Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

352. fundur 06. apríl 2022 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Endurskipulagning sýslumannsembætta kynning

2203051

Kynning á endurskipulagningu sýslumannsembætta
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindi dómsmálaráðherra til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21.3.2022 um endurskipulagningu sýslumannsembætta.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

2.Samstarfshópur um samfélagsgreiningar á Suðurnesjum

2104106

Kynnt er mælaborð með ýmsum tölfræðiupplýsingum um samsetningu samfélags á Suðurnesjum og þróun þess.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram til kynningar.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2022

2203069

Eignarhaldfélagið Brunabótafélag Íslands sendir inn kynningu á styrktarsjóði EBÍ en þar geta sveitarfélög sótt um styrki til framfaraverkefna á sviði atvinnulífs, samgangna og fræðslu- og menningarmála.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Bæjarstjóra falið að kynna erindið innan stjórnsýslunnar.

4.Landmælingar Íslands ársskýrsla 2021

2203055

Ársskýrsla 2021 Landmælingar Íslands
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

5.Innleiðing laga um samþætta þjónustu þágu barna

2109003

Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga v. innleiðingar barnaverndarlaga og vegna gildistöku þeirra
Lagt fram
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022, ásamt afriti af bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins ti Mennta- og barnamálaráðherra, varðandi gildistöku nýrra barnaverndarlaga. Í bókun stjórnar Sambandsins kemur fram að stjórnin lýsi yfir ánægju með að ráðherra hafi fallist á að fresta gildistöku ákæða í lögum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, en leggur jafnframt áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

6.Átak um Hringrásarhagkerfið

2203084

Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bókun stjórnar Sambandsins dags. 30.3.2022 lögð fram. Í bókuninni er átakinu fagnað og sveitarfélög hvött til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst.

Erindið lagt fram.

7.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

2203083

Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka
Með vísan til 5. gr. 2. mgr. laga nr. 162/2006 með síðari breytingum.
Lagt fram
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. mars 2022. Stjórn Sambandsins hefur sett viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 - 2026.

8.Bréf EFS til sveitarstjórnar 21.02.2022

2203038

Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2022
Lagt fram
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022. Í erindinu tilgreinir nefndin með hvaða hætti hún hyggst haga eftirliti sínu með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

9.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit um stöðu framkvæmda.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlit um stöðu framkvæmda dags. 5.4.2022, lagt fram.

10.Eftirlitsskýrsla íþrótta og félagsmiðst. 2022

2203070

Eftirlitsskýrsla HES fyrir Íþróttamiðstöðina í Vogum.
Einnig fer HES fram á að sveitarfélagið taki afstöðu til forræðis og ábyrgðar á líkamsræktarstöðinni.
Lagt fram
Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 25. mars 2022, ásamt eftirlitsskýrslu fyrir Íþróttamiðstöðina í Vogum.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Bæjarstjóra er falið að sjá til þess að gripið verði til viðeigandi ráðstafana og lagfæringa á mannvirkinu, í samræmi við þær ábendingar sem fram koma í eftirlitsskýrslunni.

11.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

2203027

Lagður er fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem snýr að aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði við innleiðingu laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fjárveiting Jöfnunarsjóðs til verkefnisins er kr. 6.028.308, og er ætlað til að mæta þeim útgjöldum sem sveitarfélagið þarf að stofna til vegna innleiðingar laganna.

Viðaukinn er samþykktur.

12.Hafnargata 101 - Erindi frá Særúnu Jónsdóttur

2203048

Erindi Særúnar Jónsdóttur dags. 21.3.2022 um málefni Hafnargötu 101
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Bæjarráð áréttar að engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð hússins. Málið er til úrvinnslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins sem og á vettvangi Skipulagsnefndar.

13.Tónlistarskóli - hljóðfæraleiga

2203053

Beiðni frá skólastjóra Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga um að innheimta gjald fyrir hljóðfæraleigu við skólann.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir viðbót við gjaldskrá sveitarfélagsins, um að hljóðfæraleiga í Tónlistarskóla sveitarfélagsins verði kr. 6.000 á önn.

14.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

2203039

Húsnæðismál fyrir flóttafólk
Lagt fram
Félagsmálaráðuneytið sendi sveitarfélögum erindi dags. 9.3.2022, um málefni flóttafólks. Í erindinu er sagt frá undirbúningi og samstarfi allra aðila sem að verkefninu koma. Ráðuneytið leitar með erindinu eftir samstarfi sveitarfélaga um verkefnið.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Sveitarfélagið mun leggja málefninu lið eftir því sem aðstæður leyfa.

15.Styrkbeiðni Velferðarsjóðs Sveitarfélagsins Voga

2203071

Styrkumsókn frá Velferðarsjóði Sveitarfélagsins Voga
Lagt fram
Erindi Steinars Smára Guðbergssonar, (ódags.), beiðni um að sveitarfélagið styrki Velferðanefnd Voga. Fram kemur í erindinu að Sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar, Kvenfélagið Fjóla og Lionsklúbburinn Keilir standi að velferðarnefndinni.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð er jákvætt í afstöðu sinni til erindisins. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.

16.Styrkbeiðni

2203068

Styrktarbeiðni frá Íslandsdeild Transparency International
Hafnað
Erindi Íslandsdeildar Transparency International, dags. 22.03.2022, beiðni um styrk til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

17.Frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2

2202031

Umsögn sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps 14.03.22 og Húnavatnshrepps dags. 24.3.2022
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

18.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

Frá nefndasviði Alþingis: 418. mál umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.
450.mál frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.461. mál umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Umsagnarbeiðnirnar lagðar fram.

19.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022

2202024

777. stjórnarfundur S.S.S. 16.03.2022
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir stjórnar Kölku-2022

2201031

Fundargerð 534. stjórnarfundu Kölku
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

21.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

908. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25.03.2022
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?