. Einnig að FMN standi fyrir fundi með félagasamtökum á vorönn til fræðslu, samráðs og umræðna. Nefndin telur jafnframt mikilvægt að viðburðir félagasamtaka séu vel kynntir, t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Rætt var um fund með félagasamtökum sem haldinn var í Álfagerði þriðjudaginn 5. apríl s.l. Vel var mætt á fundinn og var almenn ánægja með það sem þar fór fram. Nefndin ræddi aðgerðir sem færar eru til að fjölga sjálfboðaliðum og efla þannig félagsstarfið í Vogum.

  Niðurstaða 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
  Ákveðið að FMN standi fyrir degi félagasamtaka árlega að hausti þar sem félögin geta kynnt vetrarstarfið og þannig fengið nýliðun til eflingar. Einnig að FMN standi fyrir fundi með félagasamtökum á vorönn til fræðslu, samráðs og umræðna. Nefndin telur jafnframt mikilvægt að viðburðir félagasamtaka séu vel kynntir, t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: BBÁ, IG, JHH, IRH.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60 Formaður fór yfir menningarstefnu sveitarfélagsins en nokkrar góðar ábendingar hafa borist til nefndarinnar bæði frá stofnunum sveitarfélagsins og á fundi með félagasamtökum sem haldinn var 5. apríl s.l.

  Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
  Menningarstefnan lögð fram og rædd.
  Bókun fundar Formaður fór yfir menningarstefnu sveitarfélagsins en nokkrar góðar ábendingar hafa borist til nefndarinnar bæði frá stofnunum sveitarfélagsins og á fundi með félagasamtökum sem haldinn var 5. apríl s.l.

  Niðurstaða 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
  Menningarstefnan lögð fram og rædd.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tók: BS
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60 Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi sumarstörf í Vogum. Búið er að auglýsa sumarstörf og ráðningar eru á lokastigi. Umsóknir unglinga í vinnuskóla eru farnar að berast og unnið er að bæklingi um sumarstarf í Vogum. Stefnt er að útgáfu hans um mánaðamótin. Útlit er fyrir að námskeiðahald verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.

  Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
  Málið kynnt og rætt.
  Bókun fundar Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi sumarstörf í Vogum. Búið er að auglýsa sumarstörf og ráðningar eru á lokastigi. Umsóknir unglinga í vinnuskóla eru farnar að berast og unnið er að bæklingi um sumarstarf í Vogum. Stefnt er að útgáfu hans um mánaðamótin. Útlit er fyrir að námskeiðahald verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.

  Niðurstaða 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
  Málið kynnt og rætt.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60 Málinu er frestað. Bókun fundar Niðurstaða 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
  Málinu er frestað.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60 Fundargerð frá 4. apríl lögð fram. Bókun fundar Fundargerð frá 4. apríl.

  Niðurstaða 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 60. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 121. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5.Ársreikningur 2015

1602002

Síðari umræða og staðfesting bæjarstjórnar
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2015 er lagður fram til síðari umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Sigrún Guðmundsdóttir og Barði Ingvaldsson, löggiltir endurskoðendur hjá BDO Endurskoðun ehf. mættu á fundinn. Sigrún gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreikningsins ásamt því að fara yfir helstu áhersluatriði endurskoðunarinnar.

Bókun bæjarstjórnar:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2015 er lagður fram til samþykktar í bæjarstjórn. Rekstur sveitarfélagsins varð talsvert betri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, einkum vegna hærri útsvarstekna. Rekstrargjöld eru í ágætu jafnvægi við upphaflega áætlun þegar á heildina er litið. Í efnahagsreikningi kemur fram traust eiginfjárstaða og vel viðráðanlegt skuldahlutfall. Samkvæmt sjóðsstreymi er lausafjárstaðan góð í árslok, en framkvæmdir ársins voru alfarið fjármagnaðar með handbæru fé. Sveitarfélagið uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í fjármálareglum sveitarstjórnarlaganna, bæði hvað varðar jöfnuð í rekstri og skuldahlutfall, sem var 71,3% í lok ársins 2015.
Bókunin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bergur B. Álfþórsson leggur fram svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa E-listans: "Við fögnum góðri niðurstöðu í rekstri sveitarfélagsins árið 2015, ytri aðstæður hafa verið góðar, tekjur hafa aukist m.a. vegna hærri skatttekna en launakostnaður hækkar umtalsvert milli ára í kjölfar nýrra kjarasamninga á árinu 2015. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur staðið sig afar vel í að sýna aðhald og ráðdeild í rekstri og til marks um það breytast rekstrargjöld milli ára óverulega. Við færum starfsfólki sveitarfélagsins þakkir okkar fyrir þeirra framlag við að tryggja góðan rekstur Sveitarfélagsins Voga."

Ársreikningurinn er samþykktur samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BBÁ, JHH.

6.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2016.

1602069

Fundargerð stjórnar DS frá 11.04.2016.
Fyrir tekið 1. mál, Framtíð DS. Stjórn DS leggur til við aðildarsveitarfélögin að samstarfinu verði slitið. Jafnframt verði unnar tillögur að útfærslu á slitum og uppgjöri DS.

Forseti bæjarstjórnar leggur fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga tekur undir bókun stjórnar DS, og samþykkir fyrir sitt leyti að DS verði slitið. Bæjarstjórn leggur áherslu á að slitum félagsins verði lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 2. mál, Garðvangur:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga tekur undir bókun stjórnar DS og hvetur Sveitarfélagið Garð til að breyta núverandi skipulagi hvað varðar Garðbraut 85, Garðvang, fasteign og lóð, sem verði skráð til nýtingar til annarrar starfsemi en opinberrar þjónustu.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

Til máls tóku: IG, BBÁ, BS

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?