Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

192. fundur 27. apríl 2022 kl. 18:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Skrifstofa vogar
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352

2204003F

Samþykkt
Fundargerð 352. fundar bæjarráðs er lögð fram á 192. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BS, ÁL, ÁE, BBÁ.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindi dómsmálaráðherra til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21.3.2022 um endurskipulagningu sýslumannsembætta.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Bæjarstjóra falið að kynna erindið innan stjórnsýslunnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022, ásamt afriti af bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins ti Mennta- og barnamálaráðherra, varðandi gildistöku nýrra barnaverndarlaga. Í bókun stjórnar Sambandsins kemur fram að stjórnin lýsi yfir ánægju með að ráðherra hafi fallist á að fresta gildistöku ákæða í lögum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, en leggur jafnframt áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bókun stjórnar Sambandsins dags. 30.3.2022 lögð fram. Í bókuninni er átakinu fagnað og sveitarfélög hvött til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst.

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. mars 2022. Stjórn Sambandsins hefur sett viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 - 2026.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022. Í erindinu tilgreinir nefndin með hvaða hætti hún hyggst haga eftirliti sínu með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • 1.9 2202014 Framkvæmdir 2022
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Yfirlit um stöðu framkvæmda dags. 5.4.2022, lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 25. mars 2022, ásamt eftirlitsskýrslu fyrir Íþróttamiðstöðina í Vogum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Bæjarstjóra er falið að sjá til þess að gripið verði til viðeigandi ráðstafana og lagfæringa á mannvirkinu, í samræmi við þær ábendingar sem fram koma í eftirlitsskýrslunni.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fjárveiting Jöfnunarsjóðs til verkefnisins er kr. 6.028.308, og er ætlað til að mæta þeim útgjöldum sem sveitarfélagið þarf að stofna til vegna innleiðingar laganna.

    Viðaukinn er samþykktur.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Bæjarráð áréttar að engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð hússins. Málið er til úrvinnslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins sem og á vettvangi Skipulagsnefndar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir viðbót við gjaldskrá sveitarfélagsins, um að hljóðfæraleiga í Tónlistarskóla sveitarfélagsins verði kr. 6.000 á önn.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Félagsmálaráðuneytið sendi sveitarfélögum erindi dags. 9.3.2022, um málefni flóttafólks. Í erindinu er sagt frá undirbúningi og samstarfi allra aðila sem að verkefninu koma. Ráðuneytið leitar með erindinu eftir samstarfi sveitarfélaga um verkefnið.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Sveitarfélagið mun leggja málefninu lið eftir því sem aðstæður leyfa.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Erindi Steinars Smára Guðbergssonar, (ódags.), beiðni um að sveitarfélagið styrki Velferðanefnd Voga. Fram kemur í erindinu að Sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar, Kvenfélagið Fjóla og Lionsklúbburinn Keilir standi að velferðarnefndinni.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð er jákvætt í afstöðu sinni til erindisins. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.
  • 1.16 2203068 Styrkbeiðni
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Erindi Íslandsdeildar Transparency International, dags. 22.03.2022, beiðni um styrk til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Umsagnarbeiðnirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 352 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 353

2204006F

Samþykkt
Fundargerð 353. fundar bæjarráðs er lögð fram á 192. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

12. mál, 2203049, malbikun Keilisholts: Bæjarráð samþykkti að fresta ákvörðun til næsta bæjarstjórnarfundar.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir að fresta verkefninu um óákveðinn tíma. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír eru á móti.

Björn Sæbjörnsson bókar eftirfarandi: D listinn vill ganga að tilboði í malbikun á Keilisholti. Við tejum að ekkert verði sparað með því að fara ekki í einu gatnaframkvæmdirnar sem til stóð að fara í á þessu ári. Búið er að fresta því ítrekað að fara í þessa frmkfæmd og að hafna þessu tilboði sem reyndist vera rúm 92% kostnaðaráætlun finnst okkur ekki gott mál því það er mjög óásættanlegt að okkar mati.
Fulltrúi L-listans tekur undir bókunina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BS, ÁL, BBÁ.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 36

2203004F

Samþykkt
Fundargerð 36. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 192. fundi bæjarsjtórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

2. mál, Grænaborg 4, deiliskipulagsbreyting hjóla- og vagnageymsla. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyriliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði i samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, samhljóða með sjö atkvæðum.

3. mál, Grænaborg - breyting á aðalskipulagi.Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimildar frá Skipulagsstofnun til að auglýsa tillöguna. Fallist Skipulagsstofnun á það verði tillagan auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, samhljóða með sjö atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.



Til máls tóku: IG, JHH, BS.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 36 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar aðilum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kærlega fyrir góða og áhugaverða kynningu.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 36 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 36 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Áður hefur aðalskipulagstillaga sama efnis verið kynnt skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Óskað var eftir því að fá auglýsa aðalskipulagsbreytinguna en Skipulagsstofnun taldi tillögu aðalskipulagsbreytingauna ekki tilbúna til auglýsingar. Nú hefur verið komið á móts við athugasemdir er snúa að húsnæðisáætlun, ásamt því að stefnumörkun varðandi þéttingu byggðar á svæðinu hefur verið mörkuð í heildarendurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2020-2040 sem er í lokavinnslu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimildar frá Skipulagsstofnun til að auglýsa tillöguna. Fallist Skipulagsstofnun á það verði tillagan auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr skipulagsslaga nr. 123/2010.

    Afgreiðsla deiliskipulagstillögu er frestað.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 36 Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Oktavía víkur af fundi undir þessum lið. Nefndin þakkar fyrir erindið og biðst velvirðingar á svör hafi ekki borist. Starfshópur um málefni Hafnargötu 101 hefur ekki komið saman með formlegum hætti. Ábendingar vegna aðalskipulags verða teknar til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu með öðrum umsögnum og athugasemdum á auglýsingatíma skipulagssins. Ennþá er unnið úr ábendingum Skipulagsstofnunar vegna yfirferðar á aðalskipulaginu og því hefur auglýsingatími aðalskipulags ekki verið ákveðin. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hefur óskað eftir ástandsskoðun hússins frá Verkís sem hefur skoðað húsið en skýrsla þeirra liggur ekki fyrir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð hússins.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 36 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið er vel í erindið og frekari umræðu frestað.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 36 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið er vel í erindið, nefndin ítrekar óskir sínar um fjölbreyttari stærðir íbúða í húsunum.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37

2204002F

Samþykkt
Fundargerð 37. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 192. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

1. mál, Grænaborg, breyting á deiliskipulagi: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst með aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, samhljóða með sjö atkvæðum.


2. mál: Iðndalur 10a og 12 - deiliskipulagsbreyting: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, samhljóða með sjö atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, ÁE, ÁL.

  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að framangreind deiliskipulagstillaga verði auglýst með aðalaskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið verður grenndarkynnt eigendum Iðndals 10a og Iðndals 23. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytingu skv. meðfylgjandi tillögu.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37 Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að áður en málið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu, með hliðsjón af upplýsinga- og rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga að umsækjanda, Landsneti, verði veitt tækifæri á að tjá sig um málið, einkum eftirfarandi atriði og gögn:

    1. Nauðsyn þess að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum með vísan til umfjöllunar þar um í drögum að greinargerð sveitarstjórnar.

    2. Bréf Skipulagsstofnunar frá 28. janúar 2022.

    3. Skýrslu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands um Náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogar. Mat á eldgosavá með tilliti til jarðhræringa á Reykjanesi 2021. Óskað verði eftir afstöðu Landsnets til þeirrar fullyrðingar sem fram kemur í niðurstöðukafla skýrslunnar um að sú staðreynd að ný eldsumbrotahrina sé hafin á Reykjanesi kalli á endurskoðun fyrri ætlana um staðsetningar á mikilvægum innviðum eins og Suðurnesjalínu 2.

    Telji Landsnet ekki þörf á slíkri endurskoðun sé óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri afstöðu og endurskoðuðu áhættumati, m.a. m.t.t. villu í fyrra mati, þar sem bornir séu saman áhætta vegna höggunarhreyfinga og hraunflæðis á umsóttri framkvæmd og jarðstreng meðfram Reykjanesbraut m.a. með hliðsjón af því að nú sé hafin ný eldsumbrotahrina."
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Skila þarf inn afstöðumynd sem sýnir aðliggjandi hús og lóðir áður en erindið verður kynnt íbúum og eigendum Suðurgötu 4 og 8 og Brekkugötu 15, 17, 19 og 21.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 37 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 98

2203007F

Samþykkt
Fundargerð 98. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 192. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Skýrslan lögð fram. Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir starfandi leikskólastjóri kynnti hana stuttlega en skýrslan verður síðan aðgengileg á heimasíðu skólans.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Stóru-Vogaskóla.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla sagði frá starfsemi skólans undanfarinn vetur. Covid hefur litað starf skólans í vetur og aukið verulega álag á starfsfólk.
    Nýr tónlistarkennari hóf störf á nýju ári og sér hann um rytmíska tónlist. Skólinn er formlega orðinn Erasmus skóli og tekur þátt í sex ára verkefni á unglingastigi með skólum í Frakklandi og Ítalíu. Nýverið kom hópur frá Frakklandi hingað í heimsókn og í maí fer hópur nemenda frá Stóru-Vogaskóla til Frakklands á móti. Stóra upplestrarkeppnin er framundan í apríl og árshátíð skólans er nýafstaðin og tókst hún einkar vel.
    Undirbúningur fyrir 150 ára afmæli skólans er nú í fullum gangi og ýmsar hugmyndir sem verið er að vinna. Haldið verður upp á afmælið 10. september.

    Guðbjörg Sveinsdóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar sem sat fundinn, fór yfir ýmis mál sem tengjast stoðþjónustu sem Suðurnesjabær sinnir fyrir Sveitarfélagið Voga samkvæmt samningi. Þar er meðal annars um að ræða sálfræðiþjónustu, talmeinaþjónustu og fleira. Nýlega tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu velferðar barna og hefur fræðsluþjónustan tekið þátt í innleiðingarvinnu fyrir þau. Fræðsluþjónustan vinnur náið með stjórnendum Stóru-Vogaskóla.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Hilmar Egill Sveinbjörnsson er nýráðinn skólastjóri Stóru-Vogaskóla og G. Ingibjörg Ragnarsdóttir nýráðin aðstoðarskólastjóri. Fræðslunefnd óskar þeim báðum til hamingju og velfaðarnaðar í störfum.

6.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13

2203002F

Samþykkt
Fundargerð 13. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 192. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfisnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG:
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að aparólan verði norðvestan við íþróttahús. Sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs mun meta bestu aðstæður á þessu svæði.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin þakkar íbúum fyrir þátttökuna í verkefninu og telur það komið til að vera. Margar skemmtilegar og góðar hugmyndir bárust sem gaman væri að koma í framkvæmd á næstu árum.

    Ákveðið hefur verið að velja hugmyndir sem eru auðveldar í framkvæmd og mikill stuðningur er við. Ásamt því að kostnaður sé ekki mjög mikill þannig að nokkrar hugmyndir verði að veruleika.

    Eftirfarandi hugmyndir er lagt til að verði að veruleika í ár; Bætt lýsing á göngustígum, bekkir við hoppubelginn, fleiri ruslatunnur, afgirt hundasvæði, útikennslustofa og stígur upp að vörðunni á Grímshól.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Afgreiðsla umhverfisnefndar: Lagt er til að hönnun lóðarinnar verði einfaldara í sniðum og bætt verði við skiltum til að saga Glaðheima fái að njóta sín. Einnig þarf að setja lýsingu á svæðið.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 13 Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin ræddi almennt um umhirðumál.

7.Sveitarfélagið Vogar - Ársreikningur 2021

2204016

Fyrri umræða í bæjarstjórn um ársreikning sveitarfélagsins og stofnana hans fyrir árið 2021.
Frestað
Gestur fundarins undir þessum lið er Lilja Dögg Karlsdótti, löggiltur endurskoðandi KPMG. Á fundinum fór Lilja yfir og kynnti helstu niðurstöður ársreiknings sveitarfélagsins og stofnana hans fyrir árið 2021.

Heildartekjur ársins voru 1.477 milj.kr., samanaborið við áætlun 1.460 m.kr. Rekstrargjöld voru 1.529 milj.kr., samanborið við áætlun 1.501 milj. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir var neikvæð um 52 milj.kr., en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan yrði neikvæð um 41 m.kr. Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er neikvæð um 236 m.kr., en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði nekvæð um 167 m.kr. Afskriftir eru um 40 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir, mismunurinn er til kominn vegna afskriftar á framkvæmdum við lagningu ljósleiðara í dreifbýli undanfarin ár. Þá eru fjármagnsliðir um 20 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir, einkum vegna hærri verðbólgu en gert hafði verið ráð fyrir.
Sjóðsstreymi rekstursins er enn neikvætt, og því ljóst að enn um sinn þarf að fjármagna rekstur með lántökum. Á hinn bóginn hafa þær ráðstafanir sem ráðist var í á árinu 2021 til hagræðingar í rekstri þegar skilað árangri, sem leiðir til þess að reksturinn mun skila veltufé frá rekstri að nýju þegar á árinu 2022.

Bókunin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarastjórnar:
Ársreikningurinn er lagður fram og honum vísað til síðari umræðu.

Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ.

8.Kosning í nefndir og ráð, 2021 - 2022

2106041

Tilnefning nýs fulltrúa í kjörsjórn sveitarfélagsins.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn tilnefnir Sigríði Baldursdóttur, Akurgerði 21 til setu í kjörnefnd sveitarfélgsins. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?