Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

190. fundur 23. febrúar 2022 kl. 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348

2201005F

Samþykkt
Fundargerð 348. fundar bæjarráðs er lögð fram á 190. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: JHH, BS, BÖÓ, BÁ
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð vísar til samstarfs við SSS vegna verkefna Bláa hersins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Lögð fram drög að samningi ásamt fylgigögnum. Bæjarráð fellst í megindráttum á drögin, sem og það vaktaplan sem lagt er fram sem miðað skuli við í starfseminni. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Beiðnin er samþykkt.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Samkvæmt upplýsingum frá stjórnsýsluendurskoðanda sveitarfélagsins er ekki heimilt að þátttakendur í fjarfundum bæjarstjórnar séu staddir utan sveitarfélagsins, skv. gildandi sveitarstjórnarlögum. Ekki er því heimilt að gera þá breytingu sem lögð er til.

  Bæjarráð leggur til að fundartími bæjarstjórnar verði óbreyttur, þ.e. kl. 18 síðasta miðvikudag mánaðar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Samþykkt.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð er reiðubúið til viðræðna um sölu á húsnæðinu, og felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Umsögn Sveitarfélagsins Voga um 11. mál, frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2:

  Frumvarp þetta var til umfjöllunar á 151. löggjafarþingi, 353. mál. Sveitarfélagið Vogar skilaði inn umsögn um frumvarpið, sem samþykkt var á 327. fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga, þ. 17.3.2021.
  Með umsögn þessari ítrekar bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fyrri umsögn sína um málið, sem var svohljóðandi:
  „Það er mat Sveitarfélagsins Voga að með frumvarpinu vegi flutningsmenn þess að þeirri vald- og ábyrgðarskiptingu sem gildir á milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að skipulagsmálum. Ekki með nokkrum rökum getur Sveitarfélagið Vogar samþykkt að víkja frá þeirri megin skiptingu á ábyrgð skipulagsmála sem fram kemur í skipulagslögum 123/2010. Í greinargerð með fumvarpi til skipulagslaga sem lagt var fram á 138. löggjafaþingi kemur skýrt fram í rökstuðningi með hvaða hætti skipting valssviðs og ábyrgðar skuli vera og teljum við að framkomið frumvarp stríði gegn vilja löggjafans með setningu skipulagslaga 123/2010. Í frumvarpinu er lagt til að skipulagslögum sé kippt úr sambandi og að 3. gr. og 13. gr. laganna sé með öllu hunsuð. Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með framkvæmdum líkt og kemur fram í 1. mgr. 13. gr. 123/2010 er á forræði sveitarfélaga. Sveitarfélagið Vogar telur að með tillögu sinni vegi flutningsmenn frumvarpsins að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í landinu. Með samþykkt frumvarpsins yrði gefið fordæmi um að hvenær sem er geti löggjafinn svipt sveitarfélög í landinu sjálfsákvörðunarrétti sínum í einstaka málum. Það er að okkar mati áhyggjuefni m.a. í ljósi eignarhalds ríkisins á stóru landsvæði í Sveitarfélaginu Vogum. Það veldur okkur hjá Sveitarfélaginu Vogum að auki áhyggjum að slík hugmynd komi fram, jafnvel áður en sveitarstjórnin hefur fengið ráðrúm til að afgreiða erindi Landsnets á formlegan hátt. Það er mat okkar að hagsmunir sveitarfélaga í landinu til sjálfsákvörðunar í sínum innri málum sé með frumvarpi þessu fórnað. Ekki verður hér fjallað sérstaklega um rökstuðning flutningsmanna sem fram kemur í greinargerð hvort sem litið er til mikilvægis raforkuflutninga eða með hvaða hætti raforkuflutningum er háttað. Grundavallar hugsun frumvarpsins snýr að fyrrnefndri verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga í landinu og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Við leggjumst því alfarið gegn því að frumvarp þetta verði samþykkt.“
  Þessu til viðbótar skal upplýst að umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 er nú til umfjöllunar að nýju hjá sveitarstjórn. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að það fái ráðrúm til að fjalla efnislega um málið og komast að niðurstöðu.

  Samþykkt samhljóða.

  Erindin að öðru leyti lögð fram.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 348 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 349

2202001F

Samþykkt
Fundargerð 349. fundar bæjarráðs er lögð fram á 190. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: ÁL, JHH, BÁ, IG
Áshildur Linnet vekur athygli á vanhæfi sínu í málum 2.4 og 2.7 og tekur ekki til máls um þau eða afstöðu til þeirra.

2.1
2202001 - Áskorun til heilbrigðisráðherra Öldungaráðs Suðurnesja
Jóngeir Hjörvar Hlinason bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið: "Ég tek undir áskorun Öldungaráðs Suðurnesja að skipuð verði stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með aðkomu heimamanna. Jafnframt beini ég því til annarra bæjarstjórnarmanna í sveitarfélaginu Vogum að taka undir áskorunina."

Fulltrúar E- og D-lista óska eftir að eftirfarandi verði bókað við þennan lið: "Bæjarfulltrúar E- og D-lista í Sveitarstjórn Voga hvetja heilbrigðisráðherra til að skipa stjórn yfir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með hæfasta fólki á sviði rekstrar heilbrigðisstofnana sem til þess finnst, óháð búsetu þeirra."

2.4
2201001 - Ráðning í starf skólastjóra grunnskólans.

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Hilmar Egil Sveinbjörnsson skólastjóra Stóru-Vogaskóla með fimm atkvæðum. Áshildur Linnet greiðir ekki atkvæði. Fulltrúi L-lista situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34

2201006F

Fundargerð 34. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 190. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Fundargerð 34. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 190. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: ARS, BS, JHH, ÁL, BÁ, BÖÓ, IG

3.5
2104030 - Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál
Fulltrúar D-listans óska eftir að eftirfarandi verði bókað við þennan lið: "D-listinn harmar að meiri hluti nefndarinnar sé ekki samþykkur því að skipulag Breiðagerðisvíkur fari úr frístundarbyggð í íbúðarbyggð í dreifbýli. Sérstaklega í ljósi þess að lögfræðilegt álit styðst við slíka breytingu. Þar með verður ekki tekið tillit til þeirra sem sendu inn athugasemdir vegna deiluskipulagsins, enn í öllum þeim athugasemdum sem bárust var ósakað eftir því að fá að skrá þar lögheimili. Þar með glatast einnig tækifæri á tekjum fyrir sveitarfélagið því nú þegar býr fólk á svæðinu enn getur ekki skráð þar lögheimili."

Fulltrúar E-lista óska eftir að eftirfarandi verði bókað við þennan lið: "Fulltrúar E-lista telja að lóðir séu með þeim hætti í Breiðagerði að íbúafjöldi í íbúðahverfi verið yfir 50 og að jafnaði verði minna en 200 metrar á milli húsa. Lögfræðiálitið tekur ekki af vafa um að lögbundnar skyldur í þéttbýli gildi ekki og ekki sé útilokað að landeigendur gætu krafist þeirrar þjónustu sem fylgir þéttbýli. Löggjafinn geri ekki ráð fyrir því að menn skilgreini þéttbýli sem íbúabyggð í dreifbýli. Því sé ekki rétt að skilgreina svæðið sem íbúabyggð í dreifbýli enda yrði hverfið í raun þéttbýli. Fulltrúar E-lista telja jafnframt mikilvægt að fram komi vilji allra lóðareiganda áður en gerð yrði breyting á landnotkun."

3.8
2106017 - Gámar - stöðuleyfi
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur samhljóða með sjö atkvæðum

Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og þakkar Landeldismönnum fyrir góða og áhugaverða kynningu. Ákveðið er að nefndin fari í vettvangsferð á svæðið og kynni sér aðstæður.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að kannað verði frekara samtal við Geo Salmo ehf. Einnig verði frekari kynning á verkefninu fyrir nefndarmenn og skipulagsfræðing.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsfræðingur og skipulagsfulltrúi sögðu frá vinnuslu athugasemda. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lögð er fyrir tímaáælun um næstu skref í málinu.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Ákveðið er að skilgreining svæðiðsins verði frístundabyggð.

  Fulltrúi D-lista bókar eftirfarandi:
  D-listinn harmar að meiri hluti nefndarinnar sé ekki samþykkur því að skipulag Breiðagerðisvíkur fari úr frístundarbyggð í íbúðarbyggð í dreifbýli. Sérstaklega í ljósi þess að lögfræðilegt álit styðst við slíka breytingu. Þar með verður ekki tekið tillit til þeirra sem sendu inn athugasemdir vegna deiluskipulagsins, enn í öllum þeim athugasemdum sem bárust var ósakað eftir því að fá að skrá þar lögheimili. Þar með glatast einnig tækifæri á tekjum fyrir sveitarfélagið því nú þegar býr fólk á svæðinu enn getur ekki skráð þar lögheimili.

  Fulltrúar E-lista bóka eftirfarandi:
  Fulltrúar E-lista telja að lóðir séu með þeim hætti í Breiðagerði að íbúafjöldi í íbúðahverfi verið yfir 50 og að jafnaði verði minna en 200 metrar á milli húsa. Því sé ekki rétt að skilgreina svæðið sem íbúabyggð í dreifbýli enda yrði hverfið í raun þéttbýli. Fulltrúar E-lista telja jafnframt mikilvægt að fram komi vilji allra lóðareiganda áður en gerð yrði breyting á landnotkun.

 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin bendir umsækjanda á að deiliskipulagsgerð er í vinnslu og getur umsækjandi sótt um byggingarleyfi þegar deiliskipulagið hefur öðlast gildi.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Málinu er frestað og lagt til að bjóða umsækjanda á næsta fund nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 34 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í framkvæmdina og telur hana auka umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur nýverið í samvinnu við Vegagerðina lagt 2,6 km göngustíg meðfram Vatnsleysustrandarveginu. Fyrirhugaðir eru stígar á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og því tilvalið að tekið verði tillit til göngustíga fyrir gangandi og hjólandi við tvöföldun Reykjanesbrautar. Með þeim mögulega að í framtíðinni verði eitt samfellt stígakerfi frá flugstöð að höfuðborgarsvæðinu.

4.Húsnæðisáætlun 2022

2110016

Staðfesting endurskoðaðrar húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins 2022
Samþykkt
Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2022 er samþykkt.
Forseti gefur orðið laust um málið.
Til máls tók: ÁL
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

5.Samþykktir sveitarfélagsins - endurskoðun janúar 2022

2201015

Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins - síðari umræða.
Samþykkt
Framlagðar breytingar á samþykktum um stjórn Sveitarfélagsins Voga eru samþykktar.
Forseti gefur orðið laust um málið.
Til máls tóku:

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

6.Jafnlaunastefna Sveitarfélagsins Voga

2202020

Jafnlaunastefna sveitarfélagsins hefur verið uppfærð m.t.t. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Bæjarstjórn staðfestir framlagða jafnlaunastefnu.
Forseti gefur orðið laust um málið.
Til máls tóku:
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?