Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

211. fundur 20. apríl 2016 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundadagbók bæjarstjóra - vinnuskjöl
Vikuyfirlit bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 14 og 15.

Lagt fram.

2.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2016

1602051

Uppgjör 1. ársfjórðungs 2016
Uppgjör 1. ársfjórðungs 2016 (málaflokkayfirlit, deildayfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðsstreymi).
Rekstur fyrsta ársfjórðungs er í ágætu samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

Lagt fram.

3.Starfsleyfi Vatnsveitu Voga.

1511019

Samþykkt Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja á starfsleyfi vatnsveitunnar. Handbók um innra eftirlit veitunnar lögð fram til staðfestingar.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur gefið út starfsleyfi Vatnsveitu Voga. Handbók um innra eftirlit veitunnar er tilbúin og er lögð fram til staðfestingar hjá bæjarráði.

Starfsleyfið lagt fram. Bæjarráð samþykkir handbók veitunnar.

4.Lóð fyrir ÍSAGA ehf.

1204009

Drög að samkomulagi um lóðaúthlutun ásamt drögum að viljayfirlýsingu Ísaga ehf.
Drög að samkomulagi um lóðaúthlutun Heiðarholts 5 til Ísaga ehf, sem hyggst reisa súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni. Jafnframt liggur fyrir viljayfirlýsing Ísaga ehf. þess efnis að starfsemi félagsins muni á næstu árum flytjast í sveitarfélagið.

Viljayfirlýsingin lögð fram. Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

5.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Viðbótarkennslustofa - valkostir kynntir. Kostnaðaráætlun vegna utanhússklæðningar, vegna rakaskemmda.
Kostnaðaráætlun vegna utanhússklæðningar á Stóru-Vogaskóla liggur fyrir. Einnig tilboð um færanlega kennslustofu, sem og kostnaðaráætlun við að flytja færanlega kennslustofu frá leikskóla að grunnskóla.

Gögnin lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins ásamt því að afla frekari upplýsinga um valkosti þá sem eru í stöðunni.

6.Aksturserindi GVS

1604019

Erindi formanns GVS um akstur
Erindi Golfklúbbs Vatnsleysustrandar dags. 05.04.2016, sem óskar eftir skoðun á þeim möguleika að taka upp strætósamgöngur á milli Voga og Kálfatjarnarvallar í sumar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Framkvæmdir 2016

1604020

Breyttar forsendur framkvæmda 2016
Breyttar forsendur framkvæmda 2016, m.a. vegna þess að ekki þarf að ráðast í gatnagerð á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut, eins og upphaflega var ráðgert.

Drög að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun lögð fram. Einnig lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Iðndal og við húsnæði bæjarskrifstofu. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 18.04.2016.

Málið kynnt. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

1603005

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir afstöðu til málefna heilbrigðiseftirlita
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31.03.2016. Kynntar eru hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Óskað er eftir að sveitarstjórnir ræði þau álitamál sem rakin eru í bréfinu.

Lagt fram.

9.Starfsmannamál Félagsþjónustu

1108010

Gestur fundarins er Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, sem fer yfir aðdragana að uppsögn félagsmálastjóra. Sigrún mætir til fundarins kl. 07:30
Gestur fundarins er Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, sem fer yfir starfsmannamál Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga.

Málið kynnt.

10.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2016.

1601023

Fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Samtaka svf. á köldum svæðum 2016

1604009

Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 19.02.2016
Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 19.02.2016.

Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags. 04.04.2016.

Fundargerðin lögð fram.

13.Fundir Brunavarna Suðurnesja bs. 2016.

1601037

Fundargerð 9. fundar stjórnar BS, ásamt ársreikningi BS fyrir árið 2015
Fundargerð 9. fundar stjórnar BS, ásamt ársreikningi BS fyrir árið 2015.

Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð staðfestir ársreikninginn fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?