Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

37. fundur 19. apríl 2022 kl. 17:30 - 18:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Grænaborg - breyting á deiliskipulagi

2005039

Tekið fyrir að nýju, breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar, sem nær yfir um helming íbúðarsvæðis ÍB-3-1, sem fellst m.a. í því að auka þéttleika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum í samræmi við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að framangreind deiliskipulagstillaga verði auglýst með aðalaskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Iðndalur 10a og 12 - deiliskipulagsbreyting

2204006

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu við Iðndal 10a og 12. Byggingarreitur við Iðndal 10a færist um 6,25 til norðurs en stærð hans er óbreytt. Byggingarreitur við lóð nr. 12 breikkar um 17 metra, með því að stækka byggingareitinn verður mögulegt að hafa tvö hús á lóðinni með aksturleið og aðkomu á milli húsanna. Skilmálar eru óbreyttir fyrir báðar lóðir fyrir utan að heimilt verður að hafa tvö hús á lóðinni en áður var gert ráð fyrir einu húsi á lóð nr. 12.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið verður grenndarkynnt eigendum Iðndals 10a og Iðndals 23. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Iðndalur 7-11 fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi

2201013

Tekið fyrir að nýju, tillaga að miðbæjarsvæðinu, lóð Skyggnisholts 16, í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar með aðilum Iðndals 7-11. Um er að ræða þrjú fjölbýlishús, tvö 4ja hæða og eitt á 3ja hæða. Ásamt verslunar- og þjónusturými 2700 fermetra á 1-2. hæðum. Tillagan hefur verið uppfærð frá umræðum nefndarinnar 5. apríl sl.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytingu skv. meðfylgjandi tillögu.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Tekið fyrir að nýju erindi Landsnets hf. dags. 11.12.2020, umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2, ásamt fylgigögnum.

Í úrskurði í máli nr. 53/2021 frá 4. október felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi þá ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 220kV Suðurnesjalínu 2. Í úrskurðinum kemur fram að nefndin telur ágalla vera á umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Sveitarfélagið Vogar óskaði eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til meintra ágalla sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taldi vera á mati stofnunarinnar og fram kemur í fyrrnefndum úrskurði. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. janúar 2022.

Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að fara vandlega yfir þá annmarka sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála teldi vera á málsmeðferð Sveitarfélagsins Voga og fram koma í úrskurði í máli 53/2021.

Einnig var ákveðið að fá sérfræðinga til að leggja mat á sjónarmið Landsnets um öryggi loftlínu í ljósi eldhræringa á Reykjanesi. Leitað var til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands vegna eldfjallavár í sveitarfélaginu. Lögð fram ný skýrsla Jarðvísindastofnunar, Náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum. Mat á eldgosavá með tilliti til jarðhræringa á Reykjanesi 2021, dags. í apríl 2022.
Jafnframt lögð fram drög að greinargerð sveitarfélagsins um umsóknina.
Samþykkt
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að áður en málið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu, með hliðsjón af upplýsinga- og rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga að umsækjanda, Landsneti, verði veitt tækifæri á að tjá sig um málið, einkum eftirfarandi atriði og gögn:

1. Nauðsyn þess að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum með vísan til umfjöllunar þar um í drögum að greinargerð sveitarstjórnar.

2. Bréf Skipulagsstofnunar frá 28. janúar 2022.

3. Skýrslu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands um Náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogar. Mat á eldgosavá með tilliti til jarðhræringa á Reykjanesi 2021. Óskað verði eftir afstöðu Landsnets til þeirrar fullyrðingar sem fram kemur í niðurstöðukafla skýrslunnar um að sú staðreynd að ný eldsumbrotahrina sé hafin á Reykjanesi kalli á endurskoðun fyrri ætlana um staðsetningar á mikilvægum innviðum eins og Suðurnesjalínu 2.

Telji Landsnet ekki þörf á slíkri endurskoðun sé óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri afstöðu og endurskoðuðu áhættumati, m.a. m.t.t. villu í fyrra mati, þar sem bornir séu saman áhætta vegna höggunarhreyfinga og hraunflæðis á umsóttri framkvæmd og jarðstreng meðfram Reykjanesbraut m.a. með hliðsjón af því að nú sé hafin ný eldsumbrotahrina."

5.Suðurgata 6 - Viðbygging við bílskúr

2203081

Sótt erum 43 fermetra stækkun á bílskúr við Suðurgötu 6 skv. meðfylgjandi teikningu. Bílskúr stendur á lóðarmörkum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Skila þarf inn afstöðumynd sem sýnir aðliggjandi hús og lóðir áður en erindið verður kynnt íbúum og eigendum Suðurgötu 4 og 8 og Brekkugötu 15, 17, 19 og 21.

6.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Breyting á landnotkun og niðurfellingu á þynningarsvæði. Breyting felst í að landnotkun á reit I3 og I4 er breytt í AT3 og AT4 og mörk þynningarsvæðis álversins í Straumsvík eru feld niður.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

7.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Þann 9. mars 2022 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 - Hafnarsvæði, þétting byggðar - Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn yrði auglýst samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að Suðurhöfn H1 verður að hluta til íbúðasvæði ÍB15 og miðsvæði M6 og M7. Flensborgarhöfn H2 breytist í miðsvæði M5. Ný smábátahöfn og 5m strandræma verður H6.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?