Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

60. fundur 19. apríl 2016 kl. 19:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson aðalmaður
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
  • Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir varamaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Reykjanes jarðvangur

1604015

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, Helga Ragnarsdóttir og Hilmar Sveinbjörnsson komu og ræddu við FMN um Reykjanes jarðvang. Ásgeir kynnti helstu upplýsingar um jarðvanginn og stöðu mála þar. Fram kom m.a. að jarðvangurinn er skráður á heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 2015 og aðaláhersla jarðvangsins er ferðaþjónustutengd. Náið samstarf er milli jarðvangsins og markaðsstofu Reykjaness. Nokkrar framkvæmdir eru fyrirhugaðar innan jarðvangsins og fór Ásgeir yfir þær helstu. Í framhaldinu spunnust umræður m.a. um gildi jarðvangsins og ávinning hans fyrir svæðið. Fjölmargar mögulegar leiðir voru ræddar til þróunar og stefnumörkunar ferðaþjónustu í Vogum.
Ásgeir, Helga og Hilmar yfirgáfu fundinn.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
Nefndin leggur til að sveitarfélagið marki sér stefnu í ferðamálum og samhæfi þannig krafta. Mikilvægt er að sem flestir komi að slíkri stefnumörkun og að bæjaryfirvöld sýni frumkvæði þar að lútandi.

2.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum

1602057

Rætt var um fund með félagasamtökum sem haldinn var í Álfagerði þriðjudaginn 5. apríl s.l. Vel var mætt á fundinn og var almenn ánægja með það sem þar fór fram. Nefndin ræddi aðgerðir sem færar eru til að fjölga sjálfboðaliðum og efla þannig félagsstarfið í Vogum.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
Ákveðið að FMN standi fyrir degi félagasamtaka árlega að hausti þar sem félögin geta kynnt vetrarstarfið og þannig fengið nýliðun til eflingar. Einnig að FMN standi fyrir fundi með félagasamtökum á vorönn til fræðslu, samráðs og umræðna. Nefndin telur jafnframt mikilvægt að viðburðir félagasamtaka séu vel kynntir, t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Formaður fór yfir menningarstefnu sveitarfélagsins en nokkrar góðar ábendingar hafa borist til nefndarinnar bæði frá stofnunum sveitarfélagsins og á fundi með félagasamtökum sem haldinn var 5. apríl s.l.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
Menningarstefnan lögð fram og rædd.

4.Sumarstörf í Vogum 2016

1604017

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi sumarstörf í Vogum. Búið er að auglýsa sumarstörf og ráðningar eru á lokastigi. Umsóknir unglinga í vinnuskóla eru farnar að berast og unnið er að bæklingi um sumarstarf í Vogum. Stefnt er að útgáfu hans um mánaðamótin. Útlit er fyrir að námskeiðahald verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
Málið kynnt og rætt.

5.Ungmennalýðræði í Vogum

1604018

Málinu er frestað.

6.Fundargerðir Samsuð 2016

1602052

Fundargerð frá 4. apríl lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?