Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

36. fundur 05. apríl 2022 kl. 17:30 - 19:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Landsnet- Kæra vegna Suðurnesjalínu 2

2104247

Kynning Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir nefndar- og bæjarstjórnarmönnum. Á fundinum fara aðilar Jarðvísindastofnunar yfir niðurstöður rannsókna vegna eldfjallavár í sveitarfélaginu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar aðilum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kærlega fyrir góða og áhugaverða kynningu.

2.Grænaborg 4 - deiliskipulagsbreyting hjóla- og vagnageymsla

2203072

Kristinn Ragnarsson arkitekt sækir um fyrir hönd lóðarhafa og fer þess á leit við skipulagsnefnd að heimiluð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi lóðarinnar Grænuborg 4. Breytingin felur í sér að heimilt verði að reisa hjóla og vagnageymslu utan byggingnareits framan við hús. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

Tekið fyrir að nýju, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 vegna íbúðarsvæðis ÍB-3-1. Breyting á aðalskipulagi felst í því að íbúðum á íbúðarsvæði ÍB-3-1 fjölgar um 400 og verður hverfið fullbyggt eftir breytingu með um 850-900 íbúðum, eða um 35-37 íbúðir á hvern hektara.
Breytingin er í samræmi við Húsnæðisáætlun Voga 2021-2025 segir m.a. að stefnt sé að því að nýta vaxtartækifæri í Grænubyggð (hluti íbúðarsvæðis ÍB-3-1) til að ýta undir vöxt bæjarins. Breytingin er í samræmi við tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2020-2040 sem er í lokavinnslu.
Samhliða gerð breytingar á aðalskipulagi er gerð breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar (sem nær yfir um helming íbúðarsvæðis ÍB-3-1) sem felst m.a. í því að auka þéttleika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Áður hefur aðalskipulagstillaga sama efnis verið kynnt skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Óskað var eftir því að fá auglýsa aðalskipulagsbreytinguna en Skipulagsstofnun taldi tillögu aðalskipulagsbreytingauna ekki tilbúna til auglýsingar. Nú hefur verið komið á móts við athugasemdir er snúa að húsnæðisáætlun, ásamt því að stefnumörkun varðandi þéttingu byggðar á svæðinu hefur verið mörkuð í heildarendurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2020-2040 sem er í lokavinnslu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimildar frá Skipulagsstofnun til að auglýsa tillöguna. Fallist Skipulagsstofnun á það verði tillagan auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr skipulagsslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla deiliskipulagstillögu er frestað.

4.Hafnargata 101 - Erindi frá Særúnu Jónsdóttur

2203048

Óskað er eftir því að meðfylgjandi erindi verði tekið fyrir vegna Hafnargötu 101. Særún bendir á fyrri athugasemdir sínar og fer lítilega yfir sögu Voga hf.
Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Oktavía víkur af fundi undir þessum lið. Nefndin þakkar fyrir erindið og biðst velvirðingar á svör hafi ekki borist. Starfshópur um málefni Hafnargötu 101 hefur ekki komið saman með formlegum hætti. Ábendingar vegna aðalskipulags verða teknar til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu með öðrum umsögnum og athugasemdum á auglýsingatíma skipulagssins. Ennþá er unnið úr ábendingum Skipulagsstofnunar vegna yfirferðar á aðalskipulaginu og því hefur auglýsingatími aðalskipulags ekki verið ákveðin. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hefur óskað eftir ástandsskoðun hússins frá Verkís sem hefur skoðað húsið en skýrsla þeirra liggur ekki fyrir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð hússins.

5.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Örn Jóhannsson ásamt Teiknistofu Arkitekta leggja fram tillögu að mögulegri uppbyggingu og þróun svæðisins.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið er vel í erindið og frekari umræðu frestað.

6.Iðndalur 7-11 fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi

2201013

Lagt er fyrir nefndina tillaga að miðbæjarsvæðinu, lóð Skyggnisholts 16, í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar með aðilum Iðndals 7-11. Um er að ræða þrjú fjölbýlishús, tvö 4ja hæða og eitt á 3ja hæða. Ásamt verslunar- og þjónusturými 2700 fermetra á 1-2. hæðum.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið er vel í erindið, nefndin ítrekar óskir sínar um fjölbreyttari stærðir íbúða í húsunum.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?