Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

210. fundur 06. apríl 2016 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ungt fólk og lýðræði 2016

1603021

Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2016.
Ályktun Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016.

Lagt fram.

2.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundadagbók bæjarstjóra
Vikuyfirlit bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 12 og 13.

Lagt fram.

3.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir

1404073

Drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni
Drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni, ásamt viðaukasamning fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð fagnar niðurstöðunni og væntir góðs samstarfs við Björgunarsveitina Skyggni.

4.Uppbygging leiguhúsnæðis í Sveitarfélaginu Vogum

1604001

Tillaga D-listans um að leitað verði samstarfs við ASÍ og aðildarfélög þess um uppbyggingu leiguhúsnæðis
Tillaga D-listans um að leitað verði samstarfs við ASÍ og aðilarfélög þess um uppbyggingu leiguhúsnæðis, dags. 31.03.2016. Með erindinu fylgir forsetabréf ASÍ um málið ásamt útskrift af frétt um mál þessu tengt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um þá möguleika sem felast í samstarfi við ASÍ um málefnið.

5.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2016

1602051

Rekstraryfirlit janúar og febrúar 2016
Mánaðarleg rekstraryfirlit (málaflokkar og deildir) fyrir janúar - febrúar 2016, ásamt samanburði við áætlun.

Lagt fram.

6.Óskipt heiðarland Vogajarða

1604002

Minnisblað lögmanns sveitarfélagsins um valkosti vegna eignarhluta sveitarfélagsins í óskiptu heiðarlandi Vogajarða
Minnisblað lögmanns sveitarfélagsins dags. 21.03.2016, um valkosti vegna eignarhluta sveitarfélagsins í óskiptu heiðarlandi Vogajarða.

Bæjarráð leggur til við sameigendur landsins að deiliskipulögðu iðnaðaðarsvæðis við Vogabraut verði skipt upp meðal eigenda í samræmi við eignarhlutföll. Bæjarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins falin áframhaldandi útfærsla málsins.

7.Frá nefndasviði Alþingis - 247. mál til umsagnar.

1603016

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.

Lagt fram.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

1603005

Fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerðir S.S.S. 2016

1601036

Fundargerð Vetrarfundar SSS 2016
Fundargerð Vetrarfundar SSS 2016.

Fundargerðin lögð fram.

10.Fundir Reykjanes Jarðvangs ses, 2016.

1601041

Fundargerð 21. fundar Reykjanes Geopark
Fundargerð 21. fundar Reykjanes Geopark.

Fundargerðin lögð fram.

11.Fundir Reykjanesfólkvangs 2016.

1603020

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16.03.2016
Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16.03.2016.

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?