Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

34. fundur 15. febrúar 2022 kl. 17:30 - 20:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson gestur
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að taka mál nr. 9, málsnr. 2202013, Nýtt deiliskipulag Reykjanesbrautar, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Landeldi ehf. óskar eftir lóð undir landeldi fyrir bleikju og lax

2201014

Landeldismenn kynna starfsemi sína og framtíðaruppbyggingu landeldis sem mögulega gæti átt sér stað í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og þakkar Landeldismönnum fyrir góða og áhugaverða kynningu. Ákveðið er að nefndin fari í vettvangsferð á svæðið og kynni sér aðstæður.

2.Geo Salmo ehf. óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um lóð undir landeldi

2202005

Sveitarfélagið Vogar býr yfir svæði sem Geo Salmo telur vera með þeim bestu á landinu til fiskeldis á landi. Um er að ræða bæði svæði á Keilisnesi og Hraunsnesi, þar sem
eru jarðir bæði í opinberri eigu og einkaeigu. Fyrirtækið hefur látið gera frumathugun á svæðinu í kringum Flekkuvík á Keilisnesi og ætla má að yfirfæra megi þá frumathugun á nærliggjandi svæði. Gera þarf frekari rannsóknir en allt bendir til þess að um sé
að ræða hentugt svæði til fiskeldis. Fyrirtækið óskar því eftir viðræðum við sveitarfélagið um úthlutun lóðar og frekara samstarfs.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að kannað verði frekara samtal við Geo Salmo ehf. Einnig verði frekari kynning á verkefninu fyrir nefndarmenn og skipulagsfræðing.

3.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

2104026

Lagt er fyrir fundinn bréf Skipulagsstofnunar vegna athugasemda við aðalskipulag sveitarfélagsins, ásamt helstu úrvinnsluatriðum.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsfræðingur og skipulagsfulltrúi sögðu frá vinnuslu athugasemda. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

4.Landsnet- Kæra vegna Suðurnesjalínu 2

2104247

Á síðasta fundi nefndarinnar var ákveðið að fá sérfræðinga til að leggja mat á sjónarmið Landsnets um öryggi loftlínu í ljósi eldhræringa á Reykjanesi og var ákveðið að leita ráðgjafar hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Lögð er fram tímaáætlun frá verkefnastjóra um framvindu vinnu Jarðvísindastofnunar.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lögð er fyrir tímaáælun um næstu skref í málinu.

5.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Málið er tekið fyrir að nýju en fyrir liggur lögfræðiálit frá Ívari Pálssyni lögmanni sveitarfélagsins vegna málsins.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Ákveðið er að skilgreining svæðiðsins verði frístundabyggð.

Fulltrúi D-lista bókar eftirfarandi:
D-listinn harmar að meiri hluti nefndarinnar sé ekki samþykkur því að skipulag Breiðagerðisvíkur fari úr frístundarbyggð í íbúðarbyggð í dreifbýli. Sérstaklega í ljósi þess að lögfræðilegt álit styðst við slíka breytingu. Þar með verður ekki tekið tillit til þeirra sem sendu inn athugasemdir vegna deiluskipulagsins, enn í öllum þeim athugasemdum sem bárust var ósakað eftir því að fá að skrá þar lögheimili. Þar með glatast einnig tækifæri á tekjum fyrir sveitarfélagið því nú þegar býr fólk á svæðinu enn getur ekki skráð þar lögheimili.

Fulltrúar E-lista bóka eftirfarandi:
Fulltrúar E-lista telja að lóðir séu með þeim hætti í Breiðagerði að íbúafjöldi í íbúðahverfi verið yfir 50 og að jafnaði verði minna en 200 metrar á milli húsa. Því sé ekki rétt að skilgreina svæðið sem íbúabyggð í dreifbýli enda yrði hverfið í raun þéttbýli. Fulltrúar E-lista telja jafnframt mikilvægt að fram komi vilji allra lóðareiganda áður en gerð yrði breyting á landnotkun.

6.Breiðagerði 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2111003

Jón Hrafn Hlöðversson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda fyrir frístundarhúsi við Breiðagerði 15. Um er að ræða 40 fermetra hús út timbureiningum skv. Mansard teiknistofu dags. 13.10.2021.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin bendir umsækjanda á að deiliskipulagsgerð er í vinnslu og getur umsækjandi sótt um byggingarleyfi þegar deiliskipulagið hefur öðlast gildi.

7.Iðndalur 7-11 fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi

2201013

Málið er tekið fyrir að nýju. Aðilar frá sveitarfélaginu ræddu við eigendur og hönnuð lóða Iðndals 7-11. Gengið var út frá því að skoða frekar lóðina Skyggnisholt 16 (Miðbæjarreit) fyrir 5. hæða fjölbýli og verslunarrými. Tillaga að þeirri hugmynd er lögð fyrir nefndina til umræðu.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Málinu er frestað og lagt til að bjóða umsækjanda á næsta fund nefndarinnar.

8.Gámar - stöðuleyfi

2106017

Lagt er fyrir nefndina drög að reglum um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni í sveitarfélaginu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

9.Nýtt deiliskipulag Reykjanesbrautar

2202013

Gert er ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar (stofnbrautar) í núverandi vegstæði og þarf því að gera deiliskipulag fyrir Reykjanesbraut frá núverandi gatnamótum Reykjanesbrautar við afleggjara til Krýsuvíkur að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Voga ásamt tengibraut sem mun þjónusta iðnaðarsvæðin í Kapelluhrauni og Hellnahrauni. Breytingin á Reykjanesbraut nær frá afleggjara til Krýsuvíkur að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur í Hafnarfirði, um 600m frá sveitarfélagsmörkum. Lengd vegkaflans sem verður breytt er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem er með eina akrein í hvora átt. Frestur til að skila athugasemdum er til 3. mars.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í framkvæmdina og telur hana auka umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur nýverið í samvinnu við Vegagerðina lagt 2,6 km göngustíg meðfram Vatnsleysustrandarveginu. Fyrirhugaðir eru stígar á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og því tilvalið að tekið verði tillit til göngustíga fyrir gangandi og hjólandi við tvöföldun Reykjanesbrautar. Með þeim mögulega að í framtíðinni verði eitt samfellt stígakerfi frá flugstöð að höfuðborgarsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 20:05.

Getum við bætt efni síðunnar?